Fréttablaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 4
4 21. september 2009 MÁNUDAGUR Auður Capital veitir fjárfestingaþjónustu með áherslu á gagnsæi og áhættumeðvitund. Við getum séð um séreignarsparnaðinn þinn Velkomin á opna kynningu til okkar mánudaginn 21. sept. kl. 17:15, Borgartúni 29, 3. hæð. Auður fyrir þig Eignastýring - Fjárfestingar - Fyrirtækjaráðgjöf - Séreignarsparnaður audur.is - 585 6500 VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 24° 20° 21° 23° 17° 21° 23° 23° 16° 17° 27° 18° 23° 32° 15° 24° 26° 17° Á MORGUN 3-8 m/s MIÐVIKUDAGUR 3-8 m/s 4 8 7 6 6 6 8 11 10 10 9 9 7 4 3 4 6 4 5 56 5 5 4 2 4 8 8 7 6 5 6 ÞURRT AÐ MESTU SYÐRA Loksins má greina sæmilega þurrkatíð í höfuðborginni og sunnan til á landinu í dag og á morgun. Skúrir verða hins vegar á Vestfjörð- um og vestan til á Norðurlandi í dag og síðan á austanverðu Norðurlandi síðdegis eða í kvöld. Næturfrost verður víða um land aðfara- nótt þriðjudags og miðvikudags. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur EGYPTALAND, AP Múslimar fagna föstulokum með ýmsum hætti víða um heim. Í Kaíró í Egyptalandi flykktist fólk í gær út á götur og að bökkum Nílarfljóts til að sýna sig og sjá aðra. Börnin skemmtu sér við að skjóta flugeldum á loft og versl- unareigendur héldu stórútsölur til að draga að viðskiptavini. Í Íslamabad, höfuðborg Pakist- ans, safnaðist fólk saman í mið- bænum til að fá sér að borða, kíkja í verslanir og skemmta sér. Föstumánuðinum ramadan lauk um helgina og í beinu framhaldi af því er haldin þriggja daga hátíð þar sem fólk gerir sér glað- an dag, snæðir góðan mat í faðmi fjölskyldunnar og skemmtir sér á ýmsa lund. Í Gasaborg var stemningin frekar þvinguð, enda fólk enn hálf lamað eftir blóðugar árás- ir í byrjun ársins ásamt viðvar- andi einangrun sem svæðinu er haldið í. Í Kabúl, höfuðborg Afganist- ans, var léttara yfir fólki þrátt fyrir að árásum í borginni hafi fjölgað í tengslum við nýafstaðn- ar forsetakosningar. Börnin klæddu sig í sparifötin og fjöl- skyldur stilltu sér hátíðlega upp fyrir myndatöku eins og venja er til þar í borg. - gb Múslimar halda þriggja daga hátíð í lok ramadan, gera sér glaðan dag og snæða góðan mat: Múslimar fagna föstulokum um heim allan FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Í bænum Sulaimaniyah í Írak skelltu börnin sér í hringekju í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJAVÍK Velferðarsviði Reykja- víkurborgar er gert að skera niður rekstrarkostnað sinn um 5,76 pró- sent á þessu starfsári samkvæmt áætlun sem borgarstjóri lagði fram í borgarráði á fimmtudag. Bundinn kostnaður við fjárhagsaðstoð og leigubætur, sem áætlað er að verði um 3,2 milljarðar á árinu, er þar hins vegar ekki undanskilinn. Þetta þýðir að Velferðarsvið er í raun krafið um meiri hagræðingu í sínum daglega rekstri en Leik- skóla- og Mennta- og Menning- arsviði, sem einnig eiga að skera niður um 5,76 prósent. Jórunn Frímannsdóttir, formað- ur velferðarráðs, segir að hún eigi eftir að fá í hendurnar rýningu á áætluninni frá fjármálastjóra sviðsins, en eins og áætlunin líti út núna hafi hún af henni nokkr- ar áhyggjur. „Ég trúi því eiginlega ekki að það sé gerð krafa um hagræð- ingu í fjárhagsaðstoð, heimildar- greiðslum og húsaleigubótum sem eru þættir sem við ráðum ekkert við,“ segir Jórunn. „Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. Það er engin hætta á því að ætlunin sé sú að sverfa svo nærri Velferðar- sviði að við getum ekki veitt okkar lögbundnu þjónustu.