Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 31

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 31
STÚDENTABLAÐ 23 Th. Smith, stud. jur.: Norræna stúdentamótið 1939 i. Það hefir falið í minn hlut að lýsa að nokkru norræna stúdentamótinu, sem haldið var í Oslo dagana 23.—27. júní sl. Mót þetta var hið fimmta í röðinni. Hið fyrsta var haldið í Uppsölum 1875, en síðan leið hálf öld þar til þau voru tekin upp að nýju, en árið 1925 var stúdentamót í Oslo, 1928 í Stokkhólmi, 1930 hér í Reykjavík, 1935 í Kaupmannahöfn og loks nú í sumar í Oslo. Var í upphafi ætlazt til, að mótið yrði að þessu sinni haldið í Helsingfors, en af or- sökum, sem mér eru ókunnar, fórst sú fyrir- ætlun fyrir og norska stúdentasambandið annaðist mótið. — Töluverðan undirbúning þurfti við þátttöku i mótinu. í þvi skyni var kosin nefnd og skipuðu hana þeir Axel V. Tulinius, stud. jur., Magnús Már Lárusson, stud. theol. og undirritaður. Var unnið kapp- samlega, því tími var naumur til stefnu, en verkið seinunnið. Ráðstafanir okkar í sam- bandi við utanförina voru torveldar, bæði vegna hörguls á hagkvæmum skipaferðum og síðast en ekki sízt vegna gjaldeyrisvandræða. En svo fór þó að lokum, að ríkisstjórn og gjaldeyrisnefnd brugöust vel við og létu okkur í té nauðsynlegan farareyri Þess ber og að Skrúögangan til setningar mótsins hefst.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.