Stúdentablaðið - 01.12.1961, Síða 18
18
STÚDENTABLAÐ
náll
Minnzt fimmtío áro afmœlis
Háskóla Islands
Fimmtíu ára afmælis Háskólans var
minnzt með hátíðasamkomu í hinu nýja
samkomuhúsi Háskólans við Hagatorg
föstudaginn 6. október s. 1.
Ávörp fluttu forseti íslands, herra
Ásgeir Ásgeirsson, menntamálaráð-
herra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, borgarstjór-
inn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson og
forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi, dr. Richard Beck, próf.
Fulltrúar frá Vísindafélagi íslend-
inga, Bandalagi háskólamanna, Stúd-
entafélagi Reykjavíkur og Stúdentaráði
Háskóla íslands ásamt með fulltrúum
erlendra háskóla fluttu kveðjur, en
rektor þakkaði. Milli dagskrárliða var
flutt tónlist. Samkomunni lauk með
því, að blandaður kór söng þjóðsönginn.
Háskólahátíðin 1961
var haldin laugardaginn 7. október í
samkomuhúsi Háskólans. Prófessor, dr.
phil. & litt. & jur. Sigurður Nordal
flutti erindi. Óperusöngvararnir Guð-
mundur Jónsson og Kristinn Hallsson
sungu einsöng við undirleik Fritz
Weisshappel.
Rektor Háskóla íslands, prófessor
Ármann Snævarr lýsti kjöri heiðurs-
doktora ásamt deildaforsetum.
Að loknu kjöri heiðursdoktora á-
varpaði rektor nýstúdenta og afhenti
þeim háskólaborgarabréf.
Doktores honoris causa:
í guðfræðideild:
Prófessor Regin Prenter, Árósum,
herra Sigurbjörn Einarsson, biskup ís-
lands.
í læknadeild:
Prófessor Earl Judson King, Post-
graduate Medical School, University of
London, prófessor Eduard Busch, Rigs-
hospitalet, Kaupmannahöfn, prófessor
Lárus Einarsson, Árósum, dr. P. H. T.
Thorlakson, Winnipeg Clinic,
í laga- o g viðskiptadeld:
Prófessor Alexander Jóhannesson,
forsætisráðherra Bjarni Benediktsson,
prófessor Knut Robberstad, Ósló, pró-
fessor Nils Herlitz, Stokkhólmi, prófes-
sor Oscar A. Borum, Kaupmannahöfn,
prófessor Tauno Tirkkonen, Helsinki.
í heimspekideild:
Prófessor Anne Holtsmark, Ósló, pró-
fessor Christian Matras, Khöfn, pró-
fessor Dag Strömback, Uppsölum, pró-
fessor Elias Wessén, Stokkhólmi, lands-
bókavörður Finnur Sigmundsson, pró-
fessor Gabriel Turville-Petre, Oxford,
prófessor Hans Kuhn, Kiel, dr. Henry
Goddard Leach, American Scandinavi-
an Foundation, prófessor Richard Beck,
University of North Dakota, prófessor
Séamus Ó Duilearga, University Coll-
ege, Dublin, dr. Sigurður Þórarinsson,
prófessor Stefán Einarsson, Johns Hop-
kins University.
Hátiðahöldin 1. desember
hófust með guðsþjónustu í kapellu Há-
skólans kl. 10.30. Ingólfur Guðmunds-
son, stud. theol., prédikaði, en séra
Þorsteinn Björnsson þjónaði fyrir alt-
ari
Samkoman í hátíðasal Háskólans
hófst kl. 14. Þar flutti Guðmundur í.
Guðmundsson, utanríkisráðh., ræðu,
Þórhallur Vilmundarson, cand. mag.,
flutti erindi, Karlakór stúdenta söng
og blásarakvintett úr Musica Nova lék.
Um kvöldið var fullveldisfagnaður í
Lídó. Þar flutti Páll V. G. Kolka, lækn-
ir, ræðu, Karlakór stúdenta söng og
c
Ómar Ragnarsson flutti gamanvisur.
Auk þess skemmtu óperusöngvararnir
Guðmundur Jónsson og Kristinn Halls-
son með gluntasöng. Síðan var stig-
inn dans fram eftir nóttu.
Bókmenntakynningar
Á síðastliðnum vetri voru haldnar
tvær bókmenntakynningar. Fyrri kynn-
ingin var helguð ungskáldum og flutti
Jóhannes skáld úr Kötlum erindi um
þau, en á þessari kynningu voru kynnt
eftirfarandi skáld: Ari Jósefsson, Dag-
ur Sigurðarson, Ingimar Erlendur Sig-
urðsson, Jóhann Hjálmarsson, Steinar
Sigurjónsson, Þorsteinn Jónsson frá
Hamri og Vilbergur Bergsson.
Seinni kynningin fór fram síðari
hluta vetrar og var hún helguð Shake-
speare. Dr. phil. Steingrímur J. Þor-
steinsson prófessor, flutti erindi, sem
hann nefndi „Shakespeare í íslenzkum
bókmenntum". Ævar Kvaran ræddi
um skáldið en síðan lásu meðlimir úr
Leikfélagi stúdenta ásamt þeim Óskari
Halldórssyni, kennara, og Karli Guð-
mundssyni, leikara, upp úr verkum
Shakespeare, sem þýdd hafa verið á
íslenzku.
Bókmenntakynningarnefnd sú er nú
starfar hefur undirbúið eina kynningu,
sem fram mun fara á næstunni. Þar
mun Andrés Björnsson flytja erindi
um „Austfirzku skáldin", sem svo
eru nefnd, þá Einar Sigurðsson í Ey-
dölum, son hans Ólaf Einarsson og
hans son Stefán Ólafsson. Síðan munu
stúdentar lesa upp úr verkum skáld-
anna.
Karlakór stúdenta
Karlakór stúdenta starfaði mikið á
síðastliðnu ári og var hann nú undir
stjórn Sigurðar Markússonar. Kórinn
kom fram á skemmtunum stúdenta 1.
desember og síðasta vetrardag, einnig
kom hann fram í útvarpi. Var það mál
manna, að vegur kórsins hefði aldrei
verið jafnmikill og í fyrravetur. Nú
hefur Þorkell Sigurbjörnsson tekið við
stjórn kórsins, sem reyndar er nú orð-
inn blandaður kór og æfir kórinn nú
messusöng fyrir 1. desember.
Rússagildi
Stúdentafélag Háskólans gekkst fyr-
ir Rússagildi í Sjálfstæðishúsinu 26.
október. Prófessor Pétur Sigurðsson,
háskólaritari, var magister bibendi.
Aðalræðu kvöldsins flutti Pétur Bene-
diktsson, bankastjóri. Einnig flutti Ör-
lygur Sigurðsson, listmálari, ræðu.
Rússum fagnaði Halldór Blöndal, stud.
jur., en Hjörtur Pétursson stud. mag.
þakkaði fyrir hönd rússa.
Að loknu borðhaldi voru borð upp
tekin og síðan stiginn dans fram eftir
nóttu.
Aðrar samkomur
Á annan dag jóla gekkst SHÍ fyrir
jólatréssamkomu að Gamla Garði fyrir
börn stúdenta. Var sú skemmtun fjöl-
sótt og þótti vel takast.
Að kvöldi sama dags gekkst SHÍ
einnig fyrir dansleik að Gamla Garði
fyrir stúdenta.
Áramótafagnaður var haldinn að
Hótel Borg í samvinnu við Stúdenta-
félag Reykjavíkur.
Síðasta vetrardag hélt stúdentaráð
Framhald ó bls. 21