Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 20

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 20
12 STÚDENTABLAÐ Stúdentar útskrifaðir úr Reykjavíkur-Menntaskóla vorið 1939. Myndin tekín í trjágarði Hressingarskálans. að flest þeirra þjást af uppdráttarsýki. Annað veifið kemur í þau fjörkippur, fundargerðar- bækur eru leitaðar uppi með mestu fyrirhöfn, rykið dustað af þeim og starfað af krafti um hríð. Svo vantar „vitamin“ og allt fellur í sama farið. Orsakir þær, sem verka lamandi á félagslíf stúdenta, eru margar. Fyrst má nefna hinn geysilega sæg félaga, á öllum mögulegum sviðum, sem eru starf- andi í ekki stærri bæ en Reykjavík. Ef stúdent hefir áhuga í einhverja sérstaka átt, er ofur eðlilegt að hann gangi í félag utan Háskólans, sem veitir honum margfalt betri skilyrði til þess að rækja hugðarefnið. í öðru lagi eru menn oft komnir í félög áður en þeir koma í Háskólann og farnir að starfa þar. Það er því lítil eða engin ástæða fyrir þá til þess að afrækja þann félagsskap, í því skyni að ganga inn í annað, sem lélegra er, og sem menn starfa ekki í lengur en 1—2 —5 ár. Þetta er það, sem gerir íþróttafélagi Háskólans meðal annars erfitt fyrir. Þá veldur það miklum örðugleikum í félags- lífi stúdenta, að í Háskólanum eru menn stöö- ugt að koma og fara og afleiðingin er sú, að engin verulega formföst stofnun getur mynd- azt. Jafnvel stúdentaráðið, sem þó situr og starfar að staðaldri, ber glögg merki um það stöðvunarleysi, sem leiðir af hinum stöðugu mannaskiptum. Annað,sem að mínum dómi veldur töluverðu

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.