Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 8
8
STÚ DENTABLAÐ
1. Þingið, þar sem sæti eiga
kjörnir fulltrúar þjóðþinga land-
anna sex.
2. Ráðið, þar sem situr einn
fulltrúi frá hverri rikisstjórn að-
ildarríkjanna. Fer það í raun með
æðstu völd bandalagsins. Hlut-
verk ráðsins er að tryggja fram-
kvæmd samningsins og það, að
stefnur aðildarrikjanna á sviði
efnahagsmála séu samræmdar.
Ráðið getur tekið ákvarðanir
með meirihluta atkvæða, og eru
atkvæði þátttökuríkjanna þá veg-
in eftir stærð þeirra.
3. Framkvæmdastjórnin, sem
skipuð er 9 mönnum, sem valdir
eru til starfsins til fjögurra ára
með tilliti til hæfni, og sem eiga
að vera sérlega óháðir og sjálf-
stæðir í skoðunum. Fram-
kvæmdastjórninni er falið að gera
tillögur um ákvarðanir til ráðs-
ins. Þessum tillögum verður ein-
att ekki breytt nema með sam-
hljóða atkvæðum.
4. Dómstóllinn, sem fylgjast á
með því, hvort ákvarðanir ráðs-
ins og framkvæmdarstjómarinn-
ar séu í samræmi við sáttmálann.
Stofnun hins sameiginlega
markaðar, sem er jafnframt tolla-
bandalag, er eins og áður getur
einn megintilgangur Rómarsátt-
málans. Sá markaður á að ná til
allra vara, jafnt iðnaðarvara sem
landbúnaðar- og sjávarafurða.
Tolla og viðskiptahöft milli land-
anna á að fella niður. Samtímis
skal settur sameiginlegur tollur
gagnvart ríkjum utan bandalags-
ins. Tollar milli aðildarríkjanna
skulu felldir niður á aðlögunar-
tímabili, sem lengst er 12—15 ár.
Skal þetta gert í þremur stigum
og vera lokið 1970. Ákvæðum um
niðurfellingu tolla má breyta með
samhljóða atkvæðum ráðsins.
Slík ákvörðun var tekin í maí
1960, og ákveðið að flýta tolla-
lækkunum. Er nú allt útlit fyrir,
að við lok fyrsta stigsins þ. e. hinn
31. des. 1961 muni tollar hafa
verið lækkaðir um 50% enda
þótt samningurinn geri aðeins ráð
fyrir 30% lækkun. Af þessu virð-
ist mega draga þá ályktun, að
aðlögunin að hinum breyttu
markaðsviðhorfum hafi gengið
betur en menn gerðu sér almennt
von um, og að erfiðleikarnir hafi
jafnframt verið minni, en gert var
ráð fyrir í upphafi.
Þá skulu aðildarríkin við lok
aðlögunartimabilsins hafa sett
sameiginlegan toll gagnvart lönd-
um utan bandalagsins. Aðalregl-
an um þann toll er, að hann skuli
fundinn, sem óvegið meðaltal af
tollum aðildarríkjanna, og er þá
Benelux-svæðið tekið sem eitt
ríki. Frá þessu eru þó nokkrar
undanþágur. Tollur á fullunnum
vörum verður yfirleitt hár, en
lágur á hráefnum.
Staða Islands
Það þykir nú mjög sennilegt að
Efnahagsbandalag Evrópu muni,
á einn eða annan hátt, ná til allra
ríkja Vestur-Evrópu. Augljóst er
að tilkoma þessa bandalags muni
hafa víðtæk áhrif á efnahag og
afkomu okkar íslendinga. Á þetta
jafnt við, hvort sem við stöndum
utan bandalagsins eða innan
þess. Stöðu okkar má skýrast
ræða með tilliti til þess væntan-
lega hagræðis, sem við hefðum af
aðild og þess óhagræðis, sem ætla
má að leiddi af því að standa utan
bandalagsins.
Ef litið er á Vestur-Evrópu sem
heild er hún langsamlega þýðing-
armesti markaður okkar, kaupir
rúm 50% heildarútflutnings. Lífs-
kjörin eru þar í örum vexti, og
þar bíða okkar mikil tækifæri til
aukins matvælaútflutnings og
útflutnings hvers konar vandaðr-
ar iðnaðarvöru. Svo sem fyrr
greinir munu nú aðildarríki efna-
hagsbandalagsins setja nýjan
sameiginlegan toll gagnvart lönd-
um utan bandalagsins í stað
þeirra tolla, sem áður giltu í hin-
um einstöku löndum gagnvart
umheiminum. Hinir nýju tollar
fyrir sjávarafurðir, aðalútflutn-
ingsvöru okkar, eru yfirleitt mjög
háir. Lauslega reiknað virðist
tollunin á þeim sjávarafurðum,
sem nú flytjast til sex-veldanna
u. þ. b. þrefaldast vegna tilkomu
hins sameiginlega tolls. En í raun
og veru verða breytingarnar mun
óhagstæðari en þetta, því að
tollahækkunin er hvað mest á
þeim útflutningi, sem ætla má að
mundi geta aukizt verulega frá
því sem nú er. Þannig er tollurinn
á freðfiski í Benelux-ríkjunum nú
enginn, 5% í Þýzkalandi og 10%
í Bretlandi. Nýi tollurinn verður
18%. Þá hækkar tollurinn á salt-
fisk og skreið á Ítalíu úr 0 í 13%.
