Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 9
STÚDENTABLAÐ 9 Að loknum samsöng í Oslo 1961 á þjóðhátíðardegi Norðmanna. Norðmanna þar. Sú athöfn var þrungin hátíðleik en látlaus. Þá var dagurinn senn á enda runninn. Sunnudagur 20. maí. Þeir lögðu af stað í bítið i leiguflugvél Flugfélags Islands. Ferðinni var heitið til Akureyrar, höfuðstaðar norðurlands. Frk. Elín Pálmadóttir fylgdist með hópnum norður yfir heiðar, fyrir hönd móttökunefndar, enda þaul- vön leiðsögu og sannkölluð val- kyrja til ferðalaga. Á flugvellin- um í Eyjafirði beið Karlakór Akureyrar ásamt söngstjóra sín- um, Áskeli Jónssyni. Heilsuðu hvor tveggja kórinn með söng, en að því loknu var mönnum skipað niður á heimili og veittur beini að norðlenzkri gestrisni. Um klukkan 5 hélt svo stúd- entakórinn fyrsta samsöng sinn á íslenzkri grund fyrir troðfullu húsi og við mikla hrifningu. Urðu margir frá að hverfa og þótti illt, þar sem ekki var unnt að halda annan samsöng vegna stuttrar viðdvalar kórsins. Að samsöngnum loknum var bærinn skoðaður og m.a. sungið í kirkju þjóðskáldsins. Um kvöld- ið var kórnum haldið samsæti að Laugarborg, sem er félags- heimili inni í Eyjafirði. — Róm- uðu stúdentarnir mjög allar mót- tökur norðanmanna og sögðust seint myndu gleyma þeim hlýhug, er þeir mættu norðan heiða. Ferðin suður gekk í alla staði greiðlega, og það var fagurt sól- arlag við sundin. Mánudagur 21. maí. Stúdentakórinn hóf morgun- inn með því að skoða Háskóla íslands og aðra merka staði borgarinnar. Tíminn leið, það var haldin æfing, og blöð og útvarp sögðu frá fyrirhuguðum samsöng kórsins í Gamla Bíó kl. 7 um kvöldið .... í anddyri Gamla Bíós var fólk að kaupa myndarlega söngskrá af kjólklæddum söngmönnum, en hún bar vitni vel undirbúinni söngferð — aðrir voru á leið til sæta sinna. Uppi á svölum hafði Karlakór- inn Fóstbræður komið sér fyrir og hugðust þeir heilsa stúdent- unum með söng sínum undir stjórn söngstjórans, Ragnars Björnssonar. Þegar norski kórinn hafði gengið inn á sviðið og stillt sér upp, hófu Fóstbræður að syngja norska þjóðsönginn og viðstaddir risu úr sætum. Norð- mennirnir svöruðu með íslenzka þjóðsöngnum, og var þessi stund bæði hátíðleg og eftirminnileg. Hófst nú söngurinn. Á efnis- skránni voru hvorki meira eða minna en 20 lög eftir ýmsa höf- unda. Að vísu hafði kórinn ekki raddstyrk á við beztu islenzku kórana, en fáguð meðferð þeirra á fjölbreyttu efni vann upp það er á vantaði. Þótti mörgum á- heyrendur skammarlega fáir mið- að við þann mikla fjölda stúd- enta, Noregsvina og söngelskra borgara, sem byggja þessa borg. En hinir sem hlýddu voru söng- mönnum þeim mun þakklátari. Um kvöldið var kveðjuhóf í Klúbbnum við Borgartún og margt til skemmtunar. Háskóli Islands var gestgjafi kvöldsins og rækti það af miklum höfðings- skap. Að borðhaldi loknu sungu allir kórarnir er á staðnum voru eða 3 talsins, gjafir voru veittar og kveðjur færðar. Mikinn fögnuð vakti orðuveit- inga-,,tradition“ norska kórsins enda slungin alvöru og léttum ,,humor“. Síðan