Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1961, Síða 16

Stúdentablaðið - 01.12.1961, Síða 16
16 STÚDENTABLAÐ AÐALSTEINN DAVÍÐSSON, stud. mag.: Nokkur orð um íslenzkudeild Islendingar eru fátæk þjóð, en þó eiga þeir eina dýrmæta perlu, mál sitt og bókmenntir. Hlut- verk okkar Islendinga í menn- ingarsögu heimsins er að tala og skilja íslenzku, — varðveita perluna okkar og gæta þess, að hún molni ekki og tapi gliti sínu. Það er mál okkar og bókmennt- ir, sem gera það, að við erum þjóð, það er bandið, sem tengir okkur saman í eina heild, band- ið, sem gerir það, að enginn Is- lendingur er einstæðingur, held- ur á hann hundrað og sjötíu þúsund bræður og systur. Engin þjóð, hve lítils, sem hún megnar, lætur dýrmætustu eign sína liggja á glámbekk, og þá ekki heldur íslenzka þjóðin tungu sína og bókmenntir, sem hafa verið henni athvarf og upp- örvun um langar hægfara aldir hungurs, farsótta og gegndar- lausrar kúgunar. Þessar döpru aldir ortu skáldin kjark í þjóð- ina og hvöttu hana með því að minna á gullöldina og hreysti forfeðranna. En nú er svo komið, að margt dregur hugann fleira en afrek og hreysti forfeðranna. Islendingar eru ekki lengur afskekktir. Þeir fylgjast vel með tækni nágranna- þjóðanna og er atómstyrjöld hugstæðari en sverðaleikur, og þeir tala meira um Krúsjeff og Kennedy en Kára Sölmundar- son. Reynslan sýnir, að tengslin við fornmenntirnar eru lífæðar menningar nútímans. Þegar fornmenntaáhuginn (hú- manisminn) kviknaði, byrjaði að rofa til eftir margra alda myrk- ur í menningarmálum Evrópu, og frjálshyggjan steypti um harð- stjórn hjátrúar og guðsótta, þró- un tækninnar gat hafizt. Nú á tímum er meiri þörf á menningu og fögrum listum en nokkurn tíma áður. Að vísu þurf- um við ekki lengur að berjast upp á líf og dauða við kirkju- valdið, heldur við vélarnar. Ef við sleppum listinni úr lífi okkar, verðum við aðeins dýr, sem nota vélar og tækni í sama tilgangi og villidýrin kjaft og klær, það er: til þess að afla okkur matar, en ekki til að öðlast aukið frelsi til að auðga lífið. Menningarlaus maður á vélaöld er dauður hlut- ur, aðeins eitt stykki í stjóm- borði vélarinnar, sem hann sér um á vinnustað. Hann sér um, að vélin taki við sínu verkefni, en veit svo ekki meir, hann veit ekki, hvaðan efnið kemur, og hann veit ekki, hvað um það verður, eftir að vél hans hefur unnið úr því. Hann veit aðeins það, að starf hans aflar honum lífsnauðsynja. Frekari þróun mannkyns, sem komið er í þenn- an farveg, er tvísýn, fáum kem- ur í hug að ryðja nýja braut, svo að lífið geti orðið öðruvísi. Og það er ekki aðeins þroski á sviði lista, sem er útilokaður, heldur einnig tæknilegur þroski, þróun- in staðnar um leið og frelsi and- ans deyr. Þessi voði er ljós öllum þjóð- um, og alls staðar gera menn gagnráðstafanir. Þjóðirnar styrkja listamenn sína og halda uppi skólum og skóladeildum, þar sem göfgun andans á sviði listanna er eina takmarkið. Islendingar hafa til samræmis við aðrar þjóðir komið upp deild við háskóla sinn, þar sem áherzla er lögð á bókmenntir, sögu og málfar þjóðarinnar. Þessi deild er kennd við íslenzk fræði, en almennt kölluð Islenzkudeild og verður svo gert hér. I íslenzku- deild stunda alltaf nokkrir stúd- entar nám og útskrifast. Langflestir þeirra, sem útskrif- ast úr Islenzkudeild, fara á eftir til starfa sem