Stúdentablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 6
6
STÚDENTAB LAÐ
MÁR ELÍSSON, hagfrœðingur:
Efnahagsleg samvinna
Með tilkomu Efnahagsbanda-
lags Evrópu eru í heiminum þrjú
stórveldi á sviði efnahagsmála.
Fyrir voru, sem kunnugt er ann-
ars vegar Bandaríkin og hins veg-
ar Sovétríkin ásamt fylgiríkjum
sínum. Þróunin í Bandaríkjunum
annars vegar og Austur-Evrópu
hins vegar hefur á vissan hátt í
senn verið fyrirmynd þess, sem
nú er að gerast í Vestur-Evrópu
og jafnframt svipa, svo sem vikið
verður að síðar. Það er því gagn-
legt að greina örlítið frá þessari
þróun, sem hér um ræðir í Banda-
ríkjunum og Sovétríkjunum.
Frá aldaöðli hafa þjóðir og
þjóðflokkar Evrópu borizt á bana-
spjótum og háð styrjaldir sín á
milli. I Vestur- og Mið-Evrópu
reyndist ekkert ríki nægilega
sterkt til að verða uppistaða
stórrar pólitískrar og efnahags-
legrar heildar. I Austur-Evrópu
gerðist ein þjóð, Rússar, nægilega
öflug til að leggja undir sig marg-
ar smærri nágrannaþjóðir og
þjóðflokka í vestri og suðri og
leggja grundvöll einnar samfelldr-
ar ríkisheildar. Landvinningar
hófust í austurátt. Var bæði um
að ræða lítt numin lönd Norður-
Síberíu og lönd byggð hirðingja-
þjóðum og. þjóðflokkum ólíkrar
tungu og menningar, sem ekki
fengu rönd við reist ofureflinu og
voru innlimuð sem nýlendur í
Stór-Rússland keisaratímans, og
hafa aldrei síðan náð að brjóta af
sér okið.
Rússneska varð snemma opin-
bert mál í hinu víðlenda ríki og
síðar gert að skyldunámsgrein í
skólum. Flýtti þetta að sjálfsögðu
þróuninni. Síðan kommúnistar
brutust til valda, er þeir steyptu
byltingarstjórn Kerenskys, stuttu
eftir að Rússar drógu sig út úr
heimsstyrjöldinni fyrri, óx hinni
stór-rússnesku heimsveldisstefnu
enn fiskur um hrygg í mynd Sov-
étskipulagsins og hagnýtti Stalín
dyggilega kennisetningar Marx og
Lenins málefninu til framdráttar.
Þá var og mikið gert að því að
flytja til fólk, einkum úr landa-
mærahéruðunum. Eftir síðari
heimsstyrjöldina juku Sovétríkin
enn við veldi sitt sem kunnugt er.
Þá brutust og pólitískir skoðana-
bræður til valda í mörgum lönd-
um Mið- og Austur-Evrópu.
Nú eru Sovétríkin og flest önn-
ur Austur-Evrópuríki tengd sam-
an í þremur meginbandalögum:
1. Kominform, sem er pólitískt
bandalag og arftaki Komintern.
2. Varsjárbandalagið, sem er
hernaðarbandalag.
3. Comecon, sem er efnahags-
legt bandalag á vissan hátt skylt
Efnahagsbandalagi Evrópu.
Sovétrikin er langsamlega vold-
ugasti aðilinn í hinum þremur of-
angreindum bandalögum og ráða
þar raunar því, sem þau vilja.
Um hið síðasttalda bandalag,
Comecon, fara fáar sögur og hef-
ur merkilega lítið verið rætt um
starfsemi þess. Það þýðir þó ekki
að starfsemin sé ekki þýðingar-
mikil.
Vestur-
Evrópu
Stofnun Comecon átti sér stað
skömmu eftir heimsstyrjöldina
síðari, nokkru eftir að Marshall
aðstoðin svonefnda hófst, og er
það bandalag því töluvert eldra
en það efnahagsbandalag Vestur-
Evrópuríkjanna, sem hér verður
aðallega gert að umræðuefni.
Comecon var að nokkru leyti mót-
leikur Rússa við Marshallaðstoð
Bandaríkjanna, sem upphaflega
stóð öllum Evrópuþjóðum til
boða, einnig Austur-Evrópuþjóð-
unum, sem ekki höfðu síður þörf
fyrir efnahagslega aðstoð en þjóð-
ir Vestur-Evrópu.
Rússar meinuðu hins vegar
lausnar vandamálum þeirra.
Comecon gat á hinn bóginn ekki
jafnast á við Marshalláætlunina,
ekki sízt vegna þess, að Sovétríkin
voru ekki fjárhagslega aflögufær.
Bandalagið tók því skjótt á sig
mynd efnahagsbandalags, þótt
með nokkuð öðru móti hafi ver-
ið en annars staðar hefur tíðkazt.
Náin samvinna var hafin á sviði
f járfestingarmála og einkum í vali
fjárfestingarviðfangsefna, þannig,
að fljótlega myndaðist verka-
skipting milli aðildarríkjanna. Þó
var ekki um að ræða neins konar
frelsi í fjármagns- eða vinnuafls-
hreyfingum eða varðandi stofn-
setningu fyrirtækja í þeim skiln-
ingi, er við þekkjum til.
Um hitt stórveldið, sem nefnt
var að framan. Bandariki Norð-
ur-Ameríku, þarf ekki að fjölyrða.
Þar hafa fjölmörg þjóðabrot
runnið saman í eina heild, án
nokkurra sérstakra opinberra
ráðstafana. Bandaríkin eru gott
dæmi um tollabandalag. Alríkis-
hugsjónin bar þar samt tiltölu-
lega fljótt sigurorð af ríkjahug-
sjóninni eða „konfederalisman-
um“, þannig að Bandaríkin urðu
fljótlega efnahagsleg og pólitísk
heild.
Óþarfi er á þessum vettvangi
að benda á hina miklu möguleika,
sem þetta stóra land og fjölmenni
markaður hefur skapað banda-
rískum iðnaði og verzlun og hin
góðu lífskjör, sem íbúar landsins
þar af leiðandi njóta. En óhætt
er að fullyrða, að rök þeirra Ev-
rópumanna, sem benda á hagræði
stærðarinnar, vegi mjög þungt á
metaskálum þeirra Evrópuþjóða,
sem nú eru að koma á hjá sér
sameiginlegum markaði.
Til gamans og til að gefa ein-
hverja hugmynd um þau stærðar-
hlutföll, sem hér um ræðir, vil ég
nefna hér nokkrar tölur frá 1960,
Austur-Evrópuþjóðunum, t. d. er sýna stærð og getu efnahags-
Tékkum, að hagnýta sér þessa að- bandalags Vestur-Evrópu annars-
stoð, en urðu þá jafnframt sjálfir vegar og Bandaríkjanna og Sovét-
að sýna einhverja viðleitni til úr- ríkjanna hins vegar.
Vestur-Evrópa Bandaríkin Sovétríkin
íbúafjöldi millj 260 181 214
Brúttó þjóðarframleiðsla 305 504 220
Afköst stáliðn. millj. lesta 117 150 72
Raforka billj. kwk 500 840 290
Framl. bifr. í þús 4.770 6.700 140
Kolaframl. millj. lesta 480 427 410
Sement millj. lesta 93 59 50
Utflutningur milljarðar $ 48.0 20.5 6.0
Innflutningur milljarðar $ 53.0 14.7 5.5