Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 2
2 STÚDENTABLAÐ STUDENTABLAÐ Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands Ritstjórar: Abyrgðarmaður: Steingrímur Gautur Kristjánsson, stud. jur., og Þorvaldur G. Einarsson, stud. jur. Prentsmiðja Jóns Helgasonar Horft um öxl og fram á leið I dag eru 18 ár síðan íslenzka þjóðin hlaut óskorað sjálfstæði og sleit nánast einhuga síðustu böndin, er tengdu hana við Dana- veldi, sem fsland hafði um aldir verið hluti af. í sjö aldir hafði þjóðin verið háð erlendu valdi og stundum hafði þetta vald hvílt á henni eins og ok og staðið henni fyrir þrifum. Árið 1944 var aðeins eitt, sem skerti fullkomin yfirráð þjóðar- innar yfir íslenzku landi. f fimm ár hafði geysað ægilegasta styrj- öld sem háð hefur verið. í land- inu sat erlendur her, að vísu í skjóli samnings við íslendinga, en allir voru einhuga um, að þessi síðasti blettur á sjálfstæðinu skyldi afmáður strax að stríðinu ioknu. Þegar þóttust menn glöggt sjá fyrir lok styrjaldarinnar, enda komst friður á á næsta ári. Fljótlega hurfu hinar erlendu hersveitir á brott, og þjóðin, sem safnað hafði digrum sjóðum á styrjaldarárunum naut þess að vera nú loks engum háð og sá fram á frið og velmegun um ófyr- irsjáanlega framtíð. En velmeg- unin var fölsk og friðarhorfurn- ar veiktust brátt. Á styrjaldar- tímanum hafði þjóðin hagnast vel á viðskiptum við bandamenn, bæði með afurðasölu og sölu vinnuafls í þágu hins erlenda her- afla er hér dvaldist, en skortur var á mörgum vörutegundum, sem mikil eftirspurn var eftir, og því safnaðist stríðsgróðinn fyrir. Þegar að styrjöldinni lokinni tók að skerast í odda milli öflug- ustu stórveldanna, sem bjuggu við ólíkt stjómkerfi. Hernáms- veldin komu á sínu skipulagi í þeim löndum, sem þau náðu á sitt vald, hvert svo sem stjórn- arfarið hafði verið fyrir stríð. Heimurinn skiptist brátt í tvær andstæðar fylkingar og Islend- ingar skipuðu sér í hóp með þeim þjóðum, sem skyldastar voru þeim stjórnmálalega og menning- arlega, þrátt fyrir verulega and- stöðu þeirra sem hlynntir voru ólíkum stjórnarháttum og þeirra, sem enn héldu tryggð við hlut- leysishugsjónina. Brátt steig hér aftur her á land, í þetta skipti samkvæmt ósk íslenzkra ráða- manna. Herinn fékk með samn- ingi afnot af takmörkuðum lands- svæðum, sem lutu íslenzkri lög- sögu eftir sem áður. Um fram- sal á landi verður því tæpast tal- ið að ræða, en þeir sem andstæð- ir eru dvöl hersins hér telja, að hér hafi verið um hernám að ræða og stórkostlega skerðingu á sjálfstæði landsins. Þessi and- staða virðist hafa gengið tölu- vert saman í seinni tíð. Þegar landsmenn höfðu loks fengið full yfirráð yfir landinu fór líkt fyrir þeim og flestum öðr- um þjóðum þegar líkt stóð á. Þeir létu sér ekki nægja það sem unnizt hafði, en hugðu á stækk- un yfirráðasvæðis ríkisins. Nokkr- ir menn tóku upp baráttu fyrir því, að íslendingar gerðu tilkall til Grænlands, og málið komst svo langt, að skipuð var þing- nefnd til að athuga það, en hún skilaði neikvæðu áliti. Enda þótt þannig færi um landsvinninga- drauma, auðnaðist að færa yf- irráðasvæði íslenzka ríkisins út yfir hin auðugu fiskimið kring- um landið. Fyrst var fiskveiðilög- sagan færð út í fjórar mílur og síðan í tólf. En við ramman reip var að draga, þar sem voru fisk- veiðiþjóðir Evrópu, sem töldu sig eiga hagsmuna að gæta á íslands- miðum, einkum Bretar. Þá kom- ust íslendingar næst því að lenda í styrjöld. Bretar neituðu að við- urkenna tólf mílna fiskveiðilög- sögu við ísland og létu skip sín fiska innan markanna undir her- skipavernd. Fyrir stillingu og lip- urð íslenzku varðskipsmannanna og brezkra sjóliða tókst að forða stórvandræðum. Einn