Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 12
12 STÚDENT ABLAÐ Björn Matthíasson, stud. oecon.: Hinn akademiski menntavegur ég núverandi fyrirkomulag, þar sem hver er rígskorðaður við sína eigin deild, vera alveg ófært. Þetta hefir skapað mikla þröng- sýni innan skólans. Það er orð- ið áberandi, að rígur hefir mynd- azt milli deildanna, sem einna helzt minnir á f jandskap ættbálka í Afríku suður. Slíkt ástand er ekki vel til þess fallið að skapa menntunaranda og þekkingar- löngun. Þegar vér Islendingar minn- umst sjálfstæðis vors á þjóðhátíð- ardaginn, væri ekki úr vegi að hugsa um það, að menntun er ein sterkasta máttarstoð þjóðfé- lags vors. Oss ber að standa vörð um menntun vora og missa eigi sjónar á því takmarki, er mennt- un var upphaflega ætlað að ná: Þroskun einstaklingsins. HVAÐ VELDUR? I þá daga, er æðri menntun var eingöngu ætluð þeim ríku og út- völdu, þá var lögð höfuðáherzla á það, að þroska persónuleika einstaklingsins. Þetta var fyrir daga hins sérhæfða þjóðfélags, er byggir atvinnulíf sitt á verka- skiptingu. Þá gerðist þess ekki þörf, að menntastofnanir sköp- uðu sérhæfða menntamenn. — Menntun í þá daga var að miklu leyti fólgin í því að reyna að komast að því, hver væri tilgang- ur lífsins, hvert væri hið góða og hið illa og hvað væri skaparanum þóknanlegt. En umfram allt: Námið fól í sér viðleitni til þrosk- unar. Síðan hefir mikið vatn runnið til sjávar. Þjóðfélögin hafa breytzt úr einveldi og aðalsveldi í lýðræði. Einn hluti af þessari þróun er sá, að nú er það talið til félagslegs réttar hvers þjóð- félagsborgara, að hann fái þá menntun, sem hann sækist eftir og er fær til að nema. Jafnframt hefir þjóðfélagið með verkaskipt- ingu sinni krafizt aukinnar sér- hæfni af menntamönnum sínum. Þetta hefir aftur leitt til þess, að áherzlan á alhliða þroskun hins menntaða manns hefir farið minnkandi. Ég vil halda því fram, að þróunin stefni hér í hættulega átt. Skólarnir okkar hætta að vera stofnanir, sem ætlað er að móta andlegan þroska mennta- mannsins, heldur eru þeir orðnir að hálfgerðum verksmiðjum, sem framleiða sérfræðinga á mjög þröngu sviði. Og annað verra: Þeir eru þar með að bregðast hlutverki sínu sem uppsprettur þroska og víðsýni. Ég er þeirrar skoðunar, að Há- skóli íslands gæti þess því miður ekki til hlítar að halda á lofti hlutverki sínu sem uppspretta þroskans. Oss er flestum kunnugt, að stúdentar innritast ekki í Há- skóla Islands sem slíkan, heldur í einhverja eina deild hans. Vænt- anlega er þetta fyrirkomulag byggt á þeirri kenningu, að stúd- entar eigi þegar að hafa hlotið hina víðu og breiðu menntun sina í menntaskólunum, og nú sé tími til kominn að snúa sér að ein- hverju ákveðnu efni. Því miður er það staðreynd, að stúdentar hafa ekki staðgóða menntun í menntaskólunum. Er þar helzt um að kenna latínuklaf- anum og öðru þurru námi. Enn- fremur á yfirheyrzlu- og agafyr- irkomulag, svo og skortur á hvatningu til sjálfstæðrar um- hugsunar þátt í því, að sköpun menntamannsins tekst ekki sem bezt. Ég hygg, að það sé hlutverk Háskólans að reyna að bæta úr þessu. Vænlegasta ráðið tel ég vera, að brjóta niður múrana milli deildanna og hvetja eða skylda