stigu ungir sem gamlir dans fram eftir nóttu, sungu í hléum jafnt sem með hljómsveit- arundirleik, og var kvöldið öllum til óblandinnar ánægju. Móttökunefnd háskólans hafði unnið ötullega að undirbúningi þessarar heimsóknar og naut þar frækilegrar aðstoðar góðra sam- Framhald af bls. 3. um og þjóðinni, hvað í því felst, að menn ljúka kandidatsprófi. Menntun þeirra hefur kostað þjóðina fé, þeir eru að vissu leyti gjöf hennar til lýðveldisins. Þetta er opinber atburður. Háskólaárinu lýkur 15. júní, tveim dögum síðar er þjóðhátíðin. Ég vil gera að tillögu minni, að Háskóli íslands útskrifi kandi- data sína úr öllum deildum við formlega athöfn og væri ekki óeðlilegt, að það væri liður í þjóð- hátíðinni. Slík athöfn myndi gera þjóðinni ljósara hlutverk há- skólans, þátt hans í sjálfstæði landsins og styrkja hann sem stofnun, sögulega og þjóðfélags- lega. Og í því umhverfi yrðu kandidatar sér þess glögglega meðvitandi, hver ábyrgð fylgir prófi, og hinn sögulegi grundvöll- ur þjóðhátíðar svo og hátíðisdag- urinn sjálfur myndi dýpka vitund þeirra um stöðu þeirra og skyld- ur gagnvart landi og þjóð; þar væri eftirminnilegur rammi um langþráðan áfanga. Nýstúdentar setja svip sinn á 17. jún. Þeir hafa lokið prófi, sem er aðgöngumiði að háskóla, taka og einstaklinga, hverra hjálpsemi átti sér fá takmörk. Það er því skylt og ljúft að þakka þeim aðilum öllum, sem lögðust á eitt að gera norsku stúdentunum komuna hingað minnisstæða og um leið að gefa löndum sínum góðar minningar. Að lokinni þriggja daga dvöl héldu frændur vorir Norðmenn áleiðis heim yfir Islandsála, vin- áttu og endurminningunum rík- ari. Það er von mín og trú, að orð rektors, Ármanns Snævarrs — er hann viðhafði í ávarpi sínu til stúdentanna, muni reynast fylli- lega verðskulduð, þar sem hann segir: ,,I sögu Háskóla Islands mun komu norska stúdentakórs- ins, ,,Den Norske Studenter- sangforening“, ætíð verða minnst sem eins stærsta viðburðar ársins 1962.“ áfangi á leiðinni til kandidats- prófs, en ekki lokamark í sjálfu sér. Við útskriftarathöfn kandi- data sæju þeir áfanga sinn í réttu samhengi, og takmarkið yrði þeim ljósara — þeir ættu að verða betri háskólaborgarar, betri stúdentar. Það er rætt um lítil tengsl stúd- enta og háskóla og engin tengsl kandidata og skólans. Við hverju er að búast? En tengslin skapast við góðar minningar, og eftir- minnilega atburði. Þar liggur styrkur þeirra stofnana, sem eiga sér grónar hefðir. Háskóli okkar er fátækur að slíkum hefðum, og bragur hans allur er í daufara lagi. Einhvern tíma hefjast allar hefðir, hvers vegna ekki nú? Háskólann þarf að efla. Það er krafa lýðveldisins til þegna sinna og ekki sízt til háskólaborgar- anna. Ætlunarverk hans er mikið og veglegt, og það varðar þjóð- arheill, að við það sé staðið. Án vel menntaðra og dugandi for- ystumanna, sem virða sögu og eiga hugsjónir þjóðar sinnar, stenzt ekkert lýðveldi. Og það er háskólans að móta og mennta slíka menn. - HÁSKÓLI 0G ÞJÓÐHÁTÍÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.