Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 42
34
STÚDENTABLAÐ
Carmina Canenda
nefnist söngbók stúdenta, sú er kom út fyrir fáum
dögum. Bókin er bundin í skinn og prentuð á vand-
aðan pappir. í henni eru nokkrar teikningar, m. a.
litprentaðir fánar Norðurlandanna. í bókinni eru 70
ljóð og lag prentað með hverju kvæði. Bókin er hand-
hæg í notkun og hæfilega stór til þess að stinga í
vasa. Þeir Jón Þórarinsson og Bárður Jakobsson hafa
tekið bókina saman og séð um útgáfuna, en ísafoldar-
prentsmiðja er útgefandinn. Carmina canenda er gefin
út að tilhlutun stúdentaráðsins. Útkoma þessarar fall-
egu og að öllu leyti vönduðu bókar má óefað telja
merkasta viðburðinn í félagslifi stúdenta á þessu ári.
Hver einasti stúdent eldri sem yngri ætti að kaupa
hana. Hún er ómissandi, hvar sem stúdentar koma
saman til fagnaðar.
Takmörkunin.
Það mál, sem mestar umræður hefir vakið meðal
stúdenta á þessu ári, er sú ákvörðun Háskólaráðs að
fara fram á við hið háa Alþingi, að það veiti Háskóla-
ráði heimild til þess að takmarka aðgang að sérhverri
deild háskólans, ef þörf þykir.
Um mál þetta eru all-skiptar skoðanir meðal stúd-
enta. Málið hefir verið rætt á fundum I þremur félögum
í háskólanum, í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúd-
enta, í Orator, félagi laganema og í félagi læknanema.
í Vöku og Orator voru samþykktar tillögur andvígar
takmörkun, en félag læknanema samþykkti tillögu
með takmörkun.
Þann 10. nóv. var svo almennur stúdentafundur
haldínn um málið að tilhlutun Stúdentaráðs. Frum-
mælandi var Alexander Jóhannesson rektor háskólans.
Margir tóku til máls á fundinum og þar á meðal
Steinþór Sigurðsson skólastjóri viðskiptaháskólans og
mælti hann með takmörkun.
Á fundinum kom fram eftirfarandi tillaga og var
hún samþykkt með 27 gegn 21 atkv.
„Almennur fundur háskólastúdenta haldinn að
Garði 10. nóv. 1939, telur allar takmarkanir á aðgangi
að deildum háskólans mjög óheppilegar og varhuga-
verðar. Hinsvegar telur fundurinn, að óeðlileg fjölgun
stúdenta í vissum deildum háskólans beri að mæta
með því að gera ráðstafanir til þess að beina stúd-
entafjölguninni inn á nýjar og eðlilegar brautir, án
þess að skerða í nokkru ákvörðunarrétt stúdentan
til þess að velja sér námsgrein. Vill fundurinn ein-
dregið beina þeirri áskorun til Alþingis og ríkisstjórn-
ar, að deildum háskólans verði fjölgað hið bráðasta
og fjölbreytni náms aukin sem verða má. Þá telur
fundurinn, að leggja beri áherzlu á það, að gera verð-
andi stúdentum það vel ljóst, hverju fram vindur um
atvinnuhorfur háskólamenntaðra manna."
Stúdentaráð Háskólans.
Kosið var til stúdentaráðs þann 14. október s. L
Kosið var um þrjá lista: A-lista, lista Félags frjáls-
Iyndra stúdenta, B-lista, lista Félags róttækra stúdenta
og C-lista, lista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
Kosningin fór þannig: A-listi hlaut 55 atkvæði og
tvo menn kjörna, Sigurð Ólason, stud. med. og Sigur-
geir Jónsson, stud. jur. — B-listi hlaut 50 atkvæði og
tvo menn kjöma, Árelíus Níelsson, stud. theol. og
Högna Jónsson, stud. jur. — C-listi hlaut 101 atkv.
og fimm menn kjörna, Hannes Þórarinsson, stud. med.,
Ármann Snævarr, stud. jur., Gunnar Gíslason stud.
theol., Þorgeir Gestsson, stud. med., og Bárð Jakobs-
son, stud. jur.
Stjórn ráðsins skipa: Bárður Jakobsson, formaður,
Sigurður Ólason, ritari, Hannes Þórarinsson, gjaldkeri.
Embættispróf.
Á síðastliðnu skólaári luku þessir stúdentar embætt-
isprófi við Háskóla íslands.
í guðfræði:
í mai. Ástráður Sigursteindórsson I. eink.
Ragnar Benediktsson I. eink.
í læknisfræði:
í janúar. Axel Dahlmann II. eink. betri.
í lögfræði:
í janúar. Helgi Laxdal I. eink.
Henrik Sveinsson I. eink.
Pétur Eggerz I. eink.
í maí. Árni M. Jónsson I. eink.
Erlendur Björnsson I. eink.