Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 6
6
STÚDENTABLAÐ
veggnum, að sjá vilja og tilgang,
afl sem beínir öllu til einnar átt-
ar í lífi okkar, þrátt fyrir öll
víxlsporin, þrátt fyrir öll atvik-
in sem neita og mótmæla því,
að nokkur tilgangur sé. Þetta
er að elska Guð, að ljúka upp
augum sínum fyrir hinu stóra
samhengi í sögunni, í lífi kirkj-
unnar um aldir, í lífi okkar
sjálfra, og finna sig hluta mynd-
arinnar, — og að gleðjast við
þá innri sýn, láta styrkjast af
henni, hrífast af henni, vilja gefa
líf sitt til þess að njóta hennar.
Það er að elska Guð.
En er þetta aðeins hugarsýn?
Jesús talaði um að elska Guð af
allri sálu og af öllum huga. Talar
það ekki skýru máli? Er ekki
guðselskan eitthvað huglægt? Nú
vill svo illa til, að guðspjöllin
voru ekki upphaflega skrifuð á
íslenzku og verðum við því að
leggja það á stúdentana að læra
frummálin, grísku og hebresku,
nokkuð sem allir eru ekki alltaf
ánægðir með. Að elska Guð af
allri sálu. Á grískunni stendur
psyche. En jafnvel það gefur okk-
ur ekki nægjanlegar upplýsingar.
Við verðum því að fara til hebr-
eskunnar. Hebreska orðið nefes
er ýmist þýtt sál eða líf. Gríska
orðið í gríska Nýja testamentinu
hefir endamerkingu sína frá hinu
hebreska orði; það hefir ekki
sömu merkingu og á klassiskri
grísku. Að elska Guð af allri sálu
sinni merkir því að elska Guð
með öllu lífi sínu. Það merkir að
láta elskuna til Guðs móta sitt
innsta líf, persónuleikann allan,
líf líkama og sálar, gætum við
sagt. 1 texta okkar segir, að við
eigum að elska Guð af öllum
huga. Að elska Guð af öllum huga
sínum bendir til þess að með
skilningi okkar og hugsun eigum
við að kafa í þennan veruleika,
verk Guðs, tilganginn og tak-
markið. Það er því maðurinn all-
ur, sem á að gagntakast af þess-
ari fagnandi gleði yfir því að vera
hluttakandi í hinu mikla sam-
hengi lífsins, lífi Guðs sjálfs og
vilja.
Vér erum hér í skóla, og meira
að segja háskóla. Háskólanám á
að gera nemandann hæfan til þess
að vinna sjálfstætt í grein sinni
og ber því að hafa það í huga að
nám og menntun er annað og
meira en söfnun staðreynda,
minnisatriði. Það þarf enn frem-
ur að miða hærra en að því einu
að gera manninn tæknilega hæf-
an til þess að vinna ákveðin störf.
Háskólamenntun þarf að miða að
einhverju öðru en vélmenninu.
Háskólamenntun þarf að stuðla
að vexti og þroska persónuleik-
ans, hæfileikanna, skilningsins,
mennskunnar. Háskólanám er yf-
irleitt frjálslegra en almennt
skólanám. Nemandanum eru ekki
settar eins strangar reglur um
tímasókn og annað því líkt. Það
er gert til þess að hann megi sýna
enn meiri ástundun við það að
dýpka og víkka skilning sinn. Það
er sorglegt, að sumir nemendur
misnota þetta frelsi. En það hagg-
ar ekki þeirri meginreglu, að há-
skólanáminu er með þessu móti
ætlað að móta stúdentinn á al-
tækari hátt en hægt er á annan
veg — að gera hann að sjálfstæð-
um manni, sem þroskað hefir
skilning sinn og hæfileika, manni
sem hefir lært að skyggnast eftir
hinu dýpsta, víðtækasta, hæsta.
Og það er að þessu leyti sem guð-
fræðin er ef til vill meira heill-
andi en margar aðrar fræðigrein-
ar. En gefum við þessu nægan
gaum? Gleymist okkur ekki oft
þetta meginmið? Það væri öðru
vísi umhorfs í háskóla okkar,
það væri annar andbl-ær í guð-
fræðideildinni, ef þetta takmark
háskólanáms um þroskun skiln-
ings væri alltaf haft í huga.
Rit ritningarinnar sýna okkur
verk Guðs, sem hann vann mönn-
um til heilla. Hvernig hann út-
valdi sér eignarlýð, hvernig hann
opinberaðist spámönnum og
prestum, hvernig hann refsaði
lýð sínum en endurleysti hann frá
syndum hans. Og Nýja testament-
ið sýnir svo hið stærsta verk
Guðs, meginatburðinn í sögu
hjálpræðisins, sem gengur eins
og rauður þráður gegnum biblí-
una: Jesúm Krist. Líf, dauði og
upprisa Jesú er einn af atburð-
um hjálpræðissögunnar en þeirra
mestur. Hann er fylling þeirra
atburða á langri sögu, sem skilj-
ast fyrst í sínu fyllsta samhengi
í lífi hans. — Hin elzta kristna
prédikun 1. aldarinnar í frum-
kirkjunni byggir á játningunni
um Krist, hinn eilífa Guðsson,
sem
„áleit það ekki rán að vera jafn Guði,
þótt hunn væri í Guðs mynd, h rldiir af•
klœddist henni, er hann tók á sig þjóns
mynd og varð mönnitm líkur. Og er
hann kom fram að ytra hœtti sem mað-
ur, lítillœkkaði hann sjálfan sig og varð
hlýðinn alt fram í dauða, já fram i
dauða á krossi“ (Fil. 2:6-8).
