Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 30
22
STUDENTABLAÐ
Vegna stríðsins
Já, sannlega’ er mannanna illska nú óskapleg,
í útlöndum heyja þeir styrjöld og drepa hvern annan.
Svo fólslegan ófrið í svínunum segi eg:
Sjáðu, minn kœri, það œtti sko klárlega’ að bann’ ’ann.
Og ekki er nóg, að þeir andskotist úti þar,
og úthelli saklausu blóði á nótt sem degi;
því jafnvel hér heima er andstreymi allskonar,
og ömurleikinn á gandreið á förnum vegi,
Og ólukku dýrtíð og kreppa, sem kvelur oss
og kuldinn í veðrinu bœtist svo ofan á þetta
et ubi sumus ibi nunc etiam mors
og alltaf er verið að svíkja mann eitthvað og pretta.
Svo sárlega blankur víst enginn hér áður var,
né auðnan svo hverflynd við stúdentahópinn á Garði,
og aldregi minna af aqua vitae þar
og aldregi meira þar neinn við sig lúxusinn sparði.
En hvernig nú svo sem er ástatt um okkar hag,
þá erum við fúsir að leysa úr hvers annars klípu,
og því finnst oss grátlegt að geta’ ekki dag eftir dag
gefið svo mikið sem vini sínum í pípu.
Hér sitjum við Geiri og glápum á allsleysið,
og galtómar pípurnar sitt út í loftið hvað benda.
Hvenœr fœr maður tóbak og hvenœr frið
og hvenœr taka vandrœði manna enda? E xt er nu s.
líka svo komið, að veggur nágrannans brenn-
ur fyrir Bandaríkjunum.
Að því er snertir Japan, er það sá aðili, sem
minnst myndi græða á hreinum sigri hvors
styrjaldaraðila um sig. Fullkominn ósigur
nazismans á Þýzkalandi, myndi gefa Sovét-
Rússlandi stór-aukin áhrif og vald í Asíu og
sigrandi Bretland mundi hafa ráð á að halda
svo sterkan flota í Kyrrahafinu, að hann væri
þess megnugur, að hafa gát á hverri hreyf-
ingu Japana. Og þó er ekki ósennilega til
getið, að óttinn við vaxandi vald Sovét-Rúss-
lands í Asíu, sem óhjákvæmilega myndi leiða
af fullkomnum ósigri Þýzkalands, geri það að
verkum, að í hjarta sínu óski Japan Þýzka-
landi sigurs. En það má ekki taka of fljótan
tíma. Bretar verða að eiga í langri styrjöld,
til þess að Japanir geti haft næði til þess að
tryggja sem bezt aðstöðu sina í Kyrrahafinu
og helzt að ná þar undir sig brezkum yfirráða-
svæðum.
Þetta virðast þá vera helztu óskir og mark-
mið hinna hlutlausu. Japan og Ítalía eru
sammála um það, að vilja reisa skorður við
hinu rússneska valdi og um þau er eins ástatt
að því leyti, að bæði tapa nokkru, hvor aðili
sem vinnur.
Bandaríkin og Sovét-Rússland eru sammála
um það, að stemma stigu fyrir vaxandi valdi
Japana, og þetta þýðir það, að innan vissra
takmarka óskar Sovét-Rússland ekki eftir að
sjá Bretland eyðilagt að svo stöddu.