Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 4
4 STÚDENTABLAÐ - HORFT UM ÖXLOG FRAM A LEIÐ Stúdentaráð. Frá vinstri: Sigurður Hafstein, stud. jur., Svavar Sigmundsson, stud. mag., Ingi Viðar Árnason, stud. philol., Gunnar Ragnars, stud. oecon., gjaldkeri, Áslaug Ottesen, stud. jur., framkvæmdastjóri, Jón E. Ragnarsson, stud. jur., formaður, Ólafur Björgúlfsson, stud. odont., ritari, Eysteinn Hafberg, stud. polyt., Anna Katrín Emilsdóttir, stud. med. og Jón Einarsson, stud. theol. Fréttabréf frá Stúdentaráði Stúdentaráð það, sem nú situr, var kjörið í febrúar s. 1. og tók við störfum af fráfarandi ráði í byrjun marz. Ráðið kaus sér stjórn á fyrsta fundi sínum, og var Jón E. Ragnarsson kjörinn formaður ráðsins til eins árs, Ól- afur Björgúlfsson var kjörinn ritari og Gunnar Ragnars, gjald- keri. Framkvæmdastjóri ráðsins er Aslaug Ottesen og veitir hún einnig bóksölu stúdenta forstöðu. Sumarstarfið er einkum fólgið í rekstri sumarhótels Þegar ráðið tók við störfum, var skammt eftir skólaársins eða tæpir tveir mánuðir þar til vetr- arstarfinu var lokið og próf hóf- ust í háskólanum. Sumarstarfið, sem nú er að hefjast er, auk þátt- töku í samvinnu við erlenda stúdenta og undirbúnings undir starfið næsta vetur, einkum rekst- ur sumarhótels á stúdentagörð- unum og starfsemi ferðaþjónustu stúdenta. Vinnumiðlun stúdenta hefur haft mjög lítið að gera, vegna mikillar eftirspurnar eftir starfsfólki. Vel heppnað stúdentaþing, út- varpsdagskrá og sumarfagnaður Af störfum ráðsins þennan tíma má m. a. nefna kynningu á verkum skáldkvenna íslenzkra, veglegan sumarfagnað að Hótel Borg, dagskrá í útvarpinu siðasta vetrardag, útgáfu Stúdentablaðs. Þá má nefna stúdentaþing, sem haldið var í fyrsta skipti og þátt tóku í rúmlega 60 stúdentar, til- nefndir af deildarfélögunum og stúdentaráði. — Stúdentaþingið tókst mjög vel, og voru þar kruf- in til mergjar félags- og hags- munamál stúdenta. Umræður þingsins og samþykktir verða gefnar út sérprentaðar á næst- unni. Gagnlegar utanfarir stúden taráðsmanna Þá tók stúdentaráð þátt í ráð- stefnu formanna stúdentaráð- anna á Norðurlöndunum í Kaup- mannahöfn í marz, og formaður ráðsins fór um leið til fundar við forstöðumenn alþjóðasamtaka stúdenta í Hollandi. Af öðrum þáttum erlends sam- starfs má nefna för Inga Viðars Árnasonar á þing norskra stúd- enta í Osló í maí, en för sú er þáttur í reglulegum stúdenta- skiptum við norska stúdenta, og þátttöku Kjartans Jóhannssonar og Kristínar Gústavsdóttur, sem bæði eru við nám í Stokkhólmi í hátíð stúdenta í Uppsölum og námskeiði um þjóðfélagsmál í Helsinki. Formannaráðstefna Norðurlanda og alþjóðlegt „seminar“ í Kanada Formaður stúdentaráðs og Styrmir Gunnarsson, ritari utan- ríkisnefndar ráðsins, eru ný farn- ir til Danmerkur og sitja þar formannaráðstefnu Norðurland- anna. Síðan munu þeir fara til Bandaríkjanna og Canada á al- þjóðlegt ,,seminar“ um hlutverk stúdentasamtakanna í þjóðmál- um landa sinna og 10. alþjóða- þing stúdenta, sem haldið verður í Québec dagana 26. júní til 8. júlí. Þing þetta sitja fulltrúar frá rúmlega 80 þjóðum og leggur það áætlun um samstarf og samvinnu stúdenta um heim allan fyrir næstu tvö ár. Þing þetta sitja einnig fulltrúar frá menningar- og vísindastofnun Sameinuðu Þjóð- anna og fleiri alþjóðasamtökum um æðri menntun. Starf næsta háskólaárs undirbúið í sumar. Skortur á húsnæði stend- ur félagsstarfsemi fyrir þrifum Starfið næsta vetur mun svo hefjast 1. október. Verður það undirbúið í sumar, og mun eink- um lögð áherzla á að flýta undir- búningi að byggingu félagsheim- ilis fyrir stúdenta, auk hinna föstu liða í starfi ráðsins. Það er skoðun ráðsins að skortur á hús- næði og aðstöðu til félagsstarfa sé orðin svo knýjandi, að raun- veruleg efling og meiri f jölbreytni félagsstarfsins geti ekki átt sér stað, fyrr en slíkt félagsheim- ili hefur verið reist. Framhald af bls. 2. ings sexveldanna), sem fela í sér afsal ákvörðunarvalds í hendur sameiginlegra stofnana og póli- tískar skuldbindingar. Þeim, sem aðhyllast aukaaðild eru þessi á- kvæði þyrnir í augum, en þeir sem vilja sem nánust tengsl við bandalagið benda fyrst og fremst á það ótvíræða hagræði, sem landsmenn munu hafa af því, að geta selt útflutningsvörur sínar tiollfrjálst á einu fjölmennasta markaðssvæði heims. Þeir telja ekki ástæðu til að gera mikið úr st j órnmálalegum skulbindingum Rómarsáttmálans, þar sem við höfum þegar tekið þá afstöðu sem í þeim felst með inngöngu í Atl- antshafsbandalagið. Viðkvæmasta atriðið í þessu máli er, að margir óttast að Efna- hagsbandalagið þróist smám sam- an í þá átt að verða eitt ríki, enda er það hugsjón margra þeirra, sem harðast hafa barizt fyrir sameiningu Vestur-Evrópu. En þegar litið er raunsæjum augum á málið verður fyrir sú staðreynd, að íbúar Evrópu greinást í ólíkar þjóðir, sem hver um sig býr að eigin menningu, á sér eigin sögu og hafa fært fórnir til að öðlast og varðveita sjálfstæði sitt. Enn sem komið er hafa allar ákvarð- anir, sem miða að sameiningu verið teknar af ábyrgum stjóm- endum sjálfstæðra ríkja, og lík- legast er, að svo verði enn um ófyrirsjáanlega framtíð. Hitt er trúlegt, að efnahagsleg samein- ing fæði af sér stjórnmálalega samstöðu, þar sem hagsmunir hinna ýmsu ríkja munu þá falla saman. íslendingar ættu ekki að þurfa að kvíða því, að glata tungu sinni og menningu með þátttöku í þessu ævintýri, eða hvaða tungu ættu þeir að taka upp í staðinn? Vestur-Evrópuþjóðimar eru svo ólíkar og hinar stærstu svo jafn- ar að styrkleika, að ekki er senni- legt að tunga og menning einnar mvmi ryðja sér rúms á kostnað hinna.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.