Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Síða 7

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Síða 7
STÚDENTABLAÐ Sveittir ræðarar að lokinni keppni. Sigurvegararnir eru í fremri farkostinum. Fyrsti kappróðurinn milli Upp- sala- og Lundarstúdenta ÖRFANDI LYF? — STÓRSIGUR LUNDANNA Stúdentaráðin við háskólana í Uppsölum og Lundi hafa nú í fyrsta skifti í sögunni leitt sam- an hesta sína í kappróðri. Hefur einokun brezkra stúdenta á þess- arri iðju því loksins verið brot- in á bak aftur. Sveit Lundanna vann yfirburðasigur á Fyrisánni í Uppsölum og sigraði sveit Upp- salastúdenta með yfir tveim báts- lengdum. Fulltrúar stúdentaráðsins í Uppsölum tóku á móti ræðurun- um frá Lundi með pomp og prakt. Ræðararnir, sem klæddir voru í kjól og hvítt, voru siðan færðir, gegn vilja sínum, á hestum til Gástrike-Hálsinglands stúdenta- garðsins, þar sem þeir voru vegn- ir og reyndist sveitin vega alls 350 kíló. Þegar kappróðurinn hófst, rak hver stórviðburðurinn annan. — Eftir að bátarnir höðfu verið ræstir, í tryggilegri fjarlægð frá Kvarnfossinum, þutu bátarnir af stað undan straumnum. Lang- fyrstur var bátur dómaranna, sem þegar í stað hvarf niður ána. Höfðu dómararnir misst jafnvæg- ið í plastbát sínum og hafði hann fyllt af vatni. Voru dómararnir þar með úr sögunni. Lundarnir tóku þegar foryst- una í róðrinum og höfðu 500 metra forskot við snúninginn norðan Fyrisbaðstrandarinnar. Uppsaliensamir höfðu að sögn tekið málin nokkuð létt og varð þegar ljóst að þeir myndu bíða lægri hlut. Róðrinum lauk með sigri Lundanna, þó er talið, að Uppsaliensar ætli að krefjast ógildingar á keppninni vegna þess grunar, að einhverjir kepp- enda hafi verið undir áhrifum Gunnar Hafström, nýbakaður lög- fræðingur í Uppsölum hefur sent formanni stúdentaráðs þessa frétt. Gunnar stúderaði í Lundi, en er nú bæjarþingsnotarius í Uppsölum. Gunnar kom hingað til lands sum- arið 1960 og er síðan algjör ís- landsvinur, eins og lög gera ráð fyrir. Það skal þó tekið fram, að Gunnar er bindindismaður. Gunnar hefur nú stungið upp á þvi, að hann sendi Stúdentablaði fréttir frá Svíþjóð af og til og í stað- inn sendum við honum fréttir af málefnum okkar, sem hann mun síðan koma á framfæri við blöð stúdenta í Svíþjóð. Slík skifti tel- ur Gunnar líkleg til þess að auka samvinnu sænskra og íslenzkra stúdenta, en Gunnar segir m. a. í bréfi sínu: Som Du vet, ivrar jag ! för, nármare förbindelser mellan Sverige och Island. örfandi eða deyfandi lyfja. I verðlaun hlutu Lundar leyndar- dómsfulla fallbyssu, og er allt á huldu um fyrri eigendur fallbyss- unnar. Næsti kappróður fer fram í Malmö að ári. Þar hyggjast Upp- saliensar hefna harma sinna og vinna til baka hina gömlu fall- byssu, sem að áliti kunnugra hefur átt lögheimili í Uppsölum í nokkur hundruð ár. Gunnar Erivan Hafström, J.E.R. Um lánasjóð stúdenta Við undanfarnar lánaúthlut- anir hefur því miður viljað brenna við, að ágætir kollegar hafa ekki útfyllt umsóknir sínar sem skyldi, og valdið þannig út- hlutunarnefnd nokkrum erfiðleik- um. Langar mig því til þess að þetta megi betur fara í framtíð- inni. Fyrstu spurningunni, um nafn, aldur, heimilisfang o. s. frv. svara allir fullnægjandi, og hirði ég ekki frekar um þær. En þegar kemur að tekjunum fer að gæta nokkurrar ónákvæmni. Sérstak- lega hafa menn viljað misskilja spurninguna um tekjur fyrir aukastörf eftir að kennsla hófst. Hef ég stundum heyrt menn halda því fram, að tekjur fyrir launaða kúrsusa þurfi ekki að telja fram, ,,af því að kúrsusar séu skyldustörf en ekki auka- störf.