Stúdentablaðið - 01.12.1961, Page 11
STÚ DENTAB LAÐ
11
af hólmi og lognist út af, er að
prófi kemur og treysti sér ekki
það árið í próf, e. t. v. næsta ár,
ef vel viðrar. Slíkt þekkist minna
við bandaríska háskóla. Hins
vegar virðast íslenzkir stúdentar
alls ekki færa sér akademíska
frelsið í nyt, eins og upphaflega
var ætlazt til, þ. e. að þeir legðu
stund á akademisk vísindi í fjöl-
breyttu formi og kynni sér
fleiri en eina námsgrein. Ég fæ
ekki annað séð, en nú noti stúd-
entar sér veikleika akademiska
frelsisins út í yztu æsar en van-
ræki að nota sér kosti þess, og
þess vegna fæ ég ekki annað séð,
en við hefðum allt að vinna við
að taka upp meira aðhald við
námið, en nú tíðkast. Allur fjöldi
stúdenta getur ekki lagað sig eftir
frelsi og eftirlitsleysi Háskólans,
eftir að hafa staðið undir vetrar-
einkunnarsvipu menntaskólanna
og hættir til að taka námið alltof
lausum tökum, sérstaklega fyrstu
tvö árin. Þetta setur slæman svip
á Háskólann okkar, og gerir hann
því miður að lakari skóla, en
vera þyrfti ella. Þýzki heimspek-
ingurinn Friedrich Nietzche sagði:
,,Es gibt keine Freiheit von etwas,
nur zu etwas“. Islenzkum stúd-
entum hættir til að túlka aka-
demiska frelsið sem „Freitheit
von“, í stað „Freiheit zu“.
Við eigum ekki því láni að fagna
í menntaskólum okkar að eiga
kost á vali á milli námsgreina,
nema þá að velja milli mála- og
stærðfræðideildar. Þegar því
sleppir, þá verður hver að taka
þann fróðleik, er honum er rétt-
ur og gleypa hann, hvort sem
hann reynist súr eða sætur.
Slíkt gerir námið ólíkt ólyst-
ugra, en ella þyrfti að vera.
Um það yrði vart deilt, að nám-
ið hefði verið ólikt skemmtilegra,
ef um eitthvað úrval af náms-
greinum hefði verið að ræða.
Flestir hefðu t. d. áreiðanlega
ekki kært sig um fimm erlend
tungumál, en hefðu heldur viljað
einhver þrjú af fimm mögulegum.
Slíkt fyrirkomulag fær nemand-
ann til að íhuga, á hverju hann
hefur raunverulega áhuga í nám-
inu, en slíkt tækifæri er ekki fyr-
ir hendi í núverandi fyrirkomu-
lagi, hvorki í Háskólanum né
menntaskólunum. Fá okkar lærðu
latínuna, af því að við höfðum
áhuga á henni. Við höfðum
í mesta lagi áhuga, af þvi að við
urðum að læra hana, hvort sem
okkur líkaði betur eða verr.
Skyldi áhuginn fyrir latínunni
ekki vera meiri hjá þeim, sem
lærðu hana í því skyni að öðlast
þekkingu á menningarrótum
þeim, er hún er lykill að, heldur
en þeim, sem lærðu hana aðeins
vegna þess, að þeir sáu glitta í
stúdentshúfuna í fjarlægð?
Ég álit, að í þessu sambandi
ættum við að geta lært það af
Bandaríkjamönnum að beina
náminu inn á sem f jölbreyttasta
braut með auknu úrvali náms-
greina, bæði í menntaskóla og
Háskólanum, en herða hins vegar
aðhald allt við námið. Á mennta-
skólastiginu bæri sérstaklega að
taka upp akademiska kennslu-
hætti, þ. e. fyrirlestra og seminör,
en leggja niður sem fyrst bekkja-
skipulagið svonefnda, sem er
bæði úrelt og niðurdrepandi.
Þessar breytingar ættu ekki að
kosta offjár, en mundu á allan
hátt gera skólana okkar betri og
verðmætari en þeir eru nú.
Hér að framan hefi ég, að því
er virðist, eingöngu sungið hin-
um bandarísku háskólum lof og
prís, en svo á ekki að vera. Jafn-
framt er að sjá, að ég finni Há-
skólanum okkar allt til foráttu,
hvað ekki skal heldur vera. Ný-
lega las ég grein eftir mann í dag-
blaði, er hélt því fram, að banda-
risk menntamál væru svo fyrir
neðan allar hellur, að þeir væru
öðrum þjóðum sízt aflögufærir i
þvi efni. Þetta mun nú vera held-
ur betur orðum aukið, en samt
skal ekki draga fjöður yfir það,
að í Bandarikjunum finnast ein-
ir beztu og einir verstu háskól-
ar veraldar. Háskólar eins og Har-
vard, Princeton, Yale og Col-
Greinargerð meirihluta ritnefndar
Meirihluti ritnefndar (B. M.,
J. M., E. S. og Ú. G.) buðu sig
fram fyrir efnið „Vestræn sam-
vinna“, sem aðalefni, og skoð-
uðu kosningu sina í ritnefnd sem
umboð til að túlka þann málstað.
