Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 23

Stúdentablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 23
STÚDENTABLAÐ 23 um útgáfu blaðs á vegum við- skiptafræðinema, en deildina hef- ur skort tilfinnanlega sitt eigið málgagn. Þessa dagana kemur út fyrsta tölublað Hagmála, en svo nefnist blaðið. Endurskoðun námstilhögunar deildarinnar hefur undanfarið verið ofarlega á baugi hjá við- skiptafræðinemum. Var í vetur haldinn fjörugur umræðufundur um skipulagsmálin og til hans boðnir prófessorar og dósentar deildarinnar. Samþykktu nem- endur að skora á forráðamenn deildarinnar að skipa nefnd til að gera tillögur um endurskipulagn- ingu deildarinnar. Áskorunin mætti skilningi, og fjallar nú nefnd um málið. Félagið gekkst fyrir tveimur rannsóknarleiðangrum á vetrin- um. I þeim fyrri var Sements- verksmiðjan skoðuð, en Mjólkur- bú Flóamanna í hinum síðari. Báðar voru ferðirnar mjög fróð- legar og fjölmennar. Árshátíð félagsins var haldin í marz. Þátttaka var allgóð, og skemmtu menn sér hið bezta. 1 marz s. 1. fór Höskuldur Jóns- son til Árósa á vegum deildarinn- ar. Kynnti hann sér m. a. náms- tilhögun í hagfræðideild háskól- ans þar. Á sama tíma fór Þór Guð- mundsson til Marseilles á þing AIESEC (Association Interna- tionale des Etudiants en Sciences Economiques et Commerciales) og gekk frá inngöngu viðskipta- deildarinnar í samtökin. Félags- samtök þessi beita sér einkum fyrir stúdenta- og kandidataskipt- um milli landa. Eru skiptin í því fólgin, að þátttökulöndin skiptast á tilboðum um sumaratvinnu. I sumar fóru utan, á vegum samtakanna, Björg Gunnlaugs- dóttir stud. oecon, til Svíþjóðar, Sigurpáll Vilhjálmsson cand. oecon. til Noregs og Haukur Helgason cand. oecon. til Þýzka- lands. Að þessu sinni kom aðeins einn erlendur stúdent hingað. Var það sænsk stúlka, og vann hún í IJtvegsbankanum. Landsbanki íslands minntist, í sumar, 75 ára afmælis síns. I tilefni þess lýstu forráðamenn bankans yfir því, að Landsbank- inn færði Háskóla Islands að gjöf tíu árslaun erlends prófessors, sem annast myndi kennslu í pen- ingamálum. Félag viðskipta- fræðinema fagnar mjög þessari höfðinglegu gjöf bankans. I október s. 1. var Árni Vil- hjálmsson hagfræðingur skipaður prófessor i rekstrarhagfræði við deildina. Viðskiptafræðinemum er það ánægjuefni, að þriðja pró- fessorsembættið skuli þannig vera skipað í viðskiptafræðum. Guð- laugur Þorvaldsson cand. oecon., sem s. 1. vetur kenndi rekstrar- hagfræði, kennir nú almenna rekstrarhagfræði, en sérstök yf- irlitskennsla í þessari grein er ný- breytni, sem nemendur telja mjög til bóta. Á komandi hausti verður náms- efni deildarinnar væntanlega hag- rætt enn betur og viðskiptafræði- nemar fagna vissulega allri við- leitni, sem verða má til að gefa náminu aukið gildi. Magnús Stefánsson: Frá félagi lœknanema Mikil gróska hefur verið í fé- lagslífi læknanema siðastliðið ár. Fundir hafa verið haldnir nokk- uð reglulega einu sinni í mán. allt skólaárið. Þar hafa mætt hinir beztu læknar og haldið fyrirlestra hver í sinni grein. Fundarsókn hefur yfirleitt verið góð, og þá einkum úr mið- og síðasta hluta. Á októberfundinum nú í haust var hafður sami háttur og í fyrra, að tekinn var til meðferðar sjúk- dómur, sem nú hrjáir þjóðina mjög. Þrír stúdentar gerðu efn- inu skil, en einn af prófessorum deildarinnar hlýddi á, bætti um og lagaði eftir á. Þykir þessi hátt- ur á fundum í félaginu gefa mjög góða raun. Er m. a. ánægjulegt að sjá, hversu margir stúdentar úr fyrsta hluta koma á þessa fundi, en því hefur viljað bregða fyrir, að þeir væru eins konar ut- anveltugemlingar í félagslífinu. 15. marz 1961 er merkisdagur í sögu félags vors. Þann dag af- henti rektor Háskólans, próf. Ár- mann Snævar, Félagi læknanema, herbergi til afnota í suðurkjallara skólahússins, en það mun hafa verið fyrir tilhlutan fyrrverandi rektors, Þorkels heitins Jóhann- essonar próf., að sú ákvörðun var tekin að afhenda stúdentum yfir- ráð í þessum hluta skólans, er Eðlisfræðistofnunin flutti starf- semi sína þaðan. Er þetta til hins mesta hagræðis fyrir starfsemi fé- lagsins alla, og kunnum við yfir- völdum Háskólans beztu þakkir fyrir. Fram að þeim tíma, er fé- lagið fékk þetta herbergi, hafa eigur þess verið út um hvippinn og hvappinn og erfitt verk að halda þeim saman. Geta má þess, að félagið sjálft vantar nú all- mörg eintök af „Læknaneman- um“ til þess að eiga hann allan. Er nú unnið að því að fylla í þess- ar eyður eftir því sem við verður komið. Hafa allmargir orðið til þess að gefa félaginu gömul ein- tök, sem nú munu fáséð orðin. Stjórn félagsins hefur ákveðið, að fyrst um sinn a. m. k. skuli her- bergið verða opið einu sinni í viku hverri, klukkustund í senn, og verður þá til viðtals einn stjórn- armaður, sem veita mun allar þær upplýsingar, er hann getur. Á útmánuðunum i vor var far- ið í ,,vísindaleiðangur“ upp á Akranes og heimsótt sjúkrahúsið þar. Viðtökur voru allar hinar dýrðlegustu og ríkti mikil ánægja með ferðina. Þátttaka var allgóð. I byrjun marzmánaðar s. 1. fóru stúdentar í miðhluta, í boði pró- fessorsins í lyfjafræði, að skoða Lyfjaverzlun ríkisins og kynnast starfsemi hennar örlítið. Var ferð sú öll hin ánægjulegasta og fróð- legasta. Á árinu hafa tekizt samningar um launagreiðslur til læknanema við tvö sjúkrahús. Eru það sjúkra- húsið á Akranesi og sjúkrahús Hvítabandsins. Ennfremur hefur lyf læknisdeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri greitt stúd- entum kaup nú um nokkurn tíma, án þess að félagið ætti þar nokk- urn hlut að máli. Verður þetta til þess að létta nokkuð undir með oss fátækum. Það sem nú kallar helzt að, er eins og fyrri daginn að bæta að- stæður og fjárhag læknanema. Yfirvöld háskólans með rektor í broddi fylkingar hafa látið í ljós

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.