Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 29

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 29
21 STÚDENTABLAÐ landamærum sínum. Sovét-Rússland er líklegt til þess að takmarka stuðning sinn við Hitler við þaö, að Þýzkaland verði ekki alger sigur- vegari, því að undir þeim kringumstæðum er ekkert liklegra en að Þýzkaland sneri vopn- um sínum á hendu'r Sovét-Rússlandi. Þess vegna er Stalin það undirniðri hjartanlegt ánægjuefni, að Sambandsþjóðirnar Bretland og Frakkland slíti upp hernaðarvél Þýzka- lands og slíti sjálfum sér út um leið. Þrátt fyrir stuðninginn við Þýzkaland hefir Rúss- land enga löngun til að berjast við Vestur- veldin, það mundi aðeins gera Hitler sterkari, en veikja um leið aðstöðu þess sjálfs í Asíu. ítalska stjórnin óskar þess auðsýnilega, að bæði Bretland og Hitler biði stórkostlega hnekki í styrjöldinni, og hún óskar þess að sjá skorður reistar við útþenslu og yfirdrottn- un Sovét-Rússland. Ósigur Hitlers má samt, frá ítölsku sjónarmiði, ekki vera alger og ó- bætanlegur. Ítalía vill sjá Þýzkaland, sem hef- ir verið veikt til muna, en vill samt ekki missa þenna pólitíska samherja sinn með öllu. Hinn sameiginlegi hugsunarfræðilegi grundvöllur ítalska fasismans og þýzka nazismans með ná- inni samvinnu milli ríkjanna, er Ítalíu í aðra röndina mikill styrkur í baráttunni fyrir stór- veldastefnu sinni. Þess vegna vill Ítalía vin- samlegt Þýzkaland, sem er ekki sterkara en svo, að það er pólitískt háð Ítalíu. Hinsvegar er ósigur Bretlands skilyrði fyrir því, að Ítalía geti náð yfirrráðum á Miðjarðarhafi og leitt í framkvæmd höfuðstórveldisstraum fasista um endurresn hins forna Rómaveldis. Hér við bætist enn, að ítalska stjórnin gerir sér fylli- lega ljóst hver hætta henni stafar af þýzk- rússneska hlutleysissáttmálanum. Hann opn- ar Sovét-Rússlandi ótakmarkaða möguleika til þess að beita áhrifum sinum á Balkan- skaga, en það rekur sig óhjákvæmilega á stórveldishagsmuni Ítalíu og drauminn um hið forna Rómaveldi. Hér við bætist enn, að á Ítalíu hefir komið fram greinilegur ótti við það, að Þýzkaland verði innan frá herfang kommúnismans, sem vitanlega er einn af óskadraumum Stalins, en af þessu mundi stjórnarfari Mussolinis stafa meiri hætta en af nokkru öðru. Loks má ekki gleyma því, að álit Mussolinis hefir þegar beðið talsverðan hnekki í afskiptum hans af málum Þýzka- lands. í fyrsta lagi vegna hinnar hröðu þýzku útþenslu, sem algerlega hefir ýtt honum sjálf- um í skuggann, og í ööru lagi með því að eitt stærsta skrefið, sem nasisminn hefir tekið á sinni pólitísku braut, það er að segja samn- ingurinn við Sovét-Rússland, er gerður að öllu án vitundar og íhlutunar Mussolini. Ekkert væri honum því kærkomnara en að fá að nýju tækifæri til þess, að verða sá, sem hefði ráð Þýzkalands að einhverju verulegu leyti í hendi sér. Um afstöðu Bandaríkjanna er í raun og veru enginn vafi og sýnir afnám vopnaút- flutningsbannsins það betur en nokkuð ann- að. Bandaríkin breyta hlutleysislögum sínum, og heimila að flytja vopn og hergögn úr landi og selja til ófriðarþjóðanna. Jafnframt er það tilkynnt, að þetta góss verði ekki flutt á skip- um Bandaríkjanna heldur verði kaupandinn að sækja það á sínum eigin skipum: Þetta sýnist vera hlutleysi og öllum gert jafn hátt undir höföi en er í raun og veru ekki annað en yfirskin. Þjóðverjar hafa engin tök á að senda skip yfir Atlantshaf til hergagnakaupa í gegnum greipar hins enska og franska flota. Þetta þýðir með öðrum orðum, að Bandaríkin vilja sigur Bretlands og Frakklands, og að brezka heimsveldið haldi núverandi aðstöðu sinni. í Wasington gera’menn sér fulla grein fyrir því, að ef lýðræðisríkin í Evrópu bíða frekari hnekki þá er þess skammt að bíða, að hjá nazistum og fasistum og þeim ríkjum, sem ráðið er af þessum stefnum, vakni upp stór- felldir draumar um áhrif og íhlutun á megin- landi Ameríku. Ef gert er ráð fyrir ósigri Bretlands og Frakklands, horfir málið þannig við frá sjónarmiði Bandaríkjanna, að ekkert er líklegra en að þeim lendi fyrr eða síðar saman, hinum sigrandi Hitler og hinum mátt- uga Stalin. En það myndi jafnframt þýða, að Japan væri frjálst að gera nákvæmlega það sem því þóknaðist í Kyrrahafinu. En þá er

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.