Stúdentablaðið - 01.12.1939, Qupperneq 39
STÚDENTABLAÐ
31
Stúdentum ætti því aö vera innan handar,
að gera Þingvallaferðina og Rússagildið að
hollum og fögrum gleðivenjum, jafnvel án
þess að bjóða Bakkusi með. En vilji þeir hafa
hann, þá verða þeir að undiroka goðið þann
daginn, í stað þess að bera honum vit sitt
og fegurð að fórn.
Ég sný mér nú að síðustu orsök tómlætis
stúdenta í bindindismálum.
Þar sannast hið fornkveðna: „Að vandinn
eykst með vegsemd hverri.“ Hver einasti
stúdent, sem vill vera álitinn sæmdarmaður,
verður að gera sér ljóst, að hann er háður
ábyrgð gagnvart þjóð sinni og skóla sínum.
Þeirra heiður er hans heiður. Þeirra fyrirlitn-
ing hans fyrirlitning.
Flestir stúdentar gera þá kröfu sjálfrátt
eða ósjálfrátt, að vera álitnir standa fjöldan-
um framar að þekkingu og menningu yfir-
leitt. Þess vegna verða þeir að krefjast þess
af sjálfum sér, að þeir traðki aldrei það álit
undir fótum, með ógeðslegri eða ruddalegri
framkomu. Hver stúdent, sem reynir af al-
efli að verða skólanum og þjóð sinni til sóma,
er virðingarverður. Geri hann það ekki, er
hann þeim mun auðvirðilegri, sem hann veit
og skilur viðhorf 'lífsins öðrum betur. Enginn
nemenda Háskólans má heldur gleyma, að
hvert augnablik skólatímans ber honum að
nota þannig, að hann uppskeri sem mestan
þroska, til þess að vinna síðar að heillum al-
þjóðar í erfiðri og vandasamri þjónustu rik-
isins. Til þess fær hann ókeypis fræðslu,
styrki og ýms forréttindi. Hverja stund, sem
hann gleymir að nota tímann þannig, svíkur
hann bæði sjálfan sig og aðra. Af stúdentum
er þess vænzt, að þeir geti haft forystu á
ýmsum ábyrgðarmestu sviðum þjóðlífsins að
embættisprófi loknu og jafnvel fyrr. Þetta er
mikilsvert atriði, sem þeir verða að muna.
íslenzka þjóðin fámenn og fátæk þolir það
illa, að vökumenn hennar sofi á verðinum.
En hlutverk stúdenta er öllu öðru fremur að
vera vökumenn og vaxtarbroddur menningar,
víðsýni, framsækni og dáða. Það er að miklu
leyti á þeirra valdi, hvort þjóðinni munar
áfram eða aftur á bak, hvort heldur á sviði
atvinnulífs, tækni, vísinda eða lista. Þótt at-
vinnulífið hafi hingað til um of legið utan
athafnasviðs þeirra.
En auk þessa eru stúdentar oft hafðir að
fyrirmyndum meira en marga grunar. Stúlk-
urnar taka samkvæmi þeirra fram yfir önnur.
Ef til vill þessvegna telja piltarnir þá eftir-
breytnisverða. Ætli sumar dömurnar settu
ekki upp hundshaus, væri þeim boðið tóbak
og vin, ef aðeins skríll og skrælingjar hefðu
slíkt um hönd?
En ekki er því að heilsa. Það er hið svo-
nefnda fína fólk og menntaða, sem skapar
þessa nautnatízku. Hugsunarlaust fólk apar
eftir. Þeir, sem gera það ekki eru litnir horn-
auga fyrir hjárænuskap.
Og að síðustu, íslenzkir stúdentar, verið
sjálfstæði ykkar og menningu trúir. Ekki yfir-
borðssjálfstæði og sýndarmenningu hræsnara
og uppskafninga, heldur þeirri göfgi, sem ís-
lenzk mold getur æðsta veitt og þeirri blessun,
sem fegurst er framborin á bænarörmum, af
íslenzkri móðúr barni sínu til handa.
Látið Háskólann verða fegurstu heilla- og
frelsisstjörnu þjóðarinnar á öllum sviðum,
ekki síður í bindindismálum en annars staðar.
Takið höndum saman og berjist með óskertum
kröftum æsku og fórnarlundar, gegn öllu
myrkri, áþján, viðurstyggð og böli, hvort sem
það á rætur í eigin sál, eða læðist að á uglu-
vængjum gráðugra frelsisræningja. Samein-
umst öll í óskinni: Blómgist Háskóli íslands
í nútíð og framtíð.
FRÁ RITNEFND
Samstarf ritnefndar hefir verið hið ákjós-
anlegasta, og ekki komiö til neins alvarlegs
ágreinings.
Forsíðumynd er teiknuð af Stefáni Jónssyni.
Skopmyndir I annálnum teiknaði Jóhann
Bernhard, en myndina af fráfarandi for-
manni Stúdentaráðs Stefán Jónsson.
Ritnefndin kann öllum þeim, sem á einn
eða annan hátt hafa stutt að útgáfu blaðsins,
beztu þakkir.
Árelíus Níelssón. Gunnar Gíslason.
Sigurgeir Jónsson.