Fréttablaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. september 2009 11 Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 London 2.-4. október 9.-11. október 3.-6. desember Malmö 2.-4. október 9.-11. október Flug til Kaupmannahafnar Aðeins bókanlegt á www.expressferdir.is og greiðist með VISA kreditkorti. Sölutímabil: 21.09.2009-30.09.2009 Berlín 9.-12. október 23.-26. október 13.-16. nóvember Verð frá: 49.900 kr. m.v. 2 nætur á mann í tvíbýli á Baywater Inn *** 2.-4. okt. Innifalið: flug með flugvallarsköttum og öðrum gjöldum ásamt gistingu með morgunverði. Verð frá: 59.900 kr. m.v. 2 nætur á mann í tvíbýli á Stayat Malmö, 2.-4. okt. Innifalið: flug með flugvallarsköttum og öðrum gjöldum ásamt gistingu með morgunverði. Lestarferð til Malmö ekki innifalin. Verð frá: 59.900 kr. m.v. 3 nætur á mann í tvíbýli á Hotel Gates**** 9.-12. okt. Innifalið: flug með flugvallarsköttum og öðrum gjöldum ásamt gistingu með morgunverði. Sértilboð fyrir VISA kreditkorthafa á helgarferðum með Express ferðum SÖFNUN Fulltrúar frá Ásbirni Ólafssyni ehf. færðu Mæðra- styrksnefnd 1.677 matvörur fyrir helgi. Styrkurinn tengist strika- merkjaleik sem fyrirtækið stend- ur að fyrir vörumerkið Knorr. Leikurinn gengur út á að safna tíu strikamerkjum af Knorr- vörum og setja í söfnunarum- slag sem send hafa verið inn á öll heimili. Dregið verður úr nöfnum allra þátttakenda hinn 30. októb- er og hljóta fimm heppnir safnar- ar 100.000 króna verslunarferð í Kringlunni. Fyrir hvert innsent umslag gefur Ásbjörn Ólafsson ehf. eina matvöru til Mæðrastyrksnefnd- ar. - kg Ásbjörn Ólafsson ehf.: Færðu Mæðra- styrksnefnd matvörur FULLT HÚS MATAR Fulltrúar Ásbjörns Ólafssonar ehf. gáfu matvörur. REYKJAVÍK „Þetta hús skiptir miklu fyrir sögu Reykjavíkur. Það er þarft að heiðra minningu Benedikts Gröndal og alls sem hann stóð fyrir varð- andi bókmenntir og vísindi, og eins hefur húsið mjög sérstaka þýðingu í bygg- ingarsögulegu tilliti. Því er mjög ánægjulegt að húsinu verði gert hátt undir höfði,“ segir Svanhildur Konráðs- dóttir, sviðsstjóri á menn- ingar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Gröndalshús við Vest- urgötu verður gert upp sem hluti af atvinnu- átaksverkefninu Völundarverk á vegum borgarinnar. Í kjölfarið verður settur aukinn kraftur í að finna húsinu lóð nálægt núverandi staðsetningu, að sögn Svanhildar. Húsið hefur verið í umsjá Minjasafns Reykjavíkur síðan 2006. Upphaflega stóð til að það yrði flutt í Árbæjarsafnið. Samkvæmt samþykkt menningar- og ferðamálasviðs flyst eignarhald hússins nú frá Minjasafninu yfir til framkvæmda- og eignasviðs borgarinn- ar. Endurgerð hússins fer fram í verkefninu Völundarverk, þar sem atvinnulausum fag- mönnum er boðið upp á námskeið og tíma- bundna vinnu við að gera upp gömul hús. Að sögn Svanhildar verður ytra byrði húss- ins endurgert við Vesturgötu, til að hægt verði að flytja það á öruggan hátt. Endurgerðin fari svo að mestu leyti fram á nýjum stað. Ekki liggi fyrir hvar húsinu verði fundin lóð, en til greina komi að flytja það vestur á Granda. - kg Sögufrægt hús verður hluti af atvinnuátaksverkefninu Völundarverk: Gröndalshús verður gert upp og flutt SVANHILDUR KONRÁÐSDÓTTIR GRÖNDALSHÚS Ekki liggur fyrir hvert húsið verður flutt. LÖGREGLUMÁL Lögreglan hafði afskipti af tveimur ungum veggjakroturum í Kópavogi fyrir helgi. Þetta voru fjórtán og fimmtán ára piltar með tvær töskur fullar af úðabrúsum. Haft var samband við forráðamenn þeirra og lagt hald á brúsana. Fjórtán ára stúlka var staðin að þjófnaði í Kringlunni fyrir helgi. Hún fór í mátunarklefa með tvær flíkur en skilaði bara annarri til baka. Hún var í hinni innan klæða og ætlaði út án þess að borga. Forráðamaður stúlkunn- ar var látinn sækja hana. Þá var stúlka á líkum aldri tekin fyrir þjófnað í verslun á Laugavegi. Henni var ekið til síns heima en þar var rætt við foreldra hennar. - jss Höfuðborgarsvæðið: Veggjakrotarar og þjófar teknir VEGGJAKROT Krotarar voru með fulla tösku af úðabrúsum. UMHVERFISMÁL Hafís norður- skautsins bráðnaði minna í sumar en gerst hefur í tvö ár, að sögn rannsakenda hjá bandarísku ísrannsóknastöðinni. Kaldara var á norðurskaut- inu á þessu ári en undanfarin ár og telja vísindamenn þessa þróun helgast af því. Ísþekjan þakti rúmar fimm milljónir fer- kílómetra núna í september en minnst hefur umfang hennar orðið 4,1 milljón ferkílómetra árin 2007 og 2008. Ein af ástæðunum fyrir aukn- um kulda er talin vera sú að skýj- aðra var á svæðinu í sumar en í meðalári. - asg Hafís á norðurskauti bráðnar: Minni bráðnun en síðustu ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.