“ Þetta er auðvitað megn- asta hártogun, og eiga menn skil- yrðislaust að telja sér tekjur fyrir þessa kúrsusa. Þar sem spurt er um eignir umsækjenda, er fyrst og fremst átt við fasteignir (íbúðir, bif- reiðir), svo og peninga og verð- bréfaeign. Annars svara ýmsir þessum lið mjög ýtarlega, eins og t. d. þetta svar ber með sér: „Eignir: Eiginkona og barn. Hvorugt metið til fjár. Arður enginn“. Varðandi skuldirnar þykir það lýsa nokkrum trassaskap að vita ekki um skuldir sínar við Lána- sjóð ísl. námsmanna, og þurfa að vísa til bóka sjóðsins um þær. Ættu þeir, sem þetta hafa gert, að afla sér upplýsinga um skuldir sínar (hjá háskólaritara) eða þeirri deild Landsbankans, sem sér um lánin) og geta síðan ekki aðeins um skuldarupphæðina, heldur einnig á hvaða tíma er til hennar stofnað, enda er líka spurt um það. Þar sem spurt er um ábyrgðar- menn syndga líklega hvað flestir. Ymsir virðast nefnilega haldnir þeim mikla misskilningi, að hér sé aðeins um formsatriði að ræða, og fá því blásnauða samstúdenta sína til þess að gerast ábyrgðar- menn fyrir sig. Það gengur alls ekki, og verða menn að fá sér tvo ábyrgðarmenn, sem reynzt gætu borgunmenn, ef til kæmi. Varðandi síðasta liðinn, þar sem spurt er um lánsupphæð þá, sem óskað er eftir, skal þess get- ið, að flokkarnir eru 4 og fara hækkandi eftir því sem mönnum miðar í náminu. Við síðustu út- hlutun voru flokkarnir sem hér segir: 1. fl. kr. 10.800,00, 2. fl. kr. 9.000,00, 3. fl. kr. 7.200,00, 4. fl. 5.400,00. Hvað háir flokkarnir verða við næstu úthlutun, er ekki hægt að segja að svo stöddu, en þeir verða vonandi a. m. k. ekki lægri en nú er. Ég vil hér nota tækifærið og heita á menn, að sækja ekki um hærri flokk en þeir telja sig geta minnst komizt af með. Enn er eitt, sem vert er að minnast á, og það er að svara ekki einföldum spurningum eins og um tekjur, húsaleigu o. þ. u. 1. með núllum, strikum oð öðrum álíka táknum. Ef menn hafa eng- ar tekjur haft eða greiða enga húsaleigu, er viðkunnanlegast að nota móðurmálið til þess að láta það í Ijós. Hér er að vísu um smáatriði að ræða, en þessi tákn setja ljótan svip á umsóknina, svo að ég læt þetta fylgja með. f sambandi við næstu úthlutun má svo geta þess, að þá verður væntanlega hægt að veita þeim stúdentum á 4. misseri úrlausn, sem lokið hafa öllum tilskyldum prófum. Að lokum þykir rétt að taka eftirfarandi fram um lánskjörin: Lántakandi skal enga vexti greiða meðan á námstíma -stendur, en endurgreiða lánin með jöfnum af- borgunum og 3% % ársvöxtum á allt að 15 árum. Vaxtagreiðslur og afborganir hefjast á árum eft- ir að námi lýkur. Miða skal við próf eða síðustu lántöku, ef náms- maður hverfur frá námi. T. Á. Grein þessi birtist fyrst í Læknanem- anum, en þar sem ritstjórar Stúdenta- blaðs töldu hana eiga brýnt erindi til stúdenta i öllum deildum, var aflað leyfis hjá ritstjórn Læknanemans til endurbirtingar í Stúdentablaði.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.