Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 13
STÚDENTABLAÐ 13 STÚDENTARNIR OG ÞJÓÐMÁLIN Guðfræði Bernharður Guðmundsson Ingólfur Guðmundsson Viðskiptafræði Gunnar Hólmsteinsson Oddur Sigurðsson Björg Gunnlaugsdóttir Einar Sigurðsson Læknisfræði Sverrir Georgsson Guðjón Sigurbjörnsson Ólafur Jónsson Páll Ásmundsson Halldór Halldórsson Egill Jakobsson Leifur Jónsson Jóhannes Bergsveinsson Inger Idsöe Ólafur Gunnlaugsson Lögfræði Bragi Steinarsson Gunnar Hafsteinsson Jónas A. Aðalsteinsson Jón Óskarsson Heimir Hannesson Jóhannes L. L. Helgason Ragnar Aðalsteinsson Jón Ægir Ólafsson íslenzkupróf fyrir erlenda stúdenta Jóhan H. W. Poulsen B.A.-próf Ásgrímur Pálsson Ásdís Kristjánsdóttir Auður Gestsdóttir Gunnar Ásgeirsson Guttormur Sigbjörnsson Kristín Kaaber Sigríður Sveinsdóttir Skúli Jón Sigurðsson Þórarinn Andrewsson Þórarinn Guðmundsson Fyrri hluta próf í verkfræði Benedikt E. Guðmundsson Birgir Ágústsson Sigurður Þórðarson Þorbergur Þorbergsson Þráinn Karlsson Framhald af bls. 13. fjölda velmenntaðra og æfðra manna er ekki unnt að halda uppi nútímaþjóðfélagi. Ef ekki er vel búið að slíkum mönnum, þá er ekki líklegt að nógu margir vilji leggja á sig erfiðið við að afla sér dýrrar menntunar, ef það gefur ekki meira í aðra hönd, en störf þau, sem minna krefjast um undirbúning, vinnu og ábyrgð. Stórveldin skilja það, að raun- verulegur styrkleiki þeirra bygg- ist á f jölda velmenntaðra vísinda- manna, og leggja því stórfé til námsstyrkja, skóla og rann- sóknastofnana. Við Islendingar virðumst hins vegar vera á sokkabandsárunum í þessum efn- um. Það er ekki merki um mikið álit þjóðarinnar á æðri menntun, þegar enn má heyra náttúrugáf- aða menn halda því fram í fullri alvöru, að bændur hafi farsælli þekkingu á vegagerð en sér- fræðingar á því sviði, eða að fáir séu líklegri til þess að vera glám- skyggnir á efnahagsmál en sprenglærðir hagfræðingar. Það er því líkast, að of margir haldi enn, að bókvitið verði ekki í ask- ana látið, en skilji ekki, að án bókvitsins tæmist askurinn fljót- lega. Það er ekki ofsagt, að hinir ungu atvinnuvegir Islendinga séu þegar orðnir langt á eftir at- vinnuvegum annarra þjóða í tæknilegum efnum. Tækni og rannsóknir hafa verið vanrækt, vegna þess að menn hafa ekki skilið nægjanlega hagnýtt gildi. Þessi hugsunarháttur verður að breytast og þjóðin verður að sýna það í verki með raunhæfari stuðningi við háskólann og stúd- enta, því að þeir eru fjöregg Is- lands tuttugustu aldarinnar. Vinnum fyrir föðurlandið VANÞRÓAÐ miðalda bænda- þjóðfélag hefur breytzt í nútíma ríki velmegunar og menningar á nokkrum áratugum. Sjálfstæði vort er átján vetra í dag, og það er bjart yfir framtiðinni. Is- lenzka lýðveldið hefur slitið barnsskónum, hið erfiða gelgju- skeið stendur yfir. Það er á næstu árum, sem við ákveðum þá braut, sem við viljum og ætlum að ganga. Viljum við hafa heiðarlega og einarða samvinnu við ná- grannaríkin eða kjósum við braut hins einræna og sérvitra? Viljum við þiggja aðstoð við þá skjótu uppbyggingu, sem hér verður að eiga sér stað á næstu áratugum, eða kjósum við af ör- yggisástæðum að hokra einir í horni okkar og taka áhættunni af því að dragast aftur úr í efna- legum efnum? Hvor áhættan er meiri, hvora leiðina er okkur, ég segi leyfilegt, að fara? Með þeim óskum, að lausn þessara þýðingarmiklu vandamála verði farsæl fyrir land og lýð, óskum við stúdentar þjóð okkar til hamingju með daginn. Vinnum þjóð okkar af einurð og samvizkusemi og þá mun efl- ast hér þjóðfélag, sem við unnum bæði af einlægni og stolti. „Laboramus pro patria". STÚDENTAR! Hátíðarmatur í dag Skemmtið ykkur á Hótel Borg HÓTEL BORG

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.