Stúdentablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Qupperneq 33

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Qupperneq 33
STÚDENTABLAÐ 25 vissum við, að við áttum að búa á Akerhus- kastala meðan á mótinu stæði. En þar sem við komum fyrstir, og tveim dögum áður en mótið skyldi hefjast, hafði verið samið við hina ágætu stofnun „Pension Sol“ í Eckers- berg-götu, um gistingu þar til við gætum flutt á Akerhus. En okkur líkaði engan veg- inn við téða stofnun, því það kom á daginn, að við urðum að vera 2 og 3 í herbergi saman og kostaði næturgistingin 3 kr. fyrir mann. Þótti okkur það bæði dýrt og óhentugt. En sleppum því. Var okkur úthlutuð prentuð dagskrá mótsins, kort yfir Oslo og söngva- hefti. í því voru þjóðsöngvar Norðurland- anna og ýmsir stúdentasöngvar, og þar á með- al þessi, sem ortur hafði verið í tilefni af mótinu og síðar var mjög mikið sunginn und- ir laginu „Tan Brown’s Baby“: Vi ha kommit frán de tusen sjöars land, frán Sveriges rike, — og fra Danmarks blide Strand, i fra Sagaöya lysende der nord og synger oss med Norge sammen i Studenterkor: Refr.: La ungdomssangen festlig klinge, og bud og frendehilsen bringe. La Norden vise veien hvor vi skal dra hen; — og la oss snakke sammen slik svo venn til venn. Auk þess var öllum þátttakendum mótsins fengið lítið kringlótt nafnspjald, sem nælt var á áberandi stað á fötum manns, en á spjaldið skyldi letrað nafn og ættland. Með þessu móti þurfti maður aldrei að kynna sig formlega, heldur var bara litið á spjaldið og síðan þúast. — Næsta morgun kom blaða- maður frá stórblaðinu „Aftenposten“ og bauð okkur í bíltúr. Ók hann með okku'r um borgina og sýndi okkur ýmsar merkar byggingar, svo sem ráðhús það hið mikla, sem nú er verið að reisa niðri við höfnina. Er það hið mesta bákn, með tveim risavöxnum turnum og mun eiga að kosta um 30 milj. kr. Síðan bauð hann okkur upp á „Skansen“, sem er alþekktur úti- skemmtistaður Oslo-búa, og veitti bjór, og var hann vel þeginn, því heitt var í veöri og mollulegt. Tók hann þar myndir af okkur, sem birtust í „Aftenposten“ sama dag ásamt greinarkorni, undir fyrirsögninni: „De förste pá skansen". Loks var haldið heim á „Sólar- hótelið“, allt góss tekið saman og ekið út á Akerhus kastala. Var okkur komið þar fyrir í leikfimissal og hermannaskálum. Akerhus er ævafornt virki, og eru elztu hlutar þess frá því um 1300 en hina núverandi mynd sína fékk það á dögum Kristjáns 4. Þótti virkið rammbyggilegt mjög fyr á öldum og hefir hrundið af sér mörgu áhlaupinu áður fyrr. Nú á tímum hefir Akerhús enga hernaðar- lega þýðingu lengur, en þó er þar hervörður og setulið. Þar er og fangelsið „Akerhus Lands fengsel“, en það mun líka vera orðið gam- alt og úrelt. Þar sátu forðum ýmsir dánu- menn, sem var illa við kvaðir og skyldur þjóðfélagsins, svo sem Óli Hálendingur, sem að sögn var hinn mesti afreksmaður í sinni grein, en hann var mjög riðinn við grip- deildir. En skuggar fortíðarinnar, umsátur, þjófar og morðingjar, voru óralangt frá hug- um hinna 200 norrænu stúdenta, sem fylltu sali og skála Akerhus-virkis þennan júní- dag 1939. III. Svo rann upp 23. dagur júnímánaðar, fyrsti dagur mótsins. Þátttakendur allir komu sam- an á Akerhus og fylktu liði. Fremst í fylkingu voru þjóðfánarnir og þá stúdentafélagsfán- arnir. Við höfðum nýjan íslenzkan silkifána meðferðis og hjörtun slógu ósjálfrátt hraðar í brjóstum okkar, er við sáum fallega íslenzka fánann okkar blakta þarna við hlið hinna norðurlandafánanna. Við fundum greinilega til þeirrar einingar og samhuga, sem nú ríkir meðal hinna fimm fullvalda ríkja Notður- landa. — Hinar svörtu stúdentahúfur norsku stúdentanna voru í meirihluta í fylkingunni, en það var samt eins og þeir drukknuðu inn- an um hvítar húfur Dana, Svía, Finna og ís- lendinga. Síðan var lagt af stað og lék lúðrasveit stúdenta- og hermanna-göngulög undir göngunni. Veður var ekki hið ákjós- anlegasta, skýjaður himinn og hálfgerð- ur suddi í lofti, en þó rigndi ekki á meðan á göngunni stóð. Var fylkingunni tek- ið með miklum fagnaðarlátum hvar sem við

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.