Fréttablaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 2
2 21. september 2009 MÁNUDAGUR
Jóhann Ólafsson & Co
NÚNA!
SKIPTU
OSRAM SPARPERU
R
ALLT AÐ
80 %
ORKU-
SPARNAÐ
UR
SPARAÐU með OSRAM
SPARPERUM.
STJÓRNSÝSLA Fjármálaráðuneyt-
ið vinnur að hugmyndum um að
steypa níu embættum skattstjóra
saman í eitt, auk embættis Ríkis-
skattstjóra. Með þessu á að spara
140 milljónir króna á ári, að sögn
Guðmundar Árnasonar, ráðu-
neytisstjóra í fjármálaráðuneyt-
inu. Starfsmönnum skattkerfisins
mun fækka um rúmlega tuttugu
nái breytingin fram að ganga.
Þetta er gert að tillögu starfs-
hóps sem hefur starfað í sumar
og leitaði leiða til hagræðing-
ar hjá stofnunum fjármálaráðu-
neytisins.
Hugmyndirnar voru kynnt-
ar skattstjórum á fundi í fjár-
málaráðuneytinu á föstudag.
Guðmundur
segir að liður í
þeim undirbún-
ingi, sem nú á
sér stað, sé að
ákveða „með
hvaða hætti
þessari starf-
semi yrði best
skipað land-
fræðilega“.
Ætlunin sé að
viðhalda þeirri
skiptingu milli landsbyggðar og
höfuðborgarsvæðisins sem verið
hefur í störfum innan skattkerf-
isins. Hann segir hugsanlegt að
störfum verði skipað niður eftir
staðsetningu, þannig að tiltekin
verkefni verði unnin á landsvísu
á ákveðnum stöðum á landinu.
Fréttablaðið hefur upplýsing-
ar um að tillögurnar miðist við
að starfsmenn skattstofunnar í
Hafnarfirði annist umsýslu vegna
virðisaukaskatts en starfsmenn á
Akureyri vinni þau störf sem inn-
heimta tekjuskatts kallar á.
Guðmundur segir að málið sé
ekki komið á það stig að búið sé
að taka neinar slíkar ákvarðan-
ir. Stefnt sé að því að halda fækk-
un starfsmanna í lágmarki. Hann
segir þó að tillögurnar miði að því
að embætti skattstjóranna níu
verði lögð niður, en þeir starfa nú
í Reykjavík, Hafnarfirði, Hellu,
Vestmannaeyjum, Egilsstöðum,
Akureyri, Siglufirði, Ísafirði og
Akranesi. Í staðinn komi eitt emb-
ætti, auk embættis Ríkisskatt-
stjóra. Þótt embættin verði lögð
niður sé „horft til þess að mönn-
um byðust verkefni við hæfi og
áframhaldandi störf“.
Guðmundur segir að þessi
áform um skattkerfið séu algjör-
lega hliðstæð við það sem er til
skoðunar annars staðar í ríkis-
kerfinu þar sem kostir þess að
sameina stofnanir eru til skoð-
unar. Í því sambandi nefnir hann
áform, sem unnið er að, um fækk-
un og sameiningu sýslumann-
sembætta. peturg@frettabladid.is
Einn skattstjóri í
landinu í stað níu
Spara á 140 milljónir króna með endurskipulagningu skattstjóraembætta.
Starfsmönnum verður fækkað um rúmlega tuttugu ef breytingarnar ná fram
að ganga. Hugmyndirnar voru kynntar skattstjórum á fundi fyrir helgi.
SKATTAUMDÆMIN NÍU Fram eru komnar tillögur sem miða að því að fækka
skattaumdæmum úr níu í eitt. Með þessu og öðrum hagræðingaraðgerðum innan
skattstjóraembætta eiga að sparast 140 milljónir króna.
BANDARÍKIN, AP Þrír menn voru
handteknir í Bandaríkjunum um
helgina, grunaðir um að ætla sér
að fremja hryðjuverk.
Najibullah Zazi er 24 ára. Hann
var handtekinn í Denver seint á
laugardagskvöld eftir að alrík-
islögreglan FBI hafði yfirheyrt
hann í þrjá daga í röð. Faðir hans,
Mohammed Wali Zazi, er 53 ára og
var einnig handtekinn í Denver.
Þeir eru frá Afganistan en þriðji
maðurinn, Ahmad Wais Afzali, var
handtekinn í New York þar sem
hann býr.
Allir voru þeir ákærðir fyrir að
segja alríkislögreglunni ósatt. Þeir
eiga yfir höfði sér allt að átta ára
fangelsi fyrir það brot. Allir eiga
þeir að koma fyrir dómara í dag.
Í tölvu Zazis fundust skjöl með
leiðbeiningum um sprengjusmíði,
en Zazi segist líklega hafa hlaðið
þeim niður í ógáti af netinu ásamt
trúarlegum skjölum. Hann hafi
hent þeim nokkrum dögum síðar
þegar hann áttaði sig á hvers kyns
þau voru.
Zazi neitaði því að þekkja Afzali,
þótt lögreglan hafi áður hlerað
samtal þeirra þar sem Afzali sagð-
ist hafa verið yfirheyrður og verið
spurður um feðgana. - gb
Þrír menn handteknir í Bandaríkjunum grunaðir um tengsl við Al-Kaída:
Sakaðir um að segja ósatt
NAJIBULLAH ZAZI HANDTEKINN Ungur maður frá Afganistan var handtekinn um
helgina ásamt föður sínum og félaga þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Gíslína, ætlarðu í kjól og hvítt
þegar takmarkinu er náð?