kermarar við skóla landsins, og er síður en svo nokk- uð athugavert við það. Það er þvert á móti æskilegt, að vel menntaðir menn sjái um mennt- un íslenzkrar æsku í bókmennt- um, sögu og máli þjóðarinnar. Nú skal vikið nokkrum orðum að aðbúnaði stúdenta í Islenzku- deild. Það, sem hamlar mest stúd- entum í Islenzkudeild, er hús- næðisleysi. Skal nú sýnt nánar fram á það. I ágætum bæklingi, sem heitir: „Prófkröfur og kennsluáætlun með leiðbeiningum um lestrar- efni til kennara- og meistara- prófs í íslenzkum fræðum. A Málfræði“, eru talin upp rúm tvö hundruð ritverka og greina, sem vísað er til um ýmsa þætti mál- fræðinnar. Þessi tala gefur þó ekki rétta mynd af þeim bóka- kosti, sem nauðsynlegur er til málfræðináms, sumt af því, sem þama er talið sem ein heild, eru stór verk í mörgum bindum og tímarit, sem komið hafa út í tug- um binda, til dæmis Skírnir, sem telur 134 árganga. Því miður eru ekki til sam- svarandi rit um handbækur og heimildarrit í íslenzkri bók- menntasögu og Islendingasögu, en gera má ráð fyrir, að það yrði enn þá lengri listi en listinn yfir málfræðihandbækur. Bókakostur sá, sem þarf við vísindalega rannsókn íslenzkra bókmennta, er svo hvorki meira né minna en allar íslenzkar bæk- ur. Ég tel, að ofangreindar at- hugasemdir sýni, að það er hverjum einstaklingi í íslenzku- deild ókleift að eignast svo mikið sem handbækurnar í þeirri grein, sem hann leggur aðallega stund á, enda neyðast stúdentar í þeirri deild til að sitja öllum dögum á bókasöfnum, og gengur þeim þó erfiðlega að verða sér úti um þær bækur, sem þeir þurfa. Það tek- ur langan tíma að fá afgreiðslu á bókum, skipta um og rogast með þær fram og aftur, og menn eru þar að auki hálffeimnir við að fá lánaðar um tíu bækur, skila þeim öllum eftir þrjá stund- arfjórðunga og fá lánaðar aðrar tíu. Það liggur í augum uppi, að stúdentar í íslenzkum fræðum þurfa að fá til umráða stóra og góða sérlestrarstofu með greið- um aðgangi að bókasafni, sem fyllti upp með þann bókakost, sem ekki gæti, einhverra hluta vegna, verið frammi við. Sér- lestrarstofan væri búin hand- bókasafni, og þar væru stór og góð lestrarborð með bókahillum og læstum sérskáp fyrir hvem stúdent, sem aðeins hann og lestrarstofuvörður eða bókavörð- ur hefðu aðgang að. Við sér- lestrarstofuna þyrfti einnig að vera herbergi, þar sem stúdentar gætu hvílt sig frá lestri, fengið sér kaffi og nestisbita. Ef svona yrði búið að stúd- entum í Islenzkudeild, gætu þeir aukið lestrarafköst sín gífurlega og lært meira á sama tíma og þeir nota yfirleitt til náms við þau skilyrði, sem nú eru. Annað, sem veldur stúdentum í Islenzkudeild óþægindum, er fyrirkomulag við yfirferðir. Fyr- irlestrar prófessora, hvers á sínu sviði, eru nákvæmir og ýtarlegir og taka mörg námsmisseri hjá þeim prófessorum, sem hafa yfir- gripsmest svið, svo sem bók- menntir og sögu. Þeir prófess- orar, sem hafa stytztar yfirferð- ir, eru um fjögur misseri með hverja. Islenzkudeild er eins og stór og hæggeng hringekja, stúd- entar setjast í eina skúffuna, svífa í hringi nokkra stund og stíga svo aftur úr, þegar þeir eru búnir að fá nægju sína. Það er mjög óþægilegt að hefja nám í miðri yfirferð, án nokkurr- ar undirstöðuþekkingar á því efni, sem prófessorar ræða um hverju sinni, og er aðeins fyrir

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.