Stúdentablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Qupperneq 44

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Qupperneq 44
36 STÚDENTABLAÐ 5. Félag lœknanema. Stjórn skipa: Eggert Stein- þórsson. Meðstjórnendur eru Arinbjörn Kolbeinsson og Guðmundur Eyjólfsson. Síðastliðinn vetur var í fyrsta skipti veittur styrkur úr Styrktarsjóði læknanema og var einum kandidat veittur styrkur úr sjóðnum. Umsóknarfrestur um styrk úr sjóðnum er til 15. marz. Stjórn sjóðsins skipa: formaður Guðmundur Thor- oddsen prófessor, Karl Strand, stud. med. og Hannes Þórarinsson, stud. med. 6. Stúdentafélag Háskólans. Stjórn: Thorolf Smith, stud. jur., Lárus Fjeldsted, stud. jur., og Þorgeir Jóns- son, stud. med. 7. Bindindisfélag Háskólans. Formaöur Árelíus Níielsson. Meðstjórnendur eru Guðmundur Björnsson, stud. med., og Magnús Már Lárusson, stud. theol. 8. Kristilegt stúdentafélag. Stjórn þess skipa Ástráður Sigursteindórsson cand. theol. formaður. Meðstjórnend- ur eru Þórður Möller stúd. med. og Magnús Runólfsson cand. theol. 9. íþróttafélag stúdenta. Stjórn skipa: Skúli Thor- odsen, stud. med., formaður, Gísli Ólafsson, stud. med., ritari og Sigmundur Jónsson, stud. med., gjaldkeri. í fyrra tók stjórn félagsins upp þá nýbreytni að hún skipaði sér til aðstoðar þrjú iþróttaráð. Þessi þrjú íþróttaráð skipa nú. Sundráð: Logi Einarsson og Brandur Brynjólfsson. Handbolta- og knattspyrnuráð: Björgvin Bjarnason og Brandur Brynjólfsson. Skíða- ráð: Harald Wigmoe og Hilmar Kristjónsson. Skíða- vörður er Erlendur Konráðsson. « Selsför háskólastúdenta. í lok janúar s. 1. fóru háskólastúdentar í útilegu í hið nýreista skólasel Menntaskólans. Hafði rektor skólans lánað stúdentum selið allt að því vikutíma, i viðurkenningarskyni þess, að nú eru komnir svo margir stúdentar i háskólann, sem á menntaskóla- árum sinum höfðu unnið að byggingu selsins og fjár- söfnun til þess. Þátttakendur í förinni voru 31 og skemmtu menn sér hið bezta í 4 daga austur þar. Á daginn voru iðkaðar skíðagöngur og fjallaferðir, en á kvöldin var spilað og sungið. Er þetta nýbreytni í félagslífi stúdenta. Má því vænta þess, að uppteknum hætti verði haldið, og slík för verði árlegur viðburður í stúdentalífinu. Styrkjamál stúdenta. Á síðastliðnu starfsári sínu, skipaði Stúdentaráðið nefnd til þess að gera athuganir og tillögur um styrkja- mál stúdenta. í nefndinni áttu sæti: Ólafur Lárusson prófessor, Jón Jóhannesson can. mag. og Axel V. Tuli- nius stud. jur. Skilaði nefndin áliti s. 1. vor, er var sent fjármálaráðherra ásamt umsókn um hækkun náms- og húsaleigustyrks á næstu fjárlögum. í álit- inu gerði nefndin grein fyrir hag stúdenta, tekjum og skuldum. Taldi hún ekki rétt að bæta úr fjárþörf stúdenta með því að auka lánsmöguleika þeirra fram yfir það, sem nú er. Auk þess taldi nefndin, að stefna bæri að því að gera stúdentum kleift að komast hjá því að eyða tíma sínum og kröftum í aukastörf jafn- hliða náminu. Lagði nefndin því til, að beinir styrkir til stúdenta yrðu hækkaðir. í samræmi við þetta sótti Stúdentaráðið um hækkun styrkjanna fyrst um sinn í 33 þús. kr. Enn er ekki vitað hvernig Alþingi tekur málum þessum. Forstöðumaður upplýsingaskrifstofu Stúdentaráðsins er nú Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri. Sftúdentar! Skiptið við pá, sem auglýsa í blaði ykkar. KJÓLAEFNI úr ull og silki, uiidirfatnaðni* kven- og karlmanna, wokkar, ínan- chottskyrtiir. lilndi og flihkar. Asgeir Gunnlaugsson & Co. Austurstrœti 1 Prentsmiðjan Edda.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.