blettur féll á íslendinga í þessari viðureign. Dag eftir dag fyllti ótýnt níð um andstæðing- inn síður dagblaðanna. Svo langt gekk þessi ofsi, að í einu blaði birtist mynd af brezka þjóðhöfð- ingjanum, og undir henni stóð „hennar hátign, þjófurinn". Þrátt fyrir stórorðar yfirlýsingar var loks gerður samningur við Breta. Níðskrifin hættu og allt féll í dúnalogn. Að styrjöldinni lokinni var efnahagur flestra Evrópulanda í kaldakoli, en þessar þjóðir höfðu á að skipa einvala liði tækni- menntaðra manna. Bandaríkja- menn komu til hjálpar og veittu hinum hrjáðu þjóðum ríkulega efnahagsaðstoð og knúðu þær til samvinnu sín á milli. Ótrúlega fljótt réttu þjóðimar við eftir eyðileggingu stríðsár- anna, og er fram liðu stundir stóðu þær flestar á eigin fótum efnahagslega, og urðu jafnvel af- lögufærar um aðstoð til handa fátækari þjóðum. Velmegun jókst hröðum skrefum og heildarfram- leiðslan varð hvarvetna meiri en fyrir stríð. Hverskyns samvinna þjóða milli magnaðist í Vestur- Evrópu. Árið 1957 gerðu sex þjóðir á meginlandi álfunnar með sér samning um efnahagsbanda- lag. Meginatriði þessa samnings var, að tollar skyldu smám sam- an lækka milli aðildarríkjanna, og sameiginlegum tollum skyldi komið á við lönd utan samnings- svæðisins. Sjö þjóðir, sem stóðu utan bandalagsins stofnuðu frí- verzlunarsvæði, en markmið þeirra var að styrkja samnings- aðstöðu sína gagnvart sexveld- unum. Brátt kom í ljós, að efnahags- þróunin í löndum Efnahags- bandalagsins varð miklu örari en á fríverzlunarsvæðinu. Tollmúr- arnir voru rifnir niður með meiri hraða en fyrirhugað hafði verið. Loks sóttu Bretar, sem voru forustuþjóð fríverzlunarríkjanna um upptöku í efnahagsbandalag- ið og hin aðildarríkin fylgdu á eftir. Er nú svo komið, að flest Vestur-Evrópuríkin hafa leitað hófanna um aðild að bandalag- inu í einhverri mynd. Nokkur ríki, sem fylgja hlutleysisstefnu í utanrikismálum hafa leitað aukaaðildar vegna pólitiskra skuldbindinga í samningi banda- lagsríkjanna. Allt útlit er fyrir, að Efnahags- bandalagið muni brátt ná til allra ríkja í Vestur-Evrópu og jafnvel til Bandaríkja Norður-Ameríku og Kanada. Meðan þessu hefur farið fram hjá nágrannaþjóðunum, hefur gengið á ýmsu í íslenzku efna- hagslifi. Stríðsgróðinn hvarf eins og dögg fyrir sólu að styrjöldinni lokinni. Tilraunir stjórnarvalda til að binda fé í arðbærum at- vinnutækjum mistókust að veru- legu leyti. Til að viðhalda þeim lífskjörum, sem styrjöldin hafði veitt þjóðinni varð hún að byggja á meiri aðstoð frá Bandaríkjun- um en þær þjóðir, sem verst höfðu orðið úti, en á þeim tíma sem aðrar þjóðir urðu sjálfbjarga sat við sama á Islandi. Þjóðin eyddi stöðugt meiru en hún afl- aði. Allskyns meinsemdir hrjáðu efnahagslega heilsu þjóðarinnar. Loks var svo komið, að eyðslúlán lágu ekki lengur á lausu, og neyddust stjórnarvöldin þá til að grípa til róttækra efnahagsráð- stafana efnahag landsins til bjargar. Ráðin, sem beitt var voru í höfuðatriðum hin sömu og notuð höfðu verið í flestum Vest- um-Evrópulöndum til að reisa við efnahaginn eftir stríðið. Þegar árangur þessara ráðstafana tók að koma í ljós, var farið að bolla- leggja um þátttöku Islands í efna- hagssamvinriu Vestur-Evrópu- ríkja. Afstaða manna í þessu máli er mjög á sama veg og til Atlants- hafsbandalagsins, þegar íslend- ingar sneru baki við hlutleysis- stefnunni. Þeir, sem þá voru hálf- volgir eru hálfvolgir nú og and- stæðingarnir nú eru hinir sömu og þá. Greinilegt er þó, að meiri- hlutinn óskar eftir einhvers kon- ar aðild að Efnahagsbandalaginu. Andstæðingarnir benda á þau ákvæði Rómarsáttmálans (samn- Framhald á bls. 4.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.