Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 16
Jón E. Ragnarsson, stud. jur., formaður stúdentaróðs: Stúdentarnir og þjóðmálin Vinnum fyrir föðurlandið, hefur ávalt verið eitt helzta kjörorð stúdenta, íslenzkra og útlendra. Það voru íslenzkir stúdentar, sem hófu aftur á loft merki islenzks þjóðernis og tungu um miðja síðustu öld. Síðan þá voru stúdentar í fararbroddi í göngu þjóðarinnar til sjálfstæðis og endanlegs fullveldis. Stúdentar hins fullvalda Islands hafa síðan staðið, og standa vörð, um ríki sitt og vilja vinna jafn ötullega að vexti og viðgangi lýðveldisins og fyrirrennarar þeirra börðust fyrir stofnun þess. Hvarvetna í hinum nýstofnuðu ríkjum heimsins eru það stúdentar, sem eru forystumenn uppbyggingar og þeirrar mennt- unar og menningar, sem er frumskilyrði þess, að þjóð fái dafnað í landi sínu. Þar sem illir harðstjórar kúga landslýðinn, eru það stúdentar, sem fórna lífi og limum í baráttunni gegn harðstjórn og einræði. Stúdentar um víða veröld standa saman í baráttimni fyrir betri og réttlátari heimi og veita hver öðrum þann stuðning, sem hver einn má. Þetta bræðraband stúdenta um heim allan er jafnsterkt hér norður í höfum og í skauti hitabeltisnæturinnar. Stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði ISLENZKA lýðveldið hefur nú brátt að baki tvo áratugi sögu sinnar. Þjóðfrelsisbaráttan bein- ist því nú að öðrum verkefnum en áður var, þótt skyld séu. Bar- áttan þessi ár hefur einkum ver- ið tvíþætt: Að treysta og tryggja fengið frelsi gagnvart ásælni annarra ríkja með vörnum lands- ins og að tryggja sjálfstæði þegnanna og ríkisins með alhliða uppbyggingu og traustum efna- hag. HINU fyrra er borgið með þátt- töku íslands í varnarsamvinnu frjálsra þjóða við norðanvert Atl- antshaf og samvinnu við önnur ríki, er berjast fyrir og virða rétt þjóðar til að ráða sjálf sínum mál- um. Að vísu er nauðsynlegt að viðurkenna, að ákjósanlegt væri, að íslendingar gætu verið sjálfum sér nógir um landvarnir, en fá- menni og fátækt valda því, að við höfum orðið að leita á náðir vina- og frændþjóða um trygg- ingu á sjálfstæði okkar og full- veldi. Það er hörmulegur mis- skilningur, þegar menn láta þetta fyrirkomulag særa misskilinn og ýktan þjóðernismetnað sinn, því að vitrir menn hafa ekki, svo kunnugt sé, talið lítilmannlegt að viðurkenna staðreyndir og taka afleiðingum þeirra. Það ber á hinn bóginn að skoða það sem dæmi um manndóm og ættjarð- arást að telja land sitt þess virði, að einhverjir ágimist það, og vilja eitthvað til vinna, að sú ágirni geti ekki satt hungur sitt á þeirri mold, sem hefur okkur fætt og alið. ÞAÐ getur engin þjóð, fremur en einstaklingur, verið málum sínum ráðandi, þannig að talizt geti sjálfstæð, nema vera jafn- framt efnalega sinn eigin herra, hafa í sig og á, og ekki aðeins á líðandi stund, heldur tryggilega um nokkra framtíð. Þannig getur ekki verið um pólitískt sjálfstæði að ræða, nema efnahagslegt sjálf- stæði fylgi í kjölfarið eða öllu fremur sé forsenda hins fyrr- nefnda. Það er í þessum efnum, sem við íslendingar þurfum helzt að ástunda aðgát og árvekni. Nauðsynlegar framfarir og hvernig þær mega verða MIKILL meirihluti íslenzkra stúdenta er þeirrar skoðunar, að landvörnum sé hér vel borgið með því fyrirkomulagi, sem nú er á þeim málum. Það er því hið efnahagslega sjálfstæði, sem einkum vekur menn til athygli og kallar á atbeina- þjóðhollra manna. Hér á íslandi hafa orðið mjög stórstígar framfarir síðustu ára- tugi og höfum við mjög staldrað við, og dáðst að eigin afrekum í þessum efnum. Spurningin er hinsvegar sú, hvort þessar fram- farir hafi verið og séu nógu stór- stígar til þess að halda í horfinu við framfarir annarra þjóða í heiminum og þá miklu fólks- fjölgun, sem hér á sér stað. Eru atvinnuvegir landsmanna nógu fjölbreyttir, afkastamiklir og nýtízkulegir til þess að viðhalda og bæta þau kjör, sem lands- menn búa nú við? Svarið við þessum spurning- um og lausn þeirra vandamála, sem í því felst, er nú hið raun- verulega sjálfstæðismál Islend- inga. Lausn þessara mála er prófsteinninn á það, hvort Islend- ingar eru færir um að viðhalda sjálfstæðu ríki og hvort Island getur séð þjóðinni fyrir því við- urværi, sem nauðsynlegt er. Ef forystumönnum endist gæfa til þess að halda rétt á málum, þá er ekki ástæða til þess að örvænta um þetta mál. Það eru þó einkum þrjú atriði, sem lík- legust eru til þess að færa þjóð vorri velmegun og efnalegt sjálf- stæði: I FYRSTA LAGI, róttækar ráð- stafanir til þess að koma efna- hagsmálum landsins á traustan grundvöll, því að annars er byggt á sandi. Mikið hefur áunnist í þessum efnum, en betur má ef duga skal. I ÖÐRU LAGI, náin og heiðarleg samvinna við nágrannaríkin og Efnahagsbandalag Evrópu. An samvinnu við bandalagið munum við einangrast og bíða af því varanlegt tjón. Þátttaka í banda- laginu mun hins vegar auka mjög og flýta fyrir þeirri upp- byggingu atvinnuveganna, sem ' hér verður að verða á næstu ár- um. Það er sagt, að einsetumaður- inn upp til fjalla þurfi ekki að óttast um áhættur og sálarró sína, en fáir munu þó vilja skipta við hann um kjör og hlutskipti. Þetta einsetumannshlutverk get- ur þó beðið íslenzku þjóðarinnar, ef þröngsýni, þjóðarmetnaður eða áróður annarlegra sjónar- miða og óþjóðhollra fá að hindra eða tefja þessa efnahagslegu sam- vinnu Islendinga við nágranna- ríkin. Þegar stórveldi, eins og Bretland, treystast ekki til þess að standa ein og óstudd, þá dug- ar smáþjóðinni hvorki hroki né frægur bókmenntaarfur til þeirra framfara, sem nútimalifnaðar- hættir krefjast. Ef íslenzkir vald- hafar hika og tvístíga enn um skeið í þessu stórmáli, þá getur ábyrgð þeirra um síðir orðið meiri en svo, að þeir fái risið undir henni. I ÞRIÐJA LAGI þarf til stórauk- inn stuðning við tækni, vísindi og æðri menntun í landinu. Efl- ing háskólans og rannsóknastofn- ana er hér jafn nauðsynleg og bætt kjör háskólamenntaðra manna. Mennt er máttur ÞAÐ er ekki aðeins af eiginhags- munahvötum og skammsýni, sem svo mjög ber á í allri kjarabar- áttu landsmanna, að háskóla- menntaðir menn krefjast bættra kjara. Það er vegna þess, að án Framhald á bls. 16.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.