Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 34

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 34
26 STÚDENTABLAÐ Frá sJcrúðgöngunni. fórum, gluggum og hurðum var hrundið upp og kveðjum var kastað á okkur hvaðanæfa. Loks var numið staðar fyrir utan háskólann á Karl Johans-götu, en hin hátíðlega setn- ing mótsins átti að fara fram í hátíðarsal háskólans. Salurinn, sem er hinn skrautleg- asti, var troðfullur. Fremstir sátu þar Ny- gaardsvold forsætisráðherra, Hjelmtveit, kennslumálaráðherra, rektor Osloháskóla og margt annað stórmenni. Svo hófst mótið á því, að hljómsveit lék hátíðaljóð, formaður Norsk Studentsamband, E. Steen-Olsen, hrm. setti mótið með stuttri ræðu. Síðan las skáld- ið Överland „prolog“, snilldarvel gerðan og fluttan, en þó þótti mörgum hann helzti áróðurskenndur, sem var öldungis óþarft á þessum stað og stund. Síðan ávarpaði rektor háskólans, Didrik Arup Seip, stúdentana með snjallri ræðu. Þá flutti kennslumálaráðherra Norðmanna, Hjelmtveit, ávarp, og síðan komu ávörp hinna kennslumálaráðherranna gegn- um útvarpið. Loks flutti einn stúdent frá hverju landi örstutta xæðu og þakkaði fyrir boðið á mótið. Talaði undirritaður af hálfu ís- lenzkra stúdenta. Þar með var setningarhá- tíðinni lokið. Fór athöfnin mjög virðulega fram. Um kvöldið hafði verðið boðað til Jóns- messuhátíðar þar sem heitir „Signalen“, utar í Oslofirðinum. Var farið á litlu gufuskipi, sem leigt hafði verið til fararinnar. Skipið, sem var skreytt fánum Norðurlandaþjóðanna. fylltist brátt af stúdentum og var þá lagt frá bryggjunni undir dynjandi húrrahrópum, söng og gleðskap. Okkur fannst tíminn fljót- ur að líða, er við liðum þarna út lygnan fjörð- inn, allir voru í svo góðu skapi og allt skipið kvað við af söng og hlátursköllum og hinum fimm tungum Norðurlanda. Á hólmum og skerjum var kynt bál, og hvert sem litið var, sást skin af eldum og kyndlum. Víða sigldum við svo nálægt, að glöggt mátti heyra. snarkið í eldinum í kvöldkyrrðinni. Loks var komið á áfangastað. Þar var margt til skemmtunar, svo sem keppni í öldrykkjm Töldu flestir, að Dönum væri sigurinn vís, því þeir eru, sem kunnugt er, þaulvanir öl- drykkju. Fór keppnin þannig fram, að 5 stú- dentar frá hverju landi stóðu í röð og hélt hver á ölflösku. Síðan var merkið gefið og er einn hafði lokið úr flöskunni átti hann að halda henni á hvolfi yfir höfði sér, til merkis um að flaskan væri tóm, og tók þá næsti við og síðan koll af kolli. Þetta var því einskon- ar „boðhlaup“. Það vakti almenna undrun að Danir urðu ekki nema nr. 3 en Norðmenn unnu, en við urðum nr. 2. Þótti okkur það vel gert því enginn okkar hafði tekið þátt í slíkri keppni áður, en þær munu algengar annarsstaðar á Norðurlöndum. Fyrir vikið sæmdu Danir okkur orðu, „fyrir frábært afrek í öldrykkju“. Var það minnispeningur frá Carlsberg-brugghúsinu alkunna. Þótti þetta hin bezta skemmtun og var hrópað marg- fallt húrra fyrir þátttakendum. Var síðan haldið heimleiðis um 1 leytið um nóttina. Var það mál manna, að hátíðin hefði tekizt vel, nema það, að allir virtust á eitt sáttir um það, að hún hætti of snemma. — Daginn eftir var umræðufundur í hátíðasal háskólans og var dagskrárefnið: Norðurlönd og Evrópa. Var einn framsögumaður frá hverju landi. Af okkar hálfu talaði Einar Magnússon. Mæltist Einari ágætlega. Lýsti hann viðhorfi okkar íslendinga til hinna Norðurlandanna og rakti nokkuð sérstöðu þá er ísland hefir, bæði vegna legu landsins,

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.