Spegillinn - 15.12.1971, Page 10
Jæja, er nú röðin komin að mér?
Ætlar nú svefnleysið að heltaka mig
líka? Þetta var nú meiri törnin þarna
hjá Varðbergi í gærkvöldi. Varla von,
að nokkur lifandi maður geti sofið
eftir annan eins andskotans fund. Og
hefði ekki Sveinn Ben hjálpað mér að
Iosna út úr þessu, er óvíst nema þessi
fjandi stæði fram undir morgun. Skárra
að liggja andvaka í sínu eigin rúmi en
láta þessa Varðbergsandskota gera sig
andvana. Eða kannske andlega vanað-
an, ha, ha, þessi var góður. Nei, þessi
var ekkert góður. Hvaða fiflalæti eru
þetta ? Svona leikur mann svefnleysið.
Ferlegur er Kristján gamli Albertsson.
Líklega ljótari en Þórður bróðir hans
og er þó langt til jafnað. Nei, svona má
ráðherra ekki hugsa. Og karlinn fór
að tala um Hitler sáluga og landamæra
yfirlýsinguna. Það er tungunni tamast
sem hjartanu er kærast, það sannast á
kallinum. Beztur var þó Sveinn Ben,
þegar hann fór að kenna mér mann-
kynssögu og sagði, að ég væri bezti
strákur inn við beinið, þótt ég hefði
lent í þessari ógæfu. Alltaf er gaman
að Sveini. Þarna gerði hann sér lítið
fyrir og tók yfir stjórnina á fundinum
og settist meira að segja í sætið hans
Manga Þórðar og þeirra í stjórninni
rétt á meðan þeir skruppu eftir brauð-
sneið. Eða sjúss. Líklegra, fyrst það
var Magnús. Já Sveinn á engan sinn
líka. Fór svo að þusa um útþenslu-
stefnu Rússa í 250 ár, svo bezt væri að
fara að öllu með gát. Auðvitað er bezt
að fara að öllu með gát, það er ég alltaf
að reyna að segja. Ekki er það mér að
kenna, þótt allir séu að snúa út úr
fyrir mér. Góð var sagan, sem Gylfi
sagði mér og var höfð eftir móður
þeirra Benediktssona, en hún var spurð,
hvern þeirra hún mæti mest. Bjarni
er greindastur, Pétur skemmtilegastur
og Sveinn minn er stærstur átti sú
gamla að hafa sagt. Alltaf dettur mér
þessi saga í hug, þegar ég sé Svein. Ég
er nú helzt á því, að ég hafi klórað
mig sæmilega frá þessum fundi, en
mér var nú líka óneitanlega hjálp í
nokkrum kverúlöntum, eins og dr.
Gunnlaugi og Páli S. trimmurum.
Ljótu vitleysingjarnir. Verri var fund-
urinn á Suðurnesjum. Hann er ekki
mennskur maður þessi helvítis Páll
Axelsson að fara að leggja út af
prédikara Salómons um hjarta hygg-
ins mans og heimsks, og færa það upp
á mig. Auðvitað er mitt hjarta vinstra
megin eins og annarra, og hvern varð-
ar um hjartalagið. Mér dettur nú í
hug að þessi blessaður draumur, sem
hefur mig lifandi ætlað að drepa upp
á síðkastið, en mér þykir alltaf sem
hann Batti rauði vitji mín í svefni og
segi: „Gott mannorð er dýrmætara
en mikill auður; vinsæld er betri en
silfur og gull“, og bætir svo við „það
sannaðist á okkur báðum í viðskiptum
okkar við Samvinnubankann." Þetta
þrugl get ég ekki skilið, er líklega ein-
hvers staðar úr Saltaranum, en eitthvað
kann ég ekki við þetta. Það verð ég
að játa, að ekki vissi ég, að Jónas
karlinn frá Hriflu hefði sagt um Banda-
ríkin, að þau væru þroskaðasta stór-
veldi heims allt frá dögum þess fyrsta,
þ.e. Rómaveldis. Ja mikill er andskot-
inn. Ekki datt mér í hug, að þeir ættu
eftir að draga Jónas gamla fram sér
til sáluhjálpar, en allt er nú hey í
harðindum. Hann var nú anzi að-
gangsharður, þessi Páll. Kallaði okkur
Magnúsana þrifót. Skárri er það nú
dónaskapurinn. Og vildi svo ekki líkja
mér við Karl 12. Hann á nú eftir að
fylgjast með því úr eilífðinni blessaður,
þegar ég verð búinn að hreinsa dulítið
til hér í veröldinni, að þá verðum við
Karl 12. ekki nefndir á nafn samtímis,
mín vegna. Annars verð ég að játa það
svona fyrir sjálfum mér, að ég er far-
inn að hálfskammast mín fyrir þetta
mál alltsaman. Og verst er, að ég get
engum sagt, hvernig ég ætla að fara
að því að losna úr þessari fjárans klípu.
Einar Jarring. Nei, Einar Bernadotte.
Eða Einar Brandt. Já, jafnvel Einar
Schweitzer. Þessi nöfn færu mér betur í
mannkynssögunni. Magnús hefur lof-
að mér því. Og Batti Nightingale. Ekki
má gleyma garminum honum Katli.
Myndir af mér og Brandt, þegar Ber-
línarmúrinn verður rifinn, mér og
10