Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 23

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 23
STÚDENTABLAÐ 15 Stúdentar útskrifaðir úr Akureyrar-Menntaskóla voriö 1939. stúdenta sé til þess íallið, að Garður væri gerður að uppeldisstofnun. Flestir stúdentar telja sig losna undan okinu þegar þeir eru lausir úr heimavistunum og hugsa sér gott til frelsisins og mundu því hugsa sig um, áður en þeir gengu undir nýjan aga. Aðalerfiðleikarnir eru fjárhagsörðugleik- arnir, sem gera stúdentum nauðsynlegt að flýta náminu sem mest. Þrátt fyrir þetta má að sjálfsögðu benda á ýmislegt, sem gera mætti með litlum kostnaði og án þess að það þyrfti að tefja námið. í þessu sambandi get ég ekki látið hjá líða að benda á, að íþrótta- iðkanir eru alltof litlar meðal stúdenta. Má vera, að þetta stafi nokkuð af því, að flest allir islenzkir stúdentar stunda líkamlega vinnu að sumrinu í stað þess, að víða annars staðar eru fríin frí, en ekki frestur til þess að vinna sér inn fé til framhaldsnáms næsta vetur. Þegar litið er til baka þessi fimm ár er ekki hægt annað en dást að þeirri ágætu um- gengni, sem stúdentar hafa sýnt á Garðinum, og efast ég um, að hún finnist betri annars staðar. Ósk min, Garðstjórnar og allra stúd- enta er,að hægt sé að halda húsinu svo í fram- tíðinni, að fyrirmynd sé að. Stúdentar eldri, sem yngri hafa sýnt það með rausnarlegum gjöfum til skreytingar húsinu, og öðru, að þeir vilja Garði vel. Að lokum vil ég lýsa því yfir, að þegar ég lít yfir þessi fimm ár, þá finnst mér vel af stað farið. Örðugleikana tel ég byrjunarörð- ugleika, nauðsynlega til þroska, og sé það rétt, þá heldur þróunin áfram og Garöur á eftir að verða íslenzkum stúdentum, og þá um leið þjóðinni, til mikils gagns í framtíðinni.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.