Þar er talað um það gildi sem
dauði Jesú hafði
„því að Kristur leið líka einu sinni
fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til
þess að hann gæti leitt oss til Guðs.
Hann var að vísu deyddur að líkaman-
um til, en lifandi gjörður sem undi“ (1.
I’ét. 3:18).
Og
„til þessa eruð þér kallaðir, því að
Kristur leið einnig fyrir yður, og eftir-
lét yður fyrirmynd til þess að þér skyld-
uð feta í huns fótspor“ (1. Pét. 2:21).
En þungamiðja trúarinnar,
hjálpræðið í Kristi Jesú, er sett
í stærra samhengi. Páll segir (og
vísar til þeirrar hefðar kenning-
arinnar, sem hann hafði með-
tekið):
„Þvi að þuö kenndi ég yður fyrst of
fremst, sem ég einnig hefi meötekið, aö
Kristur dó vegna vorra synda SAM-
KVÆMT RITNINGUNUM, og hann var
grujinn og aö hann er upprisinn á þriöju
degi SAMKVÆMT RITNINGUNUM...
(1. Kor. 15:3n).
Þetta skeði samkvæmt ritning-
unum, þ. e. hinu Gamla testa-
menti. Líf, dauði og upprisa Jesú
var endapúnkturinn á langri leið
frá hinum elztu tímum ættfeðr-
anna, um Davíð og spámennina
fram til Krists. Þessi saga er sam-
hengi Biblíunnar, rauði þráður-
inn sem tengir hana saman. —
En hvað kemur okkur þetta sam-
hengi við sem mönnum? Vér get-
um numið það, skilið það með
skynseminni, en að hvaða leyti
snertir það okkur sem lifandi fólk
í dag?
Ég talaði um það áður, að þeg-
ar Jesús segir: elska skaltu Drott-
inn Guð þinn af öllu hjarta þínu
og af allri sálu þinni og af öllum
huga þínum og af öllum mætti
þínum, — þá ætti hann við mann-
inn allan. Hið mikla samhengi
lífsins, Guð sjálfur, verk Guðs í
sögu ísraels hins forna og sögu
frumsafnaðar Nýja testamentis-
ins, er samhengi kirkjunnar
sjálfrar. — Það er kirkjan
sem er tengiliðurinn. Guðs
lýður í hinu Gamla og Nýja
testamenti er Kirkja Guðs á
þessari jörð. Og kirkjan er ekki
eitthvert gufukennt, andlegt hug-
tak. Við erum þessi kirkja. Hún
er félagsleg staðreynd. Meðlimir
kirkjunnar með hinum forna
ísrael voru menn eins og við. Þeir
voru kannski að sumu leyti enn
mennskari en við. Enn síður
haldnir af fínheitum hins evr-
ópska móralisma. Þeir voru hrjúf-
ir eins og lífið sjálft. Og eitt af
því sem Gamla testamentið talar
skýrast til okkar um er einmitt
gildi hins eðlislæga mannlega lífs,
gildi hversdagsleikans, ef svo
mætti segja.
Það líf, sem við erum kallaðir
til í hinu mikla samhengi Guðs
kirkju aldanna er félagslíf. Að
borða saman, vinna saman, leika
saman, syngja saman er jafnhá-
leitt og að biðja saman. Kaffi-
kvöldin og saumaklúbbarnir eru
ekki ómerkir þættir hins félags-
lega samlífs kirkjunnar, þar sem
hún er á lífi. Sjálf ástundun hins
heilaga, Orðsins og Sakrament-
anna verður að haldast í hendur
við hin minni sakramenti félags-
lífsins, sem ég nefni svo. Nám
í háskóla er vettvangur, þar sem
við öflum okkur skilnings og
þekkingar á ráðsályktun Guðs.
Við lærum að elska Guð af öllum
huga, allri hugsun, er við látum
þann sannleika sem við leitum að
móta allt líf okkar. Að elska Guð
með öllu lífi okkar er að sækjast
eftir Guði, að þrá og að vilja.
Viljinn mótar manninn allan eða
öllu heldur það sem viljað er. Að
vilja Guð af öllum mætti og af
allri hugsun er að mótast allur
af hinu mikla samhengi lífsins,
Við, sem vöxum upp, þrosk-
umst til þessa. Sænski guðfræð-
ingurinn, vinur minn, sem ég
sagði frá í upphafi, var ekki fædd-
ur með þessa innsýn í takmark
°g tilgang lífs síns. Hann hafði
vaxið fram til þessa vaxtartak-
marks. Guð gefi, að nám og
kennsla í Guðfræðideild mætti
verða okkur til þess þroska og
vaxtar, að augu okkar mættu
opnast fyrir Guði og dásemdum
hans og fyrir því hlutverki sem
okkur er ætlað í ráðsályktun
hans, að við mættum læra að
elska Guð með allri hugsun okk-
ar, með öllu lífi okkar.
(Flutt í kapellu Háskólans 27.3.’62.)