Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 5
STÚ DENTABLAÐ 5 skalt elska Drottin, Guö þinn af öllu hjarta þínn og af allri sáltt þinni og af öllttm huga þínnni og aj öllnm mœtti þínum“. Markúsarguðspjall, 12. kap. Árstíð er vor. Sumarið að koma. Þið eruð ung — og það er alltaf verið að segja okkur, að lífið sé framundan. Maður verður að minnsta kosti að látast trúa því. Vona. Og gleðjast í voninni. Jesúm talar um guðselskuna í þessum texta. Allt sem vekur un- að, allt sem er frjálst, — hress- andi og lífrænt, það vilja ungir stúdentar. Að elska, það er að kjósa sjálfur og njóta þess sem maður kýs. Og að elska er einnig að vera kosinn, gagntekinn, hrif- inn af því sem maður kýs sjálf- ur. Ungir stúdentar vilja ekki fást við það sem þeir kjósa ekki sjálf- ir. Þeir vilja ekki láta leggja á sig nein bönd. Þeir velja það sem þeir vilja. Og þeir vilja ekki neitt það sem er dauflegt, leiðigjarnt. Þeir vilja ekki uppgjöfina, úr- ræðaleysið, deyfðina. Það sem þeir velja er lífið. Ekki dauðinn. Það er fasta. — En páskarnir eru framundan. Á milli línanna í píslarsögunni sjáum vér sigurinn skyggnast fram. Vér lítum upp, upp þaðan sem ljósið kemur og lífið; — og vér sjáum hinn þyrni- krýnda, kominn úr þrengingunni miklu. Og nú situr hann á veldis- stóli, konungurinn Kristur, fursti lífsins — og gefur okkur æskuna aftur. Það er æska kirkjunnar á hverri tíð. Það er æska guðfræð- innar hvert vor og haust. Þar sem ungir menn eru, starfa, hugsa, stúdera, lofsyngja, — þar er æska og þar er líf. Þegar vér litumst um i heimin- um í dag er nóg af æskufjöri — lífsins unga þrótti. En drunginn á meðal vor, deyfðin, sinnuleysið, þar sem ekkert skeður markvert, einangrunin, — það á ekki við unga stúdenta. Þeir vilja út í vor- loftið. Þeir vilja jafnvel brjóta rúður til þess að hleypa vorloft- inu að utan — inn. En ungir menn vilja ekki láta blekkjast. Þeir vilja heyra sann- leikann eins og hann er. Þeir vilja kynnast raunveruleikanum, vilja sjá skuggahliðarnar jafnt sem þær björtu á lífinu. Þeir vita að líf og dauði haldast stundum í hendur. Þeir skilja að alvara og gaman eiga oft samleið. Já, þeir heimta ábyrgð. Þeir vilja bera ábyrgðina. Þeir vilja að þeim sé treyst. Treystirðu ungum manni mun hann ekki bregðast, þ. e. sé hann sannur ungur mað- ur. Jesús talar oft um þá ábyrgð sem Guð leggur á oss, — um kröf- urnar sem Guð gerir til vor, — um hlýðni við Guð, ábyrgð gagn- vart Guði. En hér talar hann um að elska Guð. Það skyldi þó ekki vera svo, að Guð sé eitthvað skemmtilegt, fallegt, mikilfeng- legt, eitthvað girnilegt, eitthvað sem vér getum elskað? Ég talaði um það áðan, að nóg sé af æskufjöri, lifsþrótti í kirkj- unni og guðfræðinni í hinum stóra heimi. Það er næsta ótrúlegt, þeg- ar vér höfum í huga hið íslenzka sinnuleysi meðal vor guðfræð- inga, presta og kirkjufólks, að vorir kristnu bræður um heim allan eru önnum kafnir við að skemmta sér. Skemmta sér við iðkanir líkama og sálar — á þing- um, fundum, námskeiðum, við háskólana og hinu daglega lífi kirkjunnar. Þegar ég fæ í hendur útlend blöð og tímarit verð ég gagntekinn af þessu æskufjöri ungra stúdenta. Þeir hafa nóg við að fást og þeir hafa gaman af. Nýjar bækur koma út og eru kannaðar, ræddar. Mönnum dett- ur sitthvað frumlegt í hug — hver örvar annan til nýrra átaka og þeir miðla hver öðrum við kringlótta borðið, í kaffistofunni, á mótum, í vinnuflokkum. Ég sé í anda hina lífsglöðu stúdenta þar sem ég hefi numið og kennt er- lendis. Ég sé hina brennandi lifs- glóð þeirra, hinn funandi