Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Qupperneq 14

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Qupperneq 14
14 Bréf menntamálaráðherra Reykjavík, 18. desember 1958. Ráðuneytinu hefur borizt bréf stúdentaráðs Háskóla Islands, dagsett í dag, þar sem syurzt er fyrir um, hvort menntamála- ráðuneytið hafi fyrir sitt leyti nokkuð við það að athuga, að stúdentar haldi næsta áramótafagnað sinn í anddyri háskólans. Ráðuneytið hefur fyrir sitt leyti ekkert við það að athuga, að áramótafagnaður stúdenta fari fram í anddyri háskólabygg- ingarinnar, ef háslcólaráð leyfir, en bendir á, að samkvæmt fyrir- mælum, er Björn ólafsson, þáverandi menntamálaráðherra, gaf út í bréfi, dagsettu 16. sept. 1950 og birt er í B-deild Stjórnar- tíðinda s. á., er óheimilt að hafa áfengi um hönd á skemmtun- um í skólabyggingum, sem reistar eru með styrk af almannafé, og/eða standa undir eftirliti fræðslumálastjórnar, og taka fyrir- mæli þessi m. a. til háskólabyggingarinnar svo sem ætlazt var til þegar þau voru gefift út.*) Gylfi Þ. Gíslason (sign). Birgir Thorlacius (sign) VERZLUNAR- SPARISJÓÐURINN • tekur á móti innlánsfé í sparisjóðsreikning og hlaupareikning og greiðir af því hæstu vexti, eins og þeir eru almennt á hverjum tíma Bréf þetta verður að telja svo athyglisvert innlegg í íslenzkan stjórnax-farsrétt, að sjálfsagt þykir að birta það í heild. I lögum nr. 35, 19. maí 1930 um fræðslumálastjórn segir skýrum stöfum (sbr. siðasta málslið 2. mgr. 2. gr. laganna), að Háskóli Islands skuli undan- þeginn ákvæðum þessara laga. I því felst, að háskólinn er und- anþeginn ákvæðum 1. gr., þar sem segir: „Kennslumálaráðu- neytið hefur yfirstjórn allra kennslu og skólamála.“ Samkvæmt þessu getur menntamálaráðherra ekki liaft önnur afskipti af háskólanum en þau, sem honurn eru sérstak- lega heihiiluð i lögum, svo sem til dæmis í nokkrum ákvæðum háskólalaganna. Þetta veit Gylfi Þ. Gíslason, og þess vegna gríp- ur liann til þeirra úrræða að segja, að ætlazt liafi verið til þess, að fyrirmælin i hréfinu 16. sept. 1950 tækju til háskólans. í þessari speki menntamálaráð- herrans felst, að túlkun hans á því, sem Björn Ólafsson hugs- aði árið 1950, á nú að hafa gildi sem ófrávíkjanleg lög. Menn híða þess nú með nokkurri eftir- væntingu, að hugsanir Gylfa Þ. Gíslasonar fái 'lagagildi, ekki sízt ef Birgir Tlxorlacius á að túlka þær. Sparisjóðurinn er opinn alla virka daga kl. 10— 12,30, 14—16 og 18—19, nema laugardaga kl. 10—12.30. VerÁ unaripanifoóunnn 'ó&ia Hafnarstræti 1. — Sími 2-21-90. *) Leturbr. Stúdentabl.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.