“ Jórunn segir eðlilegt að gera kröfu um hagræðingu á Velferð- arsviði eins og á öðrum sviðum en tæpast geti verið að Velferðar- svið eigi að skera niður meira en hin fjölskyldusviðin í sínum dag- lega rekstri. Aukafundur verður haldinn í velferðarráði í dag og býst Jórunn við því að málið verði tekið þar fyrir og kallað eftir leiðréttingu. Stella Kr. Víðisdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, segist eiga eftir að fara betur yfir málið og áætlanir sviðsins, meðal annars um fjár- hagsaðstoð á þessu ári, en niður- skurðaráætlun borgarstjóra valdi henni þó ekki miklum áhyggjum hvað þetta varðar. Hún bendir á að bótagreiðslur og fjárhagsaðstoð lúti öðrum lög- málum en aðrir rekstrarliðir, að því leyti að umframfjárveiting- um sé skilað aftur í borgarsjóð en þær ekki nýttar í annað, og að umframfjárþörf sé mætt af borg- arsjóði lögum samkvæmt. Því sé ekki hætta á að sviðið geti ekki sinnt þessu hlutverki sínu vegna niðurskurðar. stigur@frettabladid.is Hlýtur að vera misskilningur Bundinn kostnaður upp á milljarða við fjárhagsaðstoð og bætur er ekki undanskilinn í niðurskurðaráætlun borgarstjóra fyrir rekstur Velferðarsviðs. Hlýtur að vera einhver misskilningur, segir formaður velferðarráðs. BARACK OBAMA Bandaríkjafor- seti hefur farið þess á leit við David Paterson, ríkisstjóra New York, að hann gefi ekki kost á sér til embættis ríkisstjóra í næstu kosningum sem fara fram árið 2010. Forystumenn Demókrata- flokksins munu hafa áhyggjur af því að pólit- ísk staða Pat- ersons sé ekki nægilega sterk og telja embættið of mikilvægt til að taka áhættu, að því er ónafn- greindir ráðgjafar flokksins segja í samtali við AP-fréttastofuna. Paterson tók við embættinu af Eliot Spitzer í mars 2008 eftir að hann varð uppvís að kynlífs- hneyksli. - ve Ríkisstjóri New York-borgar: Hvattur til að endurskoða framboð DAVID PATERSON INDLAND, AP Lögreglan á Indlandi hefur í haldi ungt indverskt par sem hefur játað að hafa myrt sjö ættingja konunnar sem voru mót- fallnir ástarsambandi hennar og mannsins. Parið mun hafa eitrað fyrir ætt- ingjunum og kyrkt þá eftir að þeir misstu meðvitund. Foreldrar kon- unnar, bróðir og fjórir frændur fundust látnir á heimili fjölskyld- unnar, 95 kílómetrum norðvestur af Nýju-Delí. Maðurinn og konan hafa gefið þá skýringu að þau séu ástfang- in en að fjölskylda konunnar hafi ekki viljað leyfa þeim að giftast þar sem þau tilheyra sama samfé- lagsþrepi, en strangtrúaðir hindú- ar leyfa ekki slík hjónabönd. - ve Elskendur myrða ættingja: Ættin mótfallin sambandinu Annars vegar er um að ræða leigu- bætur: ■ Húsaleigubætur - áætlaður kostn- aður er um 1,2 milljarðar. Hins vegar er fjárhagsaðstoð, sem skiptist í tvo meginflokka: ■ Framfærslustyrkur - veittur fólki 18 ára og eldra sem er tekjulaust eða hefur tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum; 95.325 á mán- uði fyrir einstakling og 152.520 fyrir hjón eða sambúðarfólk. ■ Heimildargreiðslur - veittar einstaklingum og fjölskyldum vegna sérstakra aðstæðna, meðal annars vegna félagslegs vanda og óvæntra áfalla. Kostnaður við fjárhagsaðstoð er áætlaður um 2 milljarðar. BUNDINN KOSTNAÐUR NIÐURSKURÐUR Á VELFERÐARSVIÐI Kostnaður við fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur er álitinn bundinn vegna þess að fólk á rétt á slíkum greiðslum samkvæmt lögum að uppfylltum skilyrðum. Þar er hagræðing því í raun ekki í boði. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR GENGIÐ 18.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,141 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,27 123,85 201,68 202,66 181,19 182,21 24,348 24,49 20,963 21,087 17,892 17,996 1,3496 1,3574 195,17 196,33 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.