Spegillinn - 15.12.1971, Qupperneq 5
Hvers vegna eru Austur-Frísverjar
oftast klóraðir og rifnir í andlitinu
á mánudagsmorgnum ? A sunnudag-
um reyna þeir að borða með hníf
og gaffli.
Hvernig skrúfa Austur-Frísverjar
rafmagnsperur í loftljós?
Með einum stjórnanda og fjórum
aðstoðarmönnum. Einn klifrar upp
í snúruna og heldur perunni fastri,
hinir fjórir ganga síðan í hringi og
snúa fatningunni.
Hvers vegna hafa Austur-Frísneskar
stúlkur klúta um höfuðið, þegar þær
mjalta? Svo þær þekkist frá belj-
unum.
FRÍSNESK AÐFEFjÐAFRÆÐÍ
ÚR HEÍMÍLDAMYNDASAFNÍ FRÓ£)GRU5K5 BERGMANN5
Hvers vegna er flóð og íjara í Austur-
Fríslandi?
Þegar Austur-Frísverjar komu fyrst
í fyrndinni til strandarinnar, varð
sjórinn svo skelfingu lostinn, að
hann hörfaði til baka. Síðan hefur
hann komið aftur á sex tíma fresti
og athugað, hvort þeir væru ekki
farnir aftur.
(Hér er um nákvæmlega sams konar
fyrirbrigði að ræða og á íslandi og
styður þetta kenningu mína, svo
ekki verður með rökum hrakið).
Hvers vegnar hjólar langafi alltaf
hringinn í kring um kvöldverðar-
borðið? Svo að fjölskyldan geti
borðað við ljós.
Hvers vegna eru heilabú Austur-
Frísverja svo eftirsótt til Iíffæraflutn-
inga? Þau hafa verið svo lítið notuð.
Hvað tákna gylltu borðarnir á erm-
um Austur-Frísneskra lögreglu-
þjóna?
1 borði — Hann er læs þessi.
2 borðar — Hann kann að skrifa
þessi.
3 borðar — Þessi þekkir mann,
sem kann bæði að lesa og skrifa.
(Hér er um augljóst samhengi, nema
hvað þetta á betur við slökkviliðið
hér á landi).
Hvaða breyting verður á Austur-
Frísverja, sem gleypt hefur flugu?
Hann hefur meira vit í maganum,
heldur en í höfðinu.
Tilvitnunum lokið.
Fróógrúskur Bergmann
(sign.)
5