Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 16
8 STÚDENTABLAÐ Bárður Jakobsson formaður Stúdentaráðs: Frá stúdentum I. Sjálfstœðismálið. Á sínum tíma höfðu íslenzkir stúdentar forystuna í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þá sögu er óþarft að rekja hér, enda mun hún flestum kunn. Vettvangur þeirrar baráttu, sem lauk með setningu sambandslaganna 1918 var erlendis og átökin voru við erlend yfirráð. Þetta breyttist 1918. Baráttan fyrir endan- legu sjálfstæði þjóðarinnar, er nú háð með henni sjálfri og í hennar eigin landi. Það, sem nú er um að ræða, er það, hvort þjóðin sjálf fæst til að ákveða, hvort hún á að fá fullkomið sjálfsforræði í öllum sinum mál- efnum, eða hvort halda skal þá sömu braut, áð nokkru eða öllu leyti, sem farin hefir verið áíðan 1918. Eins og um hnútana er búið með 18. gr. sambandslaganna, er þess full þörf að mál- inu sé haldið vakandi. í þvi efni hafa stúd- entar alltaf verið á varðbergi í ræðum og ritum, einkum i sambandi við 1. desember, sem þeir hafa helgað sér sem hátíðisdag frá önd- verðu. Nýr skriður komst á sambandsmálið, þegar félag lýðræðissinnaðra stúdenta, „Vaka“, boðaði til almenns stúdentafundar um það í febrúar 1937, og var þar samþykkt svohljóð- andi ályktun: „Fundur háskólastúdenta, boðaður af „Vöku“, félagi lýðrœðissinnaðra stúdenta, lýsir yfir þeim eindregna vilja sínum, að ísland taki öll sín *mál í eigin hendur og segi sundur sambandinu við Dani, svo fljótt sem auðið er.“ Þessi samþykkt vakti allmikla athygli, m. a. í dönskum blöðum. Á almennum stúdentafundi, sem haldinn var í haust, kom það skýrt fram, að allur þorri stúdenta mun fylgjandi því, að íslend- ingar skríði úr hýðinu fyrir fullt og allt og ráði öllum sinum málum til hlunns á sitt eindæmi, eftir 1943. Uppsögn eða endurskoðun sambandslag- anna, einstök ákvæði þeirra eða greinar, verð- ur sleppt að ræða hér. Það hefir þegar oft ver- ið gert og jafnan með svipuðum niðurstöðum. Því verður frásögn ofanritaðrar afstöðu stúd- enta til málsins, sem mun vera almenn og óháð stjórnmálaskoðunum, látin nægja. íslenzkir stúdentar eru að vísu ekki stór hópur, en það er vert að veita samþykktum þeirra athygli. Margir þeirra, sem að ýmsum samþykktum standa og stóðu, verða og eru áhrifamenn í þjóðfélaginu, og því ekki alls kostar ósennilegt að þeir geti ráðið töluverðu um gang og úrslit mála, sem þeir hafa tekið afstöðu til sem stúdentar. II. Takmörkun á aðgangi að deildum Háskólans. í ræðu, sem prófessor Alexander Jóhannes- son hélt við setningu Háskólans, drap hann á það, að Háskólaráð hefði á prjónunum til- lögur um það, að takmarka skyldi aðgang að tveim deildum Háskólans, lækna- og laga- deild.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.