Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 26
18
STÚDENTABLAÐ
væri að hafa marga lækna á landinu? Ég
mundi segja, að hæfilegt væri, að við hefðum
100 lækna alls, sem svaraði til þess, að 1
læknir kæmi á hverja 1200 íbúa. Með því væri
séð fyrir læknum í öll héruð landsins, sem
eru alls 49, það er 48 fyrir utan Reykjavík. Þá
væri pláss fyrir 52 lækna í Reykjavík og öðr-
um kaupstöðum landsins, sem ætti að vera
meira en nóg. Þá er næsta spurning, hvað
myndum við þurfa að útskrifa marga lækna
til þess að geta haldið þessari tölu, nl. haft
100 lækna í landinu. Til þess að halda
við tölu 100 lækna í landinu, mundi verða
nægilegt að útskrifa 5 lækna á ári. Með því
móti er gert ráð fyrir, að læknafjöldinn end-
urnýist á 20 árum, og ætti það að vera meira
en nóg. En þá kemur n^esta spumingin, og
það er, hvað þyrfti að hleypa mörgum lækn-
um inn í deildina til þess að fá út úr henni
sem svarar 5 læknum á ári að meðaltali. Eftir
reynslu undanfarinna ára, myndi vera nóg að
taka inn í deildina á hverju ári 7 manns. Með
þeim læknafjölda, sem nú er fyrir í landinu,
myndi vel fyrir læknafjölguninni séð, með
því að taka inn 5 nýja menn á ári hverju.
Ég býst við, að flestir geti verið sammála um
það, að við höfum ekkert að gera við fleiri
lækna en þetta. Spurningin er þá sú, hvernig
yrði bezt framkvæmt að fá ekki fleiri lækna-
efni inn í deildina, og hvaða ráðstafana væri
hægt að grípa til í þeim tilgangi að fá stemmt
stigu fyrir þeirri fjölgun, sem þegar er orðin,
og sem verður of mikil og hlýtur að leiða til
vandræða, ef ekkert er að gert.
Sumir hafa stungið upp á því að loka lækna-
deildinni í 'hokkur ár. Það væri vafalaust ó-
hætt, vegan læknamenntunarinnar í landinu;
enginn efi á því, að landið myndi ekki vanta
lækna, þótt deildinni yrði lokað í 4—5 ár. En
þetta væri neyðarráðstöfun, sem hlyti að verða
illa séð hjá stúdentunum, sem útskrifast á
næstu árum og hafa ætlað sér að verða lækn-
ar, en finna öll sund lokuð. Eðlilegast væri
vafalaust, að Háskólinn gæti boðið upp á nógu
margar fræðigreinar, svo að stúdentafjöld-
inn dreifðist eðlilega og því fækkaði þeim,
sem koma í læknadeild, frá því sem verið
hefir. En þó er það enganveginn víst, að slík
ráðstöfun ein kæmi að haldi, því að sú hefir
orðið raunin á við flestalla háskóla erlendis,
þar sem úr nægilega mörgum fögum er að
velja, að stúdentarnir þyrpast allt of mikfð í
læknadeildirnar. Það væri því engan veginn
öruggt, þótt deildum yrði fjölgað við háskól-
ann, að stemmt yrði stigu fyrir offjölgun í
læknadeild.
Margir erlendir háskólar hafa gripið til þess
að takmarka aðganginn að ýmsum deildum.
Sérstaklega eru það lækna- og lagadeildir, er
hafa orðið fyrir slíkum takmörkunum, vegna
þess hve margir hafa sótt í þær. Komið hefir
til mála að grípa til slíkra ráðstafana hér,
en það sem virðist vera lang erfiðast í því
efni, er að finna aðferð til þess að velja stúd-
entana í deildirnar.
Það sem liggur lang næst og er vafalaust
einfaldast, er blátt áfram það að taka menn
eftir stúdentsprófseinkunnum.það er, að stúd-
entsprófið eitt verið látið ráða, og ekki yrðu þá
teknir hér aðrir en 5—7 árlega af þeim hæstu,
sem gefa sig fram til náms í deildinni. Þessi
aðferð má þó teljast óhæf. Því það mega allir
vita, að stúdentsprófið út af fyrir sig er eng-
inn mælikvarði á það, hversu vel stúdentinn
er fallinn til að verða læknir. Til þess að tak-
mörkunin yrði vel framkvæmd, þyrfti að velja
mennina með það fyrir augum, hvaða hæfi-
leika þeir hafi til þess starfs, sem þeir hafa
valið sér. Hvað læknunum viðvíkur, skal ég
játa, að ég hefi lengi haft augun á þeim
möguleika, að unnt væri að gera sér hug-
mynd um mennina áður en þeir koma í deild-
ina, reyna að sjá þá út, hve vel þeir myndu
duga sem læknar, og fá með því móti úrvals-
menn í stéttina.
Hér hefir komið til mála að takmarka inn-
ganginn í læknadeildina, en lítið hefir verið
rætt um, hvaða aðferð ætti að hafa. Ég hefi
verið því fylgjandi, að ef við tækjum upp
takmörkun hér, þá yrði það með nokkru öðru
móti heldur en hingað til hefir þekkzt hér á
landi. Ég vil n.l. alls ekki, að aðeins sé tekið