Fréttablaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 16
Barnaherbergi eru oft lítil, og í þau vantar geymslupláss. Það er erfitt fyrir börn að halda röð og reglu ef fötin velta út úr skápn- um, skúffurnar lokast ekki og leikföngin eru á víð og dreif um gólfið. Lausnin felst í að flokka, geyma, gefa og henda. Byrjaðu á fötunum. Farðu með slitin eða of lítil föt í Sorpu og leyfðu öðrum að njóta þeirra. Mynd af peysu er hægt að setja á hilluna þar sem peysurnar eiga að vera og mynd af sokkum við sokkaskúffuna og svo framvegis. Þetta auðveldar bæði þér og barn- inu að halda öllu í röð og reglu. Því næst ferðu í gegnum leik- föngin, mundu að barnið þarf ekki að hafa öll leikföngin fyrir framan sig alla daga. Sniðugt getur verið að hafa sum spari og draga fram þegar barnið er að leika sér inni. Þá verða leikföngin meira spenn- andi en ella og minni líkur á að þau liggi á gólfinu dögum saman. Flokkaðu hlutina, bækur fara á einn stað, kubbarnir á annan. Leyfðu barninu að leika með það sem það langar til, en láttu það ganga frá því sem það var áður að leika með. Ekki flækja hlutina. Ef barnið á auðvelt með að ganga frá hlutunum aukast líkurnar á því að það venjist á að ganga frá. Þegar ráðist er í endurskipu- lagningu á barnaherbergi er skynsamlegast að setja vinsæl- ustu leikföngin í neðstu hillurnar og þau sem sjaldnast eru notuð í þær efri. Börnunum kennt að taka til eftir sig Gerðu fráganginn auðveldari. Ýmsa hluti á heimilinu má nota til allt annars en þeim var hugsað að gera í upphafi. Matarsódi, edik og kol eru til dæmis til margra hluta brúkleg, ekki síst til að bæta andrúmsloftið í híbýlum fólks. Þar fyrir utan má finna þessa hluti á flestum heimilum og því má spara sér sporin og aura með því að grípa til þeirra í stað þess að rjúka út í næstu verslun. Matarsódi Opið ílát með matarsóda dregur í sig lykt. Gott að hafa eina slíka í felum á salerninu. Edik Ef eldhúsið lyktar illa skaltu ekki sprauta einhverjum blómailmi yfir allt heldur skaltu láta flösku með borð- ediki standa á eldhúsborðinu í nokkra tíma. Við það ætti fnykurinn að dofna verulega eða hverfa. Kol Settu kolamola undir sætið í bílnum til að koma í veg fyrir óþef í honum. Bættu lyktina með óvæntum hlutum KYNNTU ÞÉR HÆTTURNAR Í TÍMA Nýlega opnaði Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra nýja heimasíðu Forvarna- hússins, forvarnahus.is. Þar má finna aðgengilegar og áreiðanlegar upplýsingar um slysvarnir. Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagurinn 21. september Þriðjudagurinn 22. september Miðvikudagurinn 23. september Fimmtudagurinn 24. september Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson leiðir æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Við klæðum okkur eftir veðri og göng- um rösklega út frá Rauðakrosshúsinu. Tími: 13.00 -14.00. Uppbygging persónulegs þroska – Ráðgjafar Lausnarinnar fjalla um hvernig má sigrast á erfiðleikum, öðlast sjálfsvirðingu og lifa lífinu lifandi. Boðið er upp á einstaklingsráðgjöf að fyrirlestri loknum. Tími: 13.30-14.30. Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks. Tími: 15.00-16.30. Grunnatriði í tölvunotkun - Textar og bréf - Fjórði hluti af fjórum fyrir algera byrjendur. Tími: 12.30-14.30. Félagsleg tengsl: Hvaða máli skipta þau?- Opnar umræður. Tími: 12.30-13.30. Jólagjafaföndur - Langar þig að búa til persónulegar jólagjafir? Vert er að byrja strax þó langt sé til jóla. Tími: 12.30-15.00. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Hagsýni og hamingja eftir Láru Ómarsdóttur. Tími: 14.00-15.00. Markþjálfun - Vilt þú setja þér há markmið í einkalífi og vinnu og miða að því að ná þeim hratt og örugglega? Rúna Magnúsdóttir markþjálfi kemur og veitir einstak- lingsráðgjöf á eftir kynningu. Tími:15.30-16.00. Faðir vorið - Hvað biðjum við um þegar við förum með Faðir vorið? Hvað um aðrar bænir? Tími: 15.30-16.30. Listin að rýna til gagns – Eyþór frá Þekkingamiðlun kennir í þessum létta fyrirlestri hvernig hægt er að gagn- rýna á uppbyggilegan og gagnlegan hátt. Tími: 12.30-13.30. Bingó – Veglegir vinningar, heitt á könnunni og vöfflur með rjóma. Tími: 14.00-15.30. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Föstudagurinn 25. september Starfsleitarnámskeið/ Breytingar - tækifæri- Seinni hluti af tveimur. Lokað! Tími:13.00-16.00. Facebook fyrir byrjendur - Langar þig að skilja hvað allir eru að tala um? Tími: 12.30-14.00. Starfsleitarnámskeið/ Breytingar -tækifæri -Ráð- gjafasvið Vinnumálastofnunar kennir þætti sem leggja grundvöll að farsælu starfsvali. Lokað! Tími: 13.00-16.00. Prjónahópur - Lærðu og kenndu öðrum! Tími: 13.00-15.00. Allir velkomnir! Verkefni Rauða kross Íslands - Stærstur hluti starfsins er sjálfboðin vinna innanlands. Getur þú hjálpað? Tími: 12.00 -13.00. Einkatímar í söng – fullt. Umsjón: Hulda Björg Víðis- dóttir, söngkennari. Tími: 12.00 -14.00. Tölvuaðstoð - Fáðu persónulega aðstoð! Fólk er hvatt til að hafa eigin tölvu meðferðis ef þess er kostur. Tími: 13.30-15.30. smur- bón og dekkjaþjónusta sætúni 4 • sími 562 6066 BREMSUVIÐGERÐIR BREMSUKLOSSAR SPINDILKÚLUR ALLAR PERUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAFGEYMAÞJÓNUSTA OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.