hita umræðnanna, áhuganeistann í augnaráðinu. Og ég heyri sönginn írá ungum hjörtum, ég heyri hann stíga upp eins og svellandi móð æskulífs og fjörs. — Þetta getum vér elskað, þetta glaða, unga líf. En getum vér elskað Guð? Ég sat eitt sinn á kaffistofu í erlendri borg með góðum vini. Á bak við diskinn, þar sem kaffi- áhöld stóðu innan um kökukassa og annað þess kyns, var veggur settur örsmáum flísum í öllum litum. Sjáðu vegginn þarna, sagði þessi vinur minn, sem var sænskur guðfræðingur. Þegar þú lítur fyrst á þennan vegg, sérðu aðeins mislita ferninga í hinni mestu ringulreið. Þú færð ekk- ert út úr þessu. Þetta er bara flísalagður veggur, lagður örsmá- orka á önnur atvik, vekja og hvetja til annarra atvika, at- hafna. Að elska Guð er að vera fluttur inn í þennan nýja veru- leika, veruleika, sem er hlýr, — traustur, sem vekur vongleði. Líf okkar allra er fullt af óskilj- anlegum atvikum og við hrekj- umst til og frá í straumiðu lífs- ins, berumst hingað og þangað, erum innan um fólk af öllu tagi. Nám og vinna verða þess vald- andi, að við eignumst stað hér eða þar, á þessum stað eða hin- um. Og allt er breytingum háð. Þegar ég lít yfir farinn veg minn og þeirra, sem næst mér hafa staðið í lífinu, finnst mér líf okk- ar, svo tilviljanakennt sem það kann að virðast, og breytilegt, Dr. Þórir Kr. Þórðarson: AÐ ELSKA GUÐ um mislitum flísum. En þegar þú ferð að horfa á vegginn tekur þú smám saman eftir því, að flís- unum er raðað þannig, að þær mynda reglulegt mynstur. Hver flísin við aðra hefir þann tilgang að mynda samfellda heild svo að mynstrið komi í ljós. Þannig skoða ég líf mitt, sagði hann. Ég hefi uppgötvað, að hvert einstakt atvik, sem gæti virzt tilgangs- laust, og er það kannski í sjálfu sér, myndar ásamt öðrum atvik- um samfellda heild sem gefur lífi mínu tilgang. Og mitt eigið líf er eins og ein lítil flís á veggn- um, sagði hann, öðruvísi lit en sú næsta, það er einskis nýtt í sjálfu sér þegar því er lokið, — en ásamt öllum kristnum bræðrum mynda ég samfellda heild, mynstrið, vilja Guðs með mig og okkur alla. Þetta er að elska Guð. Að upp- götva tilganginn, meiningima — að finna sig hluta af stærri heild. Að sigrast á tilgangsleysinu, að vera fluttur inn í nýjan veruleika þar sem atvik og athafnir eru hrifin út úr tilgangsleysinu. Já, atvikin geta verið tilgangslaus, en þeim er gefinn tilgangur við það, að þau eru sett í samhengi og vera eitt óslitið lofsöngsefni — þrátt fyrir allt. Ég sé að baki þess hönd Guðs. Hinn mikli mynda- smiður er að móta leirinn. Þar sem tilgangsleysið er mest sé ég tilgang verða til í höndum Guðs, — eftirá. Það er eftirsjáin sem leiðir sannleikann í ljós. Við lít- um yfir líf okkar og sjáum tæki- færin, — tækifærin sem okkur voru gefin. Mörg voru þau mis- notuð, illa notuð eða ekki nýtt. En þau voru gefin. Og til ein- hvers urðu þau. Við, sem höfum hlotið það þakkarverða hlutskipti að fá að læra, fá að nema, við stúdentarnir, sem skuldum þjóð okkar það að hafa fengið að gefa okkur að menntun og menningu, fengið að sjá og heyra allt hið stærsta og mesta í heimi, værum blindir ef við sæjum ekkert annað en tilgangsleysi, tilviljun, einsk- isnýtt hjóm, reikult og rótlaust þangið í lífi okkar. Okkur stend- ur svo mikið til boða, tækifærin eru svo stór og framtíðin er til- boð. Hún býður upp í dans. — „Tengið saman dansraðirnar með laufgreinum, allt inn að altaris- hornunum", segir í Davíðssálmi (118). — Þetta er að elska Guð. Að koma auga á mynstrið á

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.