stúdenta til þess að nema í fleiri en einni deild. Gott ráð væri að láta stúdenta ekki inn- ritast við eina deild fyrsta árið, heldur láta þá ganga á milli deilda og kynna sér eðli hinna ýmsu fræða. Ennfremur væri það heillaráð að láta menn stunda nám eitt eða tvö misseri af náms- ferli sínum í annarri deild en þeirri, þar sem þeir stunda að- algrein sína. Þetta aukanám skyldi helzt vera eftir eigin vali og því ætti að ljúka með prófi. Væri þá ekki úr vegi, að lækna-, laga- og viðskiptafræðinemar lykju einu stigi í einhverju tungu- máli eða íslenzkum bókmennt- um. Þá mættu heimspekideildar- menn voga sér yfir í lagadeild og nema almenna lögfræði eða stjórnarfarsrétt. Yfirleitt tel ég, að umferð milli deilda ætti að vera sem frjálsust og sem mest til hennar hvatt. Hinsvegar tel Öllum ber saman um það, að Háskóli íslands eigi að vera há- borg íslenzkrar menningar. Til þess að svo mætti verða hafa hæf- ustu fræðimenn þjóðarinnar ver- ið fengnir til að veita nemendum hans leiðsögn í ýmsum greinum. — Það er ekki langt síðan, að háskólinn réð einn færasta tón- listarsérfræðing þjóðarinnar til sinnar þjónustu, og var það þá vissulega orðið tímabært. Sá maður hefur lagt sig mjög í líma við að glæða allt tónlistarlíf inn- an veggja skólans og á skyldar ómældar þakkir fyrir það starf. Þessi maður er dr. Róbert Abraham Ottósson. Og til að gera langa sögu stutta, þá varð Stúdentakórinn þeirrar gæfu aðnjótandi að fá notið starfskrafta hans á síðastliðnum vetri. Með því sýndi dr. Róbert hvílíkan vildarhug hann ber til alls þess, sem lýtur að tónlist í háskólanum, þar sem hann fórn- aði dýrmætum tíma sínum í þágu kórsins. Það var því ekki að undra, þótt unnendur kórsins litu björtum augum fram um veg, þegar æf- ingar áttu að hefjast. Það eru ekki svo fáar söngraddir í um 800 — átta hundruð manna hópi stúdenta — ef þeir telja sig Is- lendinga, þar sem sú þjóð hefur öldum saman státað af því að vera með söngelskara fólki. En hvað gerðist??? Vonirnar dvínuðu, þegar aðeins nokkrir menn mættu á hverja æf- ingu og nær ætíð þeir sömu, og ósjálfrátt tók að læðast sá grun- ur að ýmsum, að menntamenn þjóðarinnar væru að úrkynjast að því er sönggáfuna varðaði. Og þrátt fyrir ötula baráttu söngstjóra og annarra góðra manna kom loks að því, að fella varð niður æfingarnar. Stúdentar höfðu brugðizt. En það er enn tími til að iðrast, góðir hálsar, því að á komandi hausti mun kórinn hefja starf sitt að nýju. Það er því ykkar að leggja honum lið og veita ykkur sjálfum ánægju og um leið öðr- um. Mér hefur verið tjáð, af fróð- um mönnum um félagsmál stúd- enta, að Stúdentakórinn hafi ver- ið ein lífseigasta ópólitíska félags- starfsemin innan veggja H. I. Ef svo er, hví ekki að efla þá starfsemi enn meir en verið hef- ur? Lögum kórsins var breytt til þess vegar, að eldri stúdentar, sem lokið hafa námi, eigi þar jafn greiðan aðgang og þeir sem enn eru við nám. Hann er stúdentakór, og það er ykkar að reka af ykkur slyðru- orðið sem á ykkur alla myndi falla, ef hann veslaðist upp vegna skorts á söngkröftum. Hér er aðeins um tvennt að tefla: Ykkar sóma — ykkar smán. Þ. G. E.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.