„Já, ætli það ekki bara.“
Gíslína Dögg Bjarkadóttir, textíl- og fata-
hönnuður, safnar nú 365 kjólum, einum
fyrir hvern dag ársins, sem hún ætlar
að nota í gjörningi á vinnustofu sinni í
Vestmannaeyjum.
KVIKMYNDIR Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, afhenti
tékkneska kvikmyndaleikstjór-
anum Milos Forman heiðursverð-
laun Alþjóðlegrar kvikmynda-
hátíðar í Reykjavík árið 2009.
Forsetinn afhenti Forman viður-
kenninguna í hátíðarmóttöku á
Bessastöðum í gærdag.
Forman er einn fjögurra núlif-
andi leikstjóra sem hafa hlotið
Óskarsverðlaunin tvisvar fyrir
leikstjórn, fyrst fyrir Gauks-
hreiðrið og síðan fyrir Amadeus
en þær eru báðar til sýningar á
hátíðinni. - shá
Móttaka á Bessastöðum:
Forsetinn veitti
Forman viður-
kenningu
FORMAN HEIÐRAÐUR Skipuleggjendur
hátíðarinnar segja það einstakan heiður
að fá Forman til Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SVÍÞJÓÐ Sænska dagblaðið Aft-
onbladet verður ekki kært fyrir
að ýta undir rasisma með því að
halda því fram að ísraelskar her-
sveitir hafi stolið líffærum úr
látnum Palestínumönnum.
Samkvæmt fréttaveitunni TT
ætlar lagafulltrúi sænsku rík-
isstjórnarinnar ekki að rann-
saka fullyrðingar blaðsins frek-
ar, jafnvel þótt blaðið hafi ekki
haft nafngreinda heimildarmenn.
Hann segir ekki hægt að sækja
slíkt mál vegna þess hversu vel
málfrelsið er varið í Svíþjóð. - ve
Meintur rasismi:
Aftonbladet
fær ekki kæru
Vann 35,5 milljónir króna
Einn einstaklingur vann 35,5 milljónir
í Lottó á laugardaginn en happamið-
ann keypti hann í Olís við Gullinbrú
í Reykjavík. Miðinn var tíu raða sjálf-
valsmiði með Jóker.
LOTTÓ
SERBÍA, AP Samkynhneigðir hættu
í gær við fyrirhugaða gleðigöngu
sína í Belgrad, höfuðborg Serbíu,
vegna hótana frá harðlínuhópum
þjóðernissinna, sem boðuðu til
mótmælasamkomu gegn gleði-
göngunni.
Fáir mættu á mótmælafundinn,
en 46 manns voru handteknir í
aðgerðum lögreglu gegn ofbeldis-
hópum sem gert hafa töluverðan
usla í borginni undanfarið. Í gær
var ráðist á 25 ára gamlan Ástr-
ala, sem var á gangi í almenn-
ingsgarði í Belgrad. Annar
útlendingur, 28 ára Frakki, liggur
lífshættulega slasaður á sjúkra-
húsi eftir barsmíðar sem hann
varð fyrir á fimmtudag. - gb
Ofbeldismenn í Belgrad:
Komu í veg fyr-
ir gleðigöngu
FÁMENNI Á FUNDI ÖFGAMANNA Lög-
reglumenn biðu átekta í Belgrad í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Chavez tvístígandi
Hugo Chavez, forseti Venesúela,
sagðist ekki viss hvort hann mæti á
allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
í New York nú í vikunni. Hann sé
önnum kafinn við að skipuleggja leið-
togafund Afríku- og Suður-Ameríku-
ríkja, sem haldinn verður á laugardag.
VENESÚELA
VIÐSKIPTI Tveir stjórnarmenn í Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur (VR), þeir Bjarki
Steingrímsson, varaformaður félagsins, og
Ragnar Þór Ingólfsson, ætla að kæra stjórn-
armenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna (LV)
til Fjármálaeftirlitsins (FME). Þeir segja
stjórnarmenn lífeyrissjóðsins hafa brotið
gegn samþykktum sjóðsins og telja fjárfest-
ingar í Kaupþingi, Existu og Bakkavör vafa-
samar. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarps í
gærkvöldi.
Ragnar Þór segir að málið eigi sér langan
aðdraganda og varði mál félaga sem tengj-
ast Bakkavararbræðrum. „Ég tel að það hafi
verið brotið gegn samþykktum sjóðsins og nú
viljum við láta reyna á það með því að FME
fari ofan í saumana á þessu. Kæruefnin snúa
að viðskiptum LV við Kaupþing og Existu og
venslatengsl á milli sjóðsstjórnar og fyrir-
tækjanna.“
VR fær ekki upplýsingar hjá lífeyrissjóðn-
um um gjaldeyrissamninga og skuldabréfa-
útgáfur til Exista-félaganna og ber LV við
bankaleynd. Ragnar segir að FME hafi hins
vegar tekið af allan vafa um að umbeðnar
upplýsingar heyri ekki undir bankaleynd.
„Reyndar kemur fram í yfirlýsingu FME
að það sé frekar hagur sjóðsfélaga að þessar
upplýsingar komi fram,“ segir Ragnar sem
einnig hafði aflað sér lögfræðiálits sem kemst
að sömu niðurstöðu. - shá
Stjórnarmenn í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur kæra stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna til FME:
Segja fjárfestingar stjórnar vafasamar
KAUPÞING Kæruefnin snúa öll að kaupum LV í félög-
um sem tengjast Bakkavararbræðrum; Kaupþingi,
Existu og Bakkavör.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GUÐMUNDUR
ÁRNASON
SPURNING DAGSINS