Stúdentablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Qupperneq 17

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Qupperneq 17
STÚDENTABLAÐ 11 Benedikt Jakohsson, íþróttakennari: Hœfniskeppni deilda í íþróttúm. Oft hef ég lagt höfuðið í bleyti til að reyna að finna einhver ráð til að örfa áhuga stúdenta fyrir íþróttum. Þrátt fyrir þessa viðleitni mína og margra annarra, fer því víðs fjarri, að allir stúdentar skilji mark og mið íþróttaæfinganna. Árið 1940 var lögleidd á Alþingi svoköll- uð ,,íþróttaskylda“ fyrir stúdenta. Misjafn- lega brugðust stúdentar við skyldu þessari, margir töldu sig þess umkomna að ráða sjálfir fyrir sér, bæði varðandi andlega og líkamlega þjálfun, og töldu mjög misboðið hinu akademiska frelsi með íþróttaskyld- unni. Flestir munu nú vera orðnir sammála um, að sameina megi nokkurt gagn og gaman á íþróttaæfingum stúdenta í hinu nýja og vandaða íþróttahúsi. Um það er og heldur ekki deilt lengur, það er löngu viðurkennt af öllum sæmilega skyni bornum mönnum, að einhverjar hressingaríþróttir séu öllum nauðsyn, er nám stunda eða hafa aðrar kyrr- setur. Önnur hlið íþróttaskyldunnar hlýtur því að vera sú að koma í veg fyrir, að stú- dentar hrörni líkamlega, meðan á námi stendur. Hin hliðin er aftur á móti að hvetja þá og örfa, sem meiri hæfni hafa, til frek- ari þjálfunar, og kem ég þá að því, er ég gat um í upphafi. Fyrir nokkrum árum hvatti ég stúdenta til að koma á fastri keppni í handknattleik milli deilda. Örfaði það fyrst í stað tímasókn þeirra, en virtist svo missa marks, þegar frá leið. Á síðastliðnum vetri datt mér í hug að reyna að fitja upp á nýrri keppni, svo- nefndri ,,hæfniskeppni“. Keppni þessi náði aðeins til íþróttaskyldra stúdenta. Þetta varð að veruleika, keppnin hófst þann 7. marz s. 1. og lauk með virðulegu móti 25. s. m. Þann dag setti rektor háskólans mótið með ræðu, og hópsýning á leikfimi fór fram. Keppt var í þessum greinum: handknattleik, hástökki með atrennu, kúluvarpi, langstökki án atrennu, hástökki án atrennu og hindr- unarþraut (leikfimi). Að keppninni stóðu: laga- og hagfræði- deild, læknadeild, verkfræðideild og guó- fræði-, norrænu- og heimspekideild. Urslit urðu þessi: Handknattleikur: Sigurvegarar urðu verlc- fræðinemar, unnu alla sína leiki, í úrslita- leik laganema með 12 mörkum gegn 6. í liði þeirra voru ísleifur Jónsson, Sigurberg Elentínusson, Guðmundur Steinbach, Krist- ján Flygenring, Egill Skúli Ingibergsson og Bragi Erlendsson. Langstökk án atrennu: 1. Baldur Jónsson, stud mag. ...... 3,07 m. 2. Magnús Sigurðsson, stud. med. 2,96 — 3. ísleifur Jónsson, stud. polyt... 2,95 — Hástökk án atrennu: 1. Baldur Jónsson, stud. mag....... 1,40 m. 2. Páll Þ. kristinsson, stud. jur. .. 1,35 — 3. ísleifur Jónsson, stud. polyt. . .. 1,35 —

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.