Á þeim forsendum taldi hann sig
ekki heldur geta samþykkt tillögu
Bjarna Þjóðleifssonar, er um get-
ur i hans athugasemd, því meiri-
hluti taldi það í ósamræmi við
vilja stúdentafundar þ. 7. okt. sl.
Á tímabili var það í ráði, að
leita til einhvers til að skrifa
grein um kjör og stöðu hins há-
skólamenntaða manns, en frá
þvi var horfið vegna erfiðleika á
að fá góðan mann til að taka
verkið að sér. Það skal tekið
fram, að ágreiningurinn við
Bjarna varðandi mál það, var ein-
göngu smekksatriði. Sá ágrein-
ingur átti sér engar djúpar rætur.
Geta ber ennfremur þess, að
Bjarni tók sæti Tryggva Gisla-
sonar þegar að lokinni kosningu,
með samþykki meirihluta. Sam-
starf í ritnefnd var hið bezta, og
kann ritstjóri öllum beztar þakk-
ir fyrir.
F. h. meirihluta,
Björn Matthíasson.
Athugasemd fró minnihluta ritnefndar
Ég tel rétt að gera grein fyrir
tillögum þeim, sem ég bar fram í
ritnefnd svo og afstöðu minni til
þeirra greina, sem í blaðinu eru.
Á fyrsta fundi ritnefndar lagð!
ég fram eftirfarandi tillögu um
starf sgrundvöll:
„Fundur í ritnefnd Stúdenta-
blaðsins 23. okt. ’61, ályktar eftir-
farandi: Þegar leitað verður eftir
greinum um þau mál, sem blaðið
á að fjalla um, skal reynt að velja
höfunda þeirra þannig, að ólík
sjónarmið fái að njóta sín, enda
telur fundurinn slíkt í samræmi
við lýðræðisvenjur akademisks
frelsis11.
Þessi tillaga var felld með 4:1
og þar með var ljóst, að Stúdenta-
blaðið gat ekki orðið málgagn
allra stúdenta, eins og því er ætl-
að að vera, enda komu ekki fram
nein gild rök frá meirihlutanum
fyrir að fella þessa tillögu. Á öðr-
um fundi ritnefndar var sam-
þykkt að leita eftir grein um
Efnahagsbandalag Evrópu hjá
Má Elíassyni, með fjórum at-
kvæðum gegn atkvæði mínu, en
ég greiddi atkvæði gegn þessu
vegna þess, að ég taldi tillögu
mína um starfsgrundvöll benda á
betri leið til að gera þessu máli
skil. Það kom líka í ljós, að í
hinni löngu og ítarlegu grein Más
er ýmislegt látið ósagt, eða lögð á
það lítil áherzla, sem mestu máli
skiptir varðandi hugsanlega aðild
Islands að þessu bandalagi. Á
þriðja fundi nefndarinnar lagði
umbia eiga sér hvergi jafningja,
nema ef vera skyldi Oxford og
Cambridge. Hins vegar fyrirfinn-
ast líka skólar, sem kalla sig há-
skóla, en eru það varla nema að
nafninu til, t. d. University of
Miami og fleiri staðir. Af þeim
síðarnefndu þurfum við ekkert
að læra, en ég tek fram, að það,
er ég hefi sagt hér að framan um
fyrirkomulag við bandaríska há-
skóla, á einungis við um beztu
skóla þeirra, en ekki þá lökustu.
Að lokum vil ég geta þess, að
Islendingar ættu að reyna að leita
meira til náms í Bandaríkjunum,
en við höfum gert á undanförn-
um árum. Flestir bandarískir há-
skólar hafa góð styrkjakerfi, sem
Islendingar gætu notið, þótt skól-
arnir auglýsi þessa styrki lítið
hérlendis. Ég álit, að meiri menn-
ingarleg tengsl við Bandaríkin
væru okkur til hagsbóta.
ritstjóri fram grein um vestræna
samvinnu eftir Benedikt Gröndal
og lagði til að hún yrði tekin til
birtingar og var það samþykkt
með fjórum atkvæðum gegn at-
kvæði mínu.
Um aðrar greinar, sem eru i
blaðinu, var ekki ágreiningur, en
ritnefnd var ekki sammála á
hvern hátt skildi skrifa um launa-
kjör og stöðu háskólamenntaðra
manna.
Ég lagði fram tillögu um, að
leitað skyldi til eftirtalinna
manna, og þeir beðnir að skrifa
um þetta efni með sérstöku til-
liti til sinnar stéttar: formanns
Læknafélags Islands, formanns
Verkfræðingafélags Islands og
formanns Landssambánds fram-
haldsskólakennara. Lagði ég sér-
staka áherzlu á að orsakir land-
flótta háskólamenntaðra manna
yrðu ræddar og á hvern hátt megi
stöðva hann.
Þessi tillaga mín var felld með
2:1, en tveir greiddui ekki atkv.
Meirihlutinn samþykkti síðan að
láta einn mann skrifa um þetta
efni á breiðum grundvelli, en rit-
stjóri getur gert grein fyrir þvi
hvers vegna það var ekki fram-
kvæmt. Einnig lagði ég til, að sá
gamli háttur yrði tekinn upp að
leitað skyldi eftir greinum í blað-
ið hjá stjórnmálafélögum háskól-
ans, en sú tillaga var felld með
2:3 atkv.
BJARNI ÞJÓÐLEIFSSON