Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 10
10 STÚDENTABLAÐ Ályktun níunda alþjóðaþings stúdenta Formálsorð Níunda alþjóðaþing stúdenta var haldið í Klosters í Sviss 21. ágúst til 1. september 1960. — Þingið sátu fulltrúar 73 stúdenta- samtaka víðsvegar að, m. a. frá öllum Norðurlöndunum, Indlandi, Canada, Sviss, Júgóslaviu, Ara- biska sambandslýðveldinu, Þýzkalandi, Niðurlöndum, Indo- nesíu, írlandi og Kúbu, svo nokk- ur séu nefnd. Eftirfarandi ályktun er ein af mörgum, sem gefnar voru út í sérstakri ályktanabók að þinginu loknu. Ályktun Níunda alþjóðaþing stúdenta hefur íhugað ástand æðri mennt- unar í Austur-Þýzkalandi á grundvelli aukinna upplýsinga, er rannsóknar- og upplýsinganefnd stúdenta (Research and Informa- tion Commission) hefur aflað. Þingið vill benda á eftirfarandi einkenni á A-þýzkri æðri mennt- un. A) Með tilliti til að njóta æðri menntunar. Reglugerð um val á umsækj- endum, sem var gefin út af austur-þýzka menntamálaráðu- neytinu 1. marz 1959: Tvö börn hittast við gaddavírsgirðinguna. Þau geta talað saman og gera |>að oft, en þau geta ekki leikið sér saman. Hvers vegna ? Austur-Þýzkaland „Háskólar og stofnanir þeirra munu taka þá umsækjendur, sem hafa fullkomið vottorð um að hafa á virkan hátt stuðlað að uppbyggingu sósíalismans, svo sem í iðnaði, Alþýðuhernum eða í skóla, og sem búa yfir nauðsyn- legum hæfileikum til að verða ungir sósíaliskir sérfræðingar“. — Hverjum nemanda, sem inn- göngu fær í háskóla, er skylt að undirrita yfirlýsingu þess efnis, að í henni skuldbindist hann að verja á raunhæfan hátt allt sitt líf stjórnarstefnu A-þýzka Al- þýðulýðveldisins. B) Hvað viðvíkur akademisku frelsi. — Reglugerð aðstoðar- menntamálaráðherra 1. október 1954: „öllum er skylt að nema und- irstöðuatriði þjóðfélagsvisinda. Efni þeirra er eftirfarandi: 1. Undirstöðuatriðin í Marx- Leninisma. a) Uppruni og þróun Marx- Leninisma. b) Rökfræðileg og stjórn- fræðileg efnishyggja. 2. Undirstöðuatriði stjórn- málalegrar hagfræði“. — Reglugerð um ákvæði fjár- styrkja til stúdenta í háskólum og æðri menntastofnunum, 3. febrúar 1955: „Hægt er að veita nemendum styrki með þvi skilyrði, að þeir styrki vald verkamanna og bænda í austur-þýzka Alþýðulýðveld- inu“. C) Að því er varðar sjálfs- stjórn háskóla. — Tilskipun um hina sósíal- isku enduruppbyggingu æðri menntunar í A-þýzka Alþýðulýð- veldinu, 13. febrúar 1958: „Menntamálaráðuneytið hefur eftirfarandi skyldustörf með höndum: a) Að tryggja hina sameinuðu stjórnmálalegu, vísindalega tæknilegu stjórn allra há- skóla, æðri vísindastofn- ana, Iðnskóla. . . . b) að útskýra stjórnarstefnur i háskólum og öðrum vís- indastofnunum, sem þjóna uppbyggingu sósíalismans í Alþýðulýðveldinu. e) að hafa umsjón með gjör- völlu rannsóknarstarfi í háskólum og öðrum vís- indastofnunum. m) að tryggja, að tillitið til máttar verkamanna og bænda hafi úrslitavald um allar stöðuveitingar og færslur (prófessora) “. — Wilhelm Girnus, mennta- málaráðherra, segir í „hugmynd- in að sósialiskum háskóla", í Ber- lín 1957: „I sósíalisku þjóðskipulagi er allt fræðslukerfi okkar „res pup- lica“ þ. e. a. s. málefni ríkisins“. D) Hvað viðvíkur handtökum. — Á tímabilinu frá því í byrj- un apríl-mánaðar (1. apríl) 1958 og til loka júní (30. júní) 1960, voru 161 stúdentar og prófessor- ar handteknir af stjórnmálaleg- um ástæðum. — Með skírskotun til hand- töku stúdenta vegna stjórnmála- skoðana gaf FORUM, hið opin- bera málgagn A-þýzku stúdenta- samtakanna „Frjálsrar þýzkrar æsku“ (F. D. J.), út yfirlýsingu í nóvembermánuði 1956: „Stúdentar í hinu A-þýzka Al- þýðulýðveldi munu aldrei verða færir um að semja við ríkisfram- kvæmdavald sitt um að leysa úr haldi slíka glæpamenn, eins og kvæmdaráð V. D. S. hefur beðið þá um. . . . enginn áróður, hversu mikill sem hann reynist, getur komið austur-þýzkum stúdentum og F. D. J. til að verja hina yfir- lýstu óvini alræðis öreiganna“. E) Að því er varðar flótta- menn. — Á tímabilinu 1. apríl 1958 til 30. júní 1960, flúðu yfir 3.800 prófessorar, lektorar, aðstoðar- menn við vísindastofnanir og stúdentar frá A-Þýzkalandi til vestari hluta landsins. F) Hvað viðvíkur „Frjálsri þýzkri æsku“ (F. D. J.). — I lögum F. D. J., sem sett voru á 6. þingi samtakanna í maí 1959, er sagt: „I starfsemi sinni fer F. D. J. eftir hinum ákveðnu og fræðandi ákvörðunum og leiðbeiningum hins sósíaliska sameiningarflokks (S. E. D.). — Yfirlýsing Werner Turski

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.