Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 11
STUÐENTABLAÐ 11 9. alþjóðaþing stúdenta, sem tekið hefur upp baráttu gegn allri kúgun í hverri mynd sem hún birtist, sem grundvallarat- riði samvinnu, ítrekar þá stað- reynd með tilliti til A.-Þýzka- lands, að baráttan fyrir því, að aðstoðar-rektors Tækniháskólans í Dresden. Yfirlýsingin birtist í ,,Das Hochschulwesen“, sem er hið opinbera málgagn Mennta- málaráðuneytisins, í september 1956: „Myndi það ekki hefja til vegs hugmyndina um sjálfsstjórn og efla frumkvæðið að raunhæfri samvinnu stúdenta í heild um hin sameiginlegu vandamál, á áhrifameiri hátt en hingað til, ef maður myndi . . . hafa stúdenta- samband, en ekki „Frjálsa þýzka æsku (F. D. J.)“, sem úrslitafyr- irkomulag á stúdentasamtökun- ( ( um . Samkvæmt cfangreindu verð- ur 9. alþjóðaþing stúdenta að álykta að: — gjörvallt fræðslukerfi A,- Þýzkalands er misnotað sem verkfæri pólitísks flokks og hugsjónum ríkis- ins til framdráttar. — Krafan um algjört gildi þessara hugsjóna (ríkisins) og aðferðirnar við fram- kvæmd þeirra bera vitni því einræði, sem komið hef- ur verið á í A.-Þýzkalandi. Þjóðir hafa áður einangrað sig með múrveggjum en aldrei til að hefta flótta sinna eigin þegna. Vökul augu A-þýzku lögreglunnar hvarfla víða jafnt innan múrsins sem út fyrir hann. háskólar njóti frelsis og sjálfs- stjórnar í málefnum sínum, er samofin baráttunni fyrir lýðræði, þjóðlegu sjálfstæði, friði og rétt- læti. Vanhelgun mannréttinda á vettvangi æðri menntunar er ekki einungis andstæð grundvall- arsjónarmiðum 9. I. S. C., held- ur enn fremur i mótsögn við sjálfa stjórnarskrá A.-Þýzka- lands, þar sem segir í 9. grein: „Allir borgarar hafa, innan vé- banda almennra laga, rétt til að tjá skoðanir sínar í ræðu og riti og í þeim tilgangi að safnast sam- an friðsamlega og óvopnaðir. Engann, sem notar sér þennan rétt, er hægt að ofsækja“. Og enn segir í 34. grein sömu stj.skr.: „Listir, vísindi og kennsla í visindum er frjáls“. F. D. J. „Frei Deutches Jug- end“ er meðlimur alþjóðasam- taka stúdenta. F. D. J. er skilyrð- islaust að styðja misnotkun á æðri menntun með þvi að gerast verkfæri flokklegs einræðis, en i III. lagabálki í lögum Alþjóðlegu Stúdentasamtakanna stendur: ,,a) réttindi og möguleikar alls ungs fólks til að öðlast barnaskóla-, framhalds- og æðri menntun eiga að vera án tillits til kyna, fjárhagsástæðna, stétt- arstöðu í þjóðfélaginu, stjórn- málaskoðana, trúar, litar eða þjóðflokks. b) betri menntunarskilyrði, fullt akademiskt frelsi og réttindi stúdenta. NÍUNDA ALÞJÓÐAÞING STÚDENTA: — biður þýzku stúdentasam- tökin (V. D. S.) að afla á þeirra vettvangi alls þess efnis, er þetta mál varðar og útbreiða til allra stúd- entasamtaka. — lætur í ljós viðurkenningu sína á greinargóðum upp- lýsingum um æðri mennt- un í A.-Þýzkalandi, en þeirra hefur R. I. C. aflað. — biður R. I. C. að halda á- fram verki sínu á þessum vettvangi og leggja fram aðra viðauka-skýrslu fyrir 10. I. S. C. (Þýtt). SMEKKLEYSI Hverju sætir það, að kerin ljótu, sem standa frammi fyrir anddyri háskólans, hafa enn ekki verið fjarlægð? Þai-na hafa þau staðið um áraraðir, eingum til augnayndis. Það er eingin afsök- un, að háskólanum hafa enn ekki verið gefnar neinar styttur til að setja í þeirra stað. Brandenborgar-hliðið, sameiningartákn þjóðverja, varið gaddavír.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.