Stúdentablaðið - 17.06.1962, Blaðsíða 8
8
STÚDENTABLAÐ
Þorvaldur G. Einarsson,
stud. jur.:
Dag-
bókar-
brot
úr
heim-
Það var asi á öllum, sem komu
í afgreiðslu Loftleiða á Reykja-
víkurflugvelli, að kvöldi 18. maí.
— Eftirvæntingin var auðsæ á
hverju andliti, norski stúdenta-
kórinn var að koma.
Þarna voru staddir fulltrúar
háskólans með rektor, Ármann
Snævarr, og prófessor Þóri Kr.
Þórðarson í fylkingarbrjósti, en
Háskóli Islands hafði lofað kórn-
um fyrirgreiðslu, þótt þeir sæktu
illa að hvað tímann snerti, þar eð
próf voru ýmist hafin eða að
hefjast. I farþegasalnum stóðu fé-
lagar úr Karlakór Reykjavíkur í
fjörugum samræðum, og söng-
stjóri kórsins, Sigurður Þórðar-
son, deildi út texta dagsins, svo
engan skyldi reka í vörðurnar.
Og síðast en ekki sízt biðu komu-
manna Noregsvinir og gestrisnir
borgarar, sem höfðu opnað stúd-
entunum heimili sín þann tíma
er kórinn dveldi hér.
Flestir, er þess óskuðu, komust
þannig inn á íslenzk heimili. —
Það heyrðist dynur í lofti og
hreyfing kom á hópinn.
Flugvélin renndi sér mjúklega
að brautinni, og fyrr en varði
hafði hún staðnæmst fyrir fram-
Sverre Bruland, söngstjóri, gróður-
setur norskt greni.
an flugstöðvarbygginguna.
Karlakór Reykjavíkur hafði
tekið sér stöðu miðja vegu milli
byggingar og landgöngustigans,
hurð vélarinnar var hrundið upp,
og frændur vorir tíndust einn af
öðrum út í sólskinið.
Karl Sveinsson, form. Karla-
kórs Reykjavíkur, bauð söng-
bræður sína velkomna fyrir hönd
kórsins með nokkrum orðum. Að
því búnu söng Karlakór Reykja-
víkur ,,Sangerhilsen“ og stúd-
entakórinn tók undir.
Rektor háskólans og prófessor
Þórir gengu fram, og eftir hlý
handtök var haldið til biðsalar-
ins, en þar var mönnum skipað í
rúm svo sem fyrirfram hafði
verið ákveðið.
Nokkrum var komið fyrir á
Nýja-Stúdentagarðinum.
Það hafði háð því mjög að
koma stúdentunum fyrir, að
Stúdentafélag Reykjavíkur hefur
enga skrá yfir meðlimi sína, og
er það mjög bagalegt.
Eftir að hver maður hafði
fengið fjölritað eintak þar sem
skráð voru heimilisföng og síma-
númer allra kórfélaganna, hélt
hver til síns heima.
La.ugardagur 19. maí.
Árla morguns runnu tveir full-
fermdir langferðavagnar Guð-
mundar Jónassonar úr hlaði frá
Alþingishúsinu.
Sól skein í heiði, ákjósanlegt
ferðaveður og allir í sólskins-
skapi. Þessi ferð var farin í boði
borgarstjórnar, og var Páll Lín-
dal lögfræðingur fararstjóri. Ek-
ið var sem leið liggur til Þing-
valla, þar var áð, staðurinn skoð-
aður og fararstjóri flutti stutt
erindi um sögu hans.
Eftir ánægjulega dvöl var hald-
ið til Sogsvirkjunar þar sem
borgarstjórn hafði á borðum
stórkostlegan hádegisverð, er
söngmennirnir þökkuðu með
ræðum og söng. Vakti hvoru-
tveggja, veitingar og söngur
ásamt með ræðum öllum, mikla
hrifningu viðstaddra.
En ekki var til setunnar boðið,
ef komast skyldi í tæka tíð til
höfuðstaðarins.
I Hveragerði var höfð stutt
viðdvöl, sem virtist vera hámark
ferðarinnar í augum Norðmanna,
þar sem þeir sáu fallegt gos.
Klukkan fjögur kom hópurinn
í bæinn, og hélt tafarlaust til
bústaðar norsku sendiherrahjón-
anna. Þar var allt með hinum
mesta myndarbrag svo sem við
var að búast. En ekki var þar
með öllu lokið þennan annasama
dag. — Að heimsókninni lokinni
var enn stigið í farkostina og
eigi létt fyrr en við Thorgeirs-
skála í Heiðmörk. Þar tók Óttar
Ellingsen, formaður Nordmanns-
laget, á móti ferðalöngunum og
leiddi til stofu, þar sem eldur
skíðlogaði á arni og borð svign-
uðu undir krásum.
Norsku stúdentarnir gróður-
settu í landi skálans 50 greni-
plöntur, eða eina hver, sem þeir
höfðu flutt með sér hingað út
frá Noregi. Á heimleiðinni var
komið við í Fossvogi og lagður
blómsveigur að minnisvarða
Þrír félagar í Heiðmörk, hver með sinn skerf til íslenzkrar skógræktar.
sókn norska stúdentakórsins
1
í