Fréttablaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 20
21. SEPTEMBER 2009 MÁNUDAGUR6 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
Hjálpaðu
umhverfinu
með
Blaðberanum
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Nokkurs misskilnings gætir á
stundum hvort hús séu friðuð eða
vernduð. Á þessum hugtökum er
grundvallarmunur sem er reifað-
ur á vef Húsfriðunarnefndar www.
hfrn.is.
Í lögum er gerður greinarmunur
á friðun og verndun byggingararfs-
ins. Annars vegar er um að ræða
lög um húsafriðun, þar sem kveðið
er á um friðun húsa og hins vegar
skipulags- og byggingarlög, þar sem
kveðið er á um hverfisvernd. Hverf-
isvernd er skilgreind sem ákvæði
í svæðis-, aðal- eða deiliskipulagi
um verndun sérkenna eldri byggð-
ar eða annarra menningarsögu-
legra minja.
Á Íslandi eru hús friðuð af tveim-
ur ástæðum. Annars vegar vegna
aldurs og hins vegar hús sem ráð-
herra hefur friðað, að fenginni
tillögu frá Húsafriðunarnefnd. Í
lögum um húsafriðun segir meðal
annars að Húsafriðunarnefnd stuðli
að varðveislu byggingararfs þjóðar-
innar og metur hvaða hús er rétt að
friða hverju sinni og gerir um það
tillögur til menntamálaráðherra.
Samkvæmt sömu lögum eru öll
hús á Íslandi friðuð sem byggð eru
fyrir 1850 og allar kirkjur sem
byggðar eru fyrir 1918.
Á landinu öllu eru nú 404 friðað-
ar byggingar. Af þeim eru 258 frið-
aðar vegna aldurs og 147 friðaðar
með ákvörðun ráðherra eða sveit-
arstjórn. Á vef Húsfriðunarnefnd-
ar er að finna lista yfir öll friðuð
hús á landinu.
Friðað eða verndað?
Dómkirkja Reykjavíkur er meðal þeirra
404 húsa sem eru friðuð á landinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Eydís F. Hjaltalín hefur með
gagngerum endurbótum
umbreytt illa skipulagðri íbúð
í stílhreinar og fallegar vistar-
verur.
„Þetta var óneitanlega mikið rask,
en ég er heldur betur ánægð með
útkomuna,“ segir Eydís F. Hjalta-
lín kennari sem hefur á einum mán-
uði tekist að breyta illa skipulagðri
íbúð í snotur húsakynni. Eydís hafði
útsjónarsemi og hagsýni að leiðar-
ljósi við framkvæmdirnar.
„Ég flutti inn í íbúðina fyrir sex
árum. Þá lá fyrir að hana þurfti að
gera upp að einhverju leyti, enda
ekki mikið verið gert til dæmis
fyrir eldhúsið síðan hún var byggð
árið 1931,“ útskýrir Eydís. „Ég
lét loks slag standa fyrir mánuði
og réðst þá á eldhúsið. Ákvað að
færa það inn í borðstofu sem var
í illa skipulögðu rými og græddi
þar með herbergi. Og fyrst ég var
á annað borð að vinna í rafmagni
og hita lét ég gera upp baðherberg-
ið í leiðinni, sem var upprunalegt;
skipti út baðkari fyrir sturtu, flísa-
lagði og fleira.“
Eydís segist hafa verið búin að
kaupa mestallt efnið á síðustu árum
og lagt til hliðar til að geta greitt
iðnaðarmönnunum. Að öðrum kosti
hefði ekki komið til greina að hefja
endurbætur á íbúðinni. „Ég keypti
allt saman á útsölum og þótt kostn-
aður liggi ekki endanlega fyrir
gerði ég góð kaup. Iðnaðarmenn
var síðan erfitt að fá hér áður fyrr
þannig að ég beið bara þolinmóð og
það borgaði sig. Útkoman er mér að
skapi; látleysið ræður ríkjum og
plássið nýti ég til hins ýtrasta.“ - rve
Betra og nýtilegra rými
Eydís segist ánægð með útkomuna sem einkennist af ákveðnu látleysi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Við baðherberginu hafði ekki verið
hreyft síðan húsið var byggt árið 1931.
Það var því tími kominn á endurbætur.
Poppað er upp á stílhreint umhverfið
með litríkum og fallegum munum.
Fyrirhyggja skiptir öllu þegar staðið er
í framkvæmdum að mati Eydísar sem til
dæmis gleymdi að hugsa fyrir ljósum.Hver hlutur á sínum stað.
Eydís vill hafa sem minnst í kringum sig.
Eydís segist hafa lært ýmislegt af
endurbótunum og gefur lesend-
um Fréttablaðsins nokkur ráð::
● RÁÐ EYDÍSAR
Skipulag. Vertu búinn að kaupa
efni og því um líkt áður til að flýta
fyrir starfi iðnaðarmanna.
Nýting. Ekki henda gömlu
einfaldlega af því það er gamalt.
Margt er bæði nýtanlegt og flott.
Einfalt og látlaust. Búir þú í litlu
rými skaltu losa þig við óþarfa
skraut og annað prjál sem tekur
pláss.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
2