Spegillinn - 15.12.1971, Blaðsíða 13

Spegillinn - 15.12.1971, Blaðsíða 13
 ,,Ég var ekki svona. Mér er minnistœð hin röggsamlega og ákveðna afslaða mín gagnvart viðskiptamönnum Samvinnubankans. “ Enda tókst mér fjandi vel, þegar Nató- istinn tók mig á hvalbeinið um daginn. Það var nú annars meiri dónaskapur- inn, sem drengurinn sá sýndi mér frammi fyrir alþjóð. Enda lofaði Magn- ús mér að líta til hans við fyrstu hentug- leika. Vitneskja er vald, ef þú hefur hana um rétta manninn, sagði Magnús og glotti illyrmislega út í annað. Svei mér þá, ef ég gæti ekki stundum látið mér detta i hug, að betra væri að sitja áfram í borgarstjórninni og láta hann Kristján greyið Ben gera allt fyrir sig. Þar var maður þó ekki umkringdur af eintómum fjandans Magnúsum og Lúð- bölum. Jæja, hvað sem hver segir, þá hef ég að minnsta kosti komið á stjórn- málasambandi við Rauða-Kína og það getur enginn tekið af mér, jafnvel ekki Batti-Rauði og hefur hann þó ýmsu náð af mér um dagana. Og eitt get ég að minnsta kosti látið þjóðina vita, sem ekki þarf að misskilja, en það er, að ég segi ekki af mér nema ég verði rekinn. Og það gerir Magnús ek' 1 á meðan ég held mér við ákvæði stjórnarsáttmálans skýrt og skorinort hér eftir sem hingað til. 13

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.