Fréttablaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Pabbi fann þessa borðplötu, sag- aði hana í tvennt og setti á hana borðfætur,“ segir Tinna um fund- arboðið góða. Úr varð hin smekk- legasta mubla sem yfirleitt nýtist sem fundarborð en má einnig taka í sundur og nota sem tvö aðskil- in borð. „Svo fær mamma við og við að kippa því fram og nota undir kökurnar,“ segir Tinna Ósk Grímars dóttir, grafískur hönnuð- ur, prentsmiður og ein þriggja drif- fjaðra vefsíðunnar mömmur.is. Á síðunni mömmur.is má sjá myndir og leiðbeiningar um hvern- ig útbúa eigi kökur sem eiga fáa sína líka, þar eru líka hugmynd- ir um hin ýmsu þemu sem notast má við í veisluhaldi auk þess sem þar er hægt að panta kort fyrir hin ýmsu tilefni sem Tinna Ósk útbýr. Kortagerðin og síðuhönn- unin hófst fyrir alvöru síðasta haust en þá ætlaði Tinna Ósk, að snúa aftur úr fæðingarorlofi til vinnu. Ekki gengu áætlanir eftir því þegar hún kom til starfa beið hennar uppsagnarbréf vegna sam- dráttar á vinnustaðnum. Þótt erfitt hafi verið að missa vinnuna ákvað Tinna að láta ekki hugfallast held- ur nýta sér menntun sína til að skapa sér ný tækifæri. Hún fékk styrk frá Vinnumálastofnun til að útfæra hugmynd að síðunni mömm- ur.is en henni hafði hún haldið úti í samvinnu við systur sína, Hjördísi Dögg Grímarsdóttur, og móður, Petrúnu Berglindi Sveinsdóttur. Tinna Ósk sér um viðhald og hönnun síðunnar auk kortagerðar- innar en Hjördís og Petrún sjá um kökugerðina og textann á síðunni. „Þetta sló alveg í gegn,“ segir Tinna um viðtökurnar á kortun- um. Hún segir fólk kunna vel að meta að geta keypt íslenska vöru í gegnum Netið. Tinna hefur komið sér upp smekklegri skrifstofu til að sinna fyrirtækinu sem rekið er í húsi foreldra hennar á Akra- nesi. Inni á skrifstofunni stendur svo eftirlætishúsgagn Tinnu og fundarborð mæðgnanna sem fjöl- skyldufaðirinn Grímar útbjó af stakri útsjónasemi. „Þessi borð- plata hefur orðið að mjög fjölnota húsgagni sem ég held mikið upp á,“ segir Tinna. karen@frettablad.is Mömmurnar funda við borðið frá pabbanum Tinna Ósk Grímarsdóttir, grafískur hönnuður og vefstjóri síðunnar mömmur.is, segir fundarborðið á heimilinu eftirlætishúsgagnið sitt. Það smíðaði pabbi hennar úr gömlum munum héðan og þaðan. Tinna Ósk Grímarsdóttir, ein þriggja driffjaðra vefsíðunnar mömmur.is, við borðið góða sem Grímar faðir hennar útbjó fyrir mæðg urnar til að nota sem fundarborð, skrifborð og hlaðborð undir kökur og góðgæti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÍTIÐ LÍFRÍKI AÐ VETRI Í sumar vöknuðu margir til vitundar um hve gott og gefandi það getur verið að rækta sínar eigin mat- jurtir. Með Aerogarden er hægt að stunda ræktun allt árið. Maður einfaldlega fyllir hann af vatni, kemur fræboxunum fyrir og stingur í samband. Innan skamms birtast tómatar, kryddjurtir eða jarðarber. Frekari upplýsingar má finna á grodurhus.is. Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 5670300

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.