Stúdentablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Qupperneq 40

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Qupperneq 40
32 STÚDENTABLAÐ Lúðvig Guðmundsson: Almenn upplýsingaskrifstofa um nám erlendis Upplýsingaskrifstofa Stúdentaráðs Háskóla íslands var stofnuð árið 1921. Aðalhlutverk hennar hefir verið að leiðbeina og aðstoða ís- lenzka stúdenta og kandidata, er utan hafa farið til náms eða framhaldsnáms. Að þessu starfi hefir skrifstofan nú unnið með góðum árangri i átján ár, og hafa flestir íslenzkir stúdentar og fjölmargir þeirra kandídata, sem á þessum árum hafa stundað nám erlendis, notið margvíslegrar aðstoðar hennar. Þegar á fyrstu árum sínum fékk skrifstofan því framgengt, að íslenzkir stúdentar, sem ferðast landa á milli, til og frá námi, með skipum Eimskipafélags íslands, hafa notið verulegra ívilnana um fargjöld. Nú á þessu ári hefir skrifstofan einnig náð slíkum samn- ingum við Sameinaða og Bergenska skipa- félögin. Um mörg ár hefir skrifstofan annazt um framkvæmd stúdentaskiptanna milli íslands og annara landa. Öll starfsár skrifstofunnar hafa jafnan margir erlendir stúdentar, fræðimenn og stofnanir leitað til hennar upplýsinga um ýms íslenzk málefni, skóla, námsskilyrði eða ferða- lög hér á landi, og hefir hún jafnan verið boðin og búin að láta í té alla þá aðstoð, er unnt var að veita. Auk þessa hefir skrifstofan veitt upplýsing- ar og aðstoð fjölda manna, þótt eigi hafi þeir verið stúdentar, er leitað hafa til hennar vegna náms erlendis í ýmsum greinum fræði- legs eða verklegs náms, m. a. í iðnaði, verzlun, landbúnaði, íþróttamálum o. s. frv. Þá hefir skrifstofan jafnan haft með hönd- um ýms störf í þágu þeirra stúdenta, er nema hér við háskólann, m. a. útvegun atvinnu o. fl. Nú nýlega hefir skrifstofan, samkvæmt til- mælum forsætisráðherra, tekið að sér að safna ítarlegum skýrslum um nám og gjaldeyrisþörf allra íslenzkra námsmanna erlendis, kandí- data, stúdenta og annara. Skýrslur þessar, sem nú eru að berast skrifstofunni, verða hinar merkustu heimildir um nám og námsþarfir íslenzkra manna erlendis. Verða þær og mjög mikilvæg gögn til hliðsjónar við úthlutun op- inberra styrkja og erlends gjaldeyris til náms ytra. Vegna hins mikla aðstreymis stúdenta að einstökum deildum háskólans, svo og vegna gjaldeyrisörðugleika íslenzkra stúdenta er- lendis, beitti skrifstofan sér fyrir því í haust, að Háskólaráðið nú á ný hefir hafið undir- búning að aukningu námsmöguleika og fjölg- un deilda í háskólanum*). Reynsla liðinna ára hefir eigi aðeins rétt- lætt tilveru skrifstofunnar, heldur einnig staðfest nauðsyn þess, að starfssvið hennar verði nú aukið svo, að hún verði almenn upp- lýsingaskrifstofa fyrir alla þá, er hyggja á ut- anför til náms í frœðilegum eða verklegum greinum. Út á við mundi slík stofnun geta stórlega eflt og styrkt aðstöðu íslenzkra manna til náms erlendis. Þá mundi og slík stöð hafa aðstöðu til að firra margan íslenzkan náms- mann fjártjóni og öðrum vandræðum, er iðu- lega hafa af því hlotizt, að námsferðir hafa verið illa undirbúnar og af óforsjálni. Að hér er eigi lítið í húfi fyrir þjóðina í heild, verður Ijóst, þegar athugað er, að jafnvel nú munu vera nál. 200 íslenzkir námsmenn erlendis; á friðartímum oft miklu fleiri. Af framangreindum ástæðum ákvað Stúd- entaráðið snemma á sl. vori að færa út starfs- svið skrifstofunnar, jafnskjótt og fjárhagur þess leyfði og gera hana svo úr garði, að hún geti orðið almenn upplýsingaskrifstofa um nám erlendis, er 1) annist um útvegun allra nauðsynlegra *) Sbr. Árbók Háskóla íslands, 1930—31, bls. 66—91.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.