Stúdentablaðið - 01.12.1939, Síða 27
STÚDENTABLAÐ
19
tillit til þekkingarinnar einnar, þegar velja
skal læknaefni handa þjóðinni, og ég vildi
gjarnan ganga svo langt að setja viss skilyrði
fyrir inntöku í læknadeildina, þannig að hver
sem er geti ekki átt tækifæri til þess að verða
læknir.
Tökum t. d. bráðgáfaðan mann, sem hefir
komizt í gegn um læknanámið, af því að
hann er næmur, minnugur og skilnings-
góður, en hann er drykkfelldur, kæru-
laus, ágjarn, skortir alla ábyrgðartilfinn-
ingu og er yfirleitt litlum mannkostum búinn.
Slikur maður á ekkert erindi í læknisstarf.
Sem betur fer, hafa yfirleitt valizt góðir menn
i stéttina, og það sennilega vegna þess að
starfið er mannlegt frekar flestum öðrum og
kallar þvl frekar til sín menn, sem eru idea-
listiskt sinnaðir og háfa löngun til að verða
öðrum að liði. En þvi miður höfum við séð
einstaka menn slæðast innan um, sem við
hefðum óskað, að ekki hefðu orðið læknar,
þar sem við höfum séð, að þá vantaði mikið
til þess, sem læknirinn þarf að hafa, en þeir
hafa haft næga þekkingu til þess að standast
prófin og hafa þess vegna öðlazt réttindin.
Ég hafði því hugsað mér sérstakt fyrirkomulag
til þess að velja stúdenta í deildina, aðallega
byggt á aðferðum amerískra skóla í þessum
efnum. Þeir, sem ætla sér í læknadeild, ættu
að gefa sig sem fyrst fram að stúdentsprófi
loknu. Þá tækju fulltrúar læknadeildarinnar,
e. t. v. tveir menn, ásamt einum útnefndum
af Læknafélagi fslands, allar umsóknir til at-
hugunar. Þessi nefnd tæki sér síðan fyrir
hendur að afla sér upplýsinga um hvern ein-
stakan umsækjanda, með því að tala við
kennara þeirra og aðra, sem þekkja þá, kalla
stúdentana til sín og reyna með því móti að
skapa sér álit á þekkingu þeirra, hæfileikum
og mannkostum. Síðan fengi hver stúdent
sína einkunn, sem hæst gæti orðið 100 stig,
og væri hún fengin þannig, að þekkingin
reiknaðist allt að 50 stigum, en allir aðrir
eiginleikar allt að 50 stigum í viðbót, og kæmi
þar aðallega til greina dugnaður, iðni, reglu-
semi, þolinmæði og þrautseigja, framkoma
og viðmót og e. t. v. sérstakir hæfileikar, sem
borið hefði á o. s. frv. Þegar dæmt væri um
þekkingu, gæti vel komið til greina, að leggja
meira upp úr einu fagi en öðru, einkum ef
stúdentinn hefði sýnt hæfileika í þeim fögum,
sem læknirinn þarf helzt á að halda, svo sem
náttúrufræði, eðlisfræði, stærðfræði o. s. frv.
En þeir, sem ekki næðu 50 sfeigum, fengju
ekki inngöngu.
Sá siður er að komast á við marga háskóla,
og ekki sízt við menntaskólana, að halda kort
yfir hvern einstakan nemanda, sem gefur
hugmynd um feril hans, ekki aðeins í nám-
inu, heldur einnig um ýmsa aðra hluti, sem
geta haft sína þýðingu viðvíkjandi námi hans
og starfi seinna meir. Þar er til dæmis getið
um, hvort hann er hneigður fyrir ritstörf,
músik eða aðrar listir, hve duglegur hann er
að vinna fyrir sér og margt fleira, sem gefur
manni hugmynd um manninn.
Ef við fengjum slíkar skýrslur vel haldnar,
frá menntaskólunum, myndu þær að tölu-
verðu leyti geta létt fyrir þeim, sem seinna
eiga að velja úr stúdentunum.
Ég efast ekki um að margir geta fundið
mikið út á þessar tillögur að setja, og vlst
er um það, að mikið þyrfti að læra af reynsl-
unni i þessum efnum, en ég býst við að ein-
hverntíma verði að byrja á þessari stefnu,
til þess að velja menn til starfa í þjóðfélaginu.
Og þá er eins gott að byrja fyrr en seinna.
Margir munu efast um, að slík aðferð sem
þessi væri framkvæmanleg hér, þar sem allir
þekkja alla, og kunningsskapurinn myndi ráða
miklu í slíku vali. Það kann að vera, að ein-
hver mistök yrðu þess vegna í framkvæmdinni,
en á hinn bóginn er á það að líta, að einmitt
það, hve allt er hér gagnsætt vegna mann-
fæðarinnar, gerir mönnum hægara að fylgjast
með hverjum einstökum og fá betri upplýsing-
ar heldur en erlendis, þar sem margmennið er
svo mikið og því erfiðara að fá allar upplýs-
ingar um mennina. Hitt er víst, að háskóla-
kennararnir eiga það víst, ef að þeir eiga að
framkvæma slíkt val, þá verða þeir verst út
úr því sjálfir, því slíkt myndi alltaf verða illa