Á nýjum ísuðum fiski verður
15% tollur í stað núverandi tolls,
sem er 0—10% í Þýzkalandi og
10% í Bretlandi. Á frystri og ís-
aðri síld hækkar hann í Þýzka-
landi úr 0% í 20%.
Augljóst er því, að útflutning-
ur íslendinga til Efnahagsbanda-
lagsins mun bíða hnekki og er erf-
ítt að meta hversu víðtæk hin
óhagstæðu áhrif munu verða.
Vægilega er til orða tekið, þegar
sagt er, að um verulegt markaðs-
tap verði að ræða og verri við-
skiptakjör en áður. Gerist Norð-
menn og Danir meðlimir banda-
lagsins mun gamanið enn kárna
og aðstaða okkar versna. En er
þá von til þess að hægt sé að
vinna nýja markaði eða selja
meira til þeirra, sem við þegar
seljum til? Óhætt er að segja, að
um nýja stórmarkaði verði ekki
að ræða í Afríku, Asíu eða Suður-
Ameríku í náinni framtíð. Banda-
ríkjamarkaðurinn, sem er okkur
þýðingarmikill, mun að öllum
líkindum halda áfram að vaxa.
Hins vegar þolir hann ekki
skyndilegt aukið framboð Við-
skiptin við Austur-Evrópumark-
aðina eru okkur einnig mikils
virði. Ekki er samt líklegt, að um
aukningu þeirra geti verið að
ræða. Bæði er, að Austur-Evrópu-
ríkin auka nú mjög eigin fiskveið-
ar og hitt, að þar eru ekki á boð-
stólnum margir þeir hlutir, sem
við sækjumst eftir, en sem kunn-
ugt er fara viðskipti við þessi
lönd fram á jafnkeypisgrundvelli.
Á hinn bóginn mun nánari
efnahagsleg samvinna við Vestur-
Evrópu ekki einungis tryggja
okkur áframhaldandi aðgang að
þeim mikilvægu markaði, sem
við höfum þar nú, heldur veitir
hún einnig tækifæri á auknum
viðskiptum í framtíðinni. Auð-
veldara verður að útvega hag-
kvæm lán til framkvæmda hér á
landi, meira jafnvægi mun skap-
ast í þjóðarbúskapnum og örugg-
ari vöxtur þjóðarframleiðslunnar
mun þar af leiðandi nást.
Lokaorð
Sameining Vestur-Evrópu er nú
í deiglunni og mótun samstarfs-
grundvallar langt komið. Þjóðir
sem um aldaraðir hafa háð styrj-
aldir sín í milli hafa bundizt sam-
tökum um friðsamlega samvinnu
á sviði efnahagsmála. Árangur
þeirrar samvinnu er þegar farinn
að koma í ljós. Framleiðsla og
viðskipti hafa aukizt og lífskjör
batnað, og standa góðar vonir til,
að sú þróun haldi áfram með vax-
andi hraða. Undirstaða þessarar
samvinnu er Rómarsáttmálinn
og hljóta allar þjóðir, sem taka
vilja þátt í þessu samstarfi, að
undirgangast ákvæði hans að ein-
hverju eða öllu leyti og fer hag-
ræði það, sem af aðild eða auka-
aðild hlýzt nokkuð eftir þeim
skuldbindingum, sem rikin vilja
undirgangast.
Island er hluti Vestur-Evrópu
menningarlega, efnahagslega og
stjórnmálalega. Við getum ekki
skorizt úr leik og staðið utan
þessarar samvinnu. Slíkt mundi
hafa í för með sér rýrnun lífskjara
og menningarlega og pólitíska
einangrun frá þeim þjóðum, er
okkur eru skyldastar.
Okkar stærsta vandamál er
smæðin og þeir erfiðleikar, sem
henni fylgja. Vegna þessa hefur
ýmsum orðið starsýnt á nokkur
ákvæði Rómarsáttmálans og tal-
ið, að þau hefðu í sér fólgnar
hættur fyrir þjóðerni okkar,
tungu og menningu.
Lítil ástæða er þó til að ætla,
að þjóðir Vestur-Evrópu vilji í
þessum efnum leggja á okkur
þyngri byrðar en við teljum okkur
geta borið. Ef við sjálfir sýnum
ótvíræðan vilja til að taka þátt í
þessu samstarfi og hjálpa til að
byggja stærri og betri Evrópu, er
enginn vafi á því, að við fáum
skipaðan þann sess, er okkur
einangrun frá þeim þjóðum, er
hæfir. Lítil ástæða er því til fyrir
okkur — og ekki karlmannleg —
að skorast undan öllum skyldum.
Menn skyldu forðast að mikla
fyrir sér erfiðleikana, og benda
á sérstöðu eða nauðsyn und-
anþága, þeirra sjálfra vegna,
hvort sem þeirra er raunverulega
þörf eða ekki. Með því mótinu
verður fórnað á altari hræðslu og
minnimáttarkenndar ómetanlegu
hagræði, sem efnahagssamvinnan
getur boðið, ef haldið er á spilun-
um af vizku og þekkingu. Teflt
skal í senn varlega og djarflega.
Eitt er víst, utan þessarar þró-
unar megum við ekki né getum
staðið.