Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 33

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 33
Viö á Speglinum erum alveg orðnir rugl- aðir. Þetta blað, sem var ætlað að vera ein- hvers konar listauki í þjóðlífinu, er umsvifa- laust ákært og úthrópað fyrir guðlast og klám með meiru. Ja hérna. Þetta heitir víst að vera heldur betur út takt við móralinn. Uppeldi, innræti og siðferðiskennd eru engin instant-fyrirbæri; við hrærumst öll í til- teknu menningarumhverfi og með sameigin- lega arfleifð. Skiptir þá ekki máli hvort allur sá farangur er meðvitaður eður ei. T.d. vita vel- flestir íslendingar hvað í því felst að vera drengur góður, þótt fæstir hafi kannski lesið Njálu. Hér á eftir fara glefsur úr arfinum. Myndir og texti, laust mál og bundið, innlent og er- lent. Þetta áttu að vera okkar fyrirmyndir. En það er greinilega eins gott að koma sér upp nýjum. Biblían „Á öllum gatnamótum reistir þú þér blóts- talla og ósæmdir fríðleik þinn og glenntir sundur fætur þína framan í hvern, sem fram hjá gekk. Og þú drýgðir enn rneiri hórdóm: Þú drýgðir hórdórn með Egiptum, hinum hreðurmiklu nábúum þínum; og þú drýgðir enn meiri hórdóm, til þess að reita mig til reiði. Esekíel 16:25, 26. útg. 1912 Og Babelmenn gengu inn til hennar, til ástasamlags við hana, og flekkuðu hana með saurlifnaði sínum, og hún saurgaði sig á þeim. Og hún framdi saurlifnað sinn berlega og beraði blygðun sína... En hún varð einn frekari í hórdómi sínum, með því að hún minntist æskudaga sinna, þá er hún framdi saurlifnað á Egiptalandi. Og hún brann af girnd til friðla þeirra, sem voru eins hreðurm- iklir og asnar og gusan úr þeim sem úr stóð- hestum." Esekíel 23:17-20 Og hún helgaði þeim hóranir sínar, öllum úrvalsmönnum Assýringa, og hún saurgaði sig á skurðgoðum allra þeirra, er hún brann af girnd til. Þó lét hún ekki af hórunum sínum frá Egiptalandi; því að þeir höfðu legið með henni í ungdæmi hennar og farið höndum um meyjarbarm hennar og helt yfir hana hóran sinni. Esekíel 23:3, 4 SPEGILLINN 33

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.