Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 17

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 17
STUDENTABLAÐ 9 Sigurður Bjarnason frá Vigur, fráfarandi formaður Stúdentaráðs. Þetta vakti þegar töluverða athygli í hópi stúdenta, og nokkrum dögum seinna hélt fé- lag lýðræðissinnaðra stúdenta, „Vaka“, fund um málið. Skömmu síðar hafði félag lögfræði- nema, „Orator“, fund um sama efni. Enn- fremur tók Félag læknanema málið til með- ferðar og loks var það tekið fyrir á almenn- um fundi háskólastúdenta. í „Vöku“, „Orator“ og á almenna fundin- um var meirihlutinn andvígur lokun, en fé- lag læknanna var heldur hlynnt takmörkun, þótt ágreiningur væri um hvaða aðferð skyldi beitt. Aðalrökin, sem fram hafa komið af hálfu „lokunarmanna", eru þau, að fjölgun lækna- og lögfræðinga, einkum þeirra fyrrnefndu, sé þegar gengin úr hófi fram og fyrirsjáan- legur voði sé á ferðum, ef allt verður látið sitja við sama. Um þetta er það að segja, að enda þótt mikið sé vafalaust rétt í því, þá hefir nár kvæmlega því sama verið haldiö fram annað veifið síðastliðin 20 ár og síðast 1934, að ég hygg, en sætti þá almennri andstöðu. Það má að vísu benda á, að fjöldi stúdenta ,í lækna- og lagadeild hefir farið mjög vaxandi hin síðustu ár. Einkum innritaðist mikill fjöldi stúdenta í þessar deildir s. 1. haust, en orsakir þess má rekja til stríðsins og alveg óvíst hvort, í mörg- um tilfellum, er um annaö en bráöabirgða- ráðstafanir þeirra, sem ekki sáu sér fært að sigla, að ræða. Nokkuð er það, að eftir langa og djúpa þögn um þetta mál, tekur háttvirt Háskólaráö snöggan kipp og boöar tvennt í senn, serh ó- neitanlega fer þó dálítið illa saman. Á öðru leitinu er sagt, að í ráði sé aö stofna nýjar deildir við Háskólann og taka hiria nýju byggingu til afnota þegar næsta haust, en á hinu er ráðgert að loka tveim deildum að nokkru eða öllu leyti. Með öðrum orðum á að grípa til þeirra hæpnu ráðstafana, að skella í lás við nefið á þeim, sem ekki eru komnir inn fyrir, en vildu gjarnan, einmitt þegar skilyrði virðast vera að skapast til þess, að aðsókn að lækna- og lagadeild takmarkist af sjálfu sér, vegna nýrra námsskilyrða og aukinna og stórum betri húskynna, samfara því að deildir þessar eru þegar svo skipaðar, að fyllilega má gera ráð fyrir, að menn veigri sér við því af sjálfs- dáðum að setjast í þær. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi, að Danir hafa ekki treyst sér til að loka læknadeildinni við Hafnarháskóla, og mun þó ástandið hafa verið alvarlegt þar. Hins- vegar hafa danskir læknar hafið kröftugan áróður gegn því að læknanemum fjölgaði, samfara því að upplýsa verðandi stúdenta ítarlega um ástandið. Þetta hefir borið þann árangur, að tala innritaðra stúdenta í lækna- deild hefir farið stórlega lækkandi. Þessari aðferö hefir ekkert verið sinnt hér. Mér vitanlega hefir því hvergi verið á: lofti

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.