Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 32

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 32
24 STÚDENTABLAÐ geta, aS Vilhjálmur Finsen sendisveitarfull- trúi í Osló reyndist okkur hin mesta hjálpar- hella og fyrir hans atbeina var því til leiðar komið, að við fengum að greiða heimför okkar með „Lyra“ í íslenzkri mynt og var okkur hin mesta búbót að þessu. Ég vil nota . tækifærið til þess að færa ríkisstjórn, gjald- eyrisnefnd, Vilhjálmi Finsen og öllum þeim, sem á einhvern hátt greiddu götu okkar ís- lenzku þátttakendanna. — Lagt var af stað héðan þ. 15. júní með „Lyra“ og voru þátttakendur þessir stúdentar: Adolf Guðmundsson, Axel V. Tulinius, Einar Magnússon, Gústaf Ólafsson, Hannes Þórarinsson, Haukur Classen, Skúli Guðmundsson, Stefán Ólafsson, Thorolf Smith, Þórður Björnsson, Þormóður Ögmundsson, Þórólfur Ólafsson. í Oslo bættust við í hópinn þau: Guðrún Tulinius, Iðunn Eylands, Inga Hallgrímsdóttir, Ástvaldur Eydal, Geir Þorsteinsson, Jónas Haralz. Vorum við því alls 19 íslenzkir stúdentar á mótinu og má það teljast mjög góð þátt- taka, þegar þess er gætt, hve langt ferða- lagið er, að ógleymdum gjaldeyriserfiðleik- unum. Enn skýrar má þó sjá, að þátttaka okkar var góð þegar þess er gætt, að íslend- ingar eru ekki nema 0,6% af íbúatölu Norð- urlandanna fimm, en á mótinu vorum við 19 af 625, eða full 3%. Alls sóttu mótið 625 stúdentar, sem skiptust þannig eftir þjóðum: Danir.......... 166 Finnar .......... 75 íslendingar .... 19 Norðmenn ...... 288 Svíar ........... 77 Er það eftirtektarvert, hversu fáir Svíar voru, langfjölmennasta þjóðin, og áttu stytztu leið til mótsins, en ekki er mér kunnugt um, hverjar orsakir lágu til þess.'— Fararstjóra kusum við Einar Magnússon, menntaskólakennara. Skal það strax tekið fram, að Einar reyndist hinn bezti félagi og undum við forsjá hans ágæta vel. — Við komum til Bergen þ. 19. júní um nón- bilið eftir tíðindalitla sjóferð. Létum við flytja pjönkur okkar á Hótel Rosenkrantz, en þar ætluðum við að gista um nóttina og fara síð- an með morgunlestinni til Oslo til þess að sjá hina rómuðu náttúrufegurð Bergens- brautarinnar við dagsbirtu. Hotel Rosen- krantz, sem flestir íslendingar, sem komið hafa til Bergen, kannast við, er rétt við höfn- ina, steinsnar fyrir ofan „Þýzku bryggju". Við notuðum daginn til að skoða það, sem markvert er í Bergen. Fórum upp á „Flöien“ með dráttarbrautinni. Þar uppi er dýrðlegt útsýni yfir borgina og skerjagarðinn þar fyr- ir utan. Síðan var skotið á ráðstefnu á hótelinu og hringt til Oslo og haft tal af undirbúnings- nefnd mótsins. Báðum við um, að sendur yrði maður til að taka á móti okkur á brautar- stöðinni. En okkur var svarað, að þeir myndu ekki senda mann, heldur heilan hóp manna til þess að fagna okkur við komuna. Þetta voru fyrstu beinu kynni okkar af norskum stúdentum og þau reyndust líka sönn, þvi velvild og alúð var okkur sýnd allt frá byrj- un til enda. II. Sökum rúmleysis í blaðinu kemst ég ekki hjá því að sleppa ýmsu, sem annars hefði gjarnan mátt vera í þessum greinarstúf. Ég verð því að stikla á stærstu steinunum og lýsa því stuttlega, sem fyrir bar, séð frá mín- um bæjardyrum. — Þegar komið var til Oslo um kvöldið, voru þar fyrir 20—30 stúdentar, sem buðu okkur velkomna og tókust strax ágæt kynni með okkur. Fylgdu þeir okkur síðan á gististaðinn. Af plöggum þeim, sem okkur höfðu verið send,

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.