Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Side 3

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Side 3
STÚDENTABLAÐ 3 stúdenta <#>blad 5. tbl. 46. árg. 1. blað starfsárið '69—70. Útgefandi: Stúdentafélag Háskóia íslands. Ritstjóri: Ólafur Thóroddsen (ábm). Ritnefnd: Jónas Ragnarsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sigurður Sigurjónsson. Aðsetur blaðsins: Ægisgata 7, simi 26315. Setning, prentun, bókband: Prentsmiðjan Edda h.f. Hönnun forsíðu: Torfi Jónsson. EFNISATRIÐI: FRÉTTIR AF SKÓLALÍFINU bls. 5—12. í þessu blaði segjum við nýjustu fréttir af framkvæmdum á vegum Háskólans, svo og ýmsum áætl- unum SHÍ og Félagsstofnunar- innar. Þá segjum við frá starf- semi SFHl, áætlaðri dagskrá 1. des. 1969, og nokkrar fréttir eru aðrar. MEGINEFNI bls. 13—20. Að þessu sinni tökum við fyrir hið eilífa efni lánamálin, og í því sambandi sgyr blaðið á forsíðu: „Erum við dekurbörn þjóðfélags- ins?“ Um lánamálin rita þrír menn, sem gjörþekkja til, og reifa það frá öllum hliðum á raunhæfan og hógværan hátt. Svarið við spurningu blaðsins er „Nei.“ ORÐIÐ ER LAUST bls. 21—23. Stefán Pálsson hefur orðið og skrifar um Verðandimenn. VIÐTALIÐ bls. 25—26. Rætt er við Björn Pálsson stud. scient. um stofnun nýs félags í verkfræði- og raunvísindadeild. frá ritnefnd Fréttir — félagsblað. Vinnubrögð ritnefndarinnar og stefna sjást nokkuð á þessu fyrsta blaði. Ritnefndin telur, að blaðið eigi, eftir því sem við verður komið, að birta fréttir af því helzta í skólalífinu. Að þessu verði unnið með fréttaskrifum, birtingu greina og viðtala o. s. frv. Hins vegar telur ritnefndin óþarft að tönnlast á alþekktum atburðum eða lítilvægum. Ástæðulaust sé og að eltast við hvern einasta atburð í skólanum eða í starfi SFHÍ. SFHÍ er í lófa lagið að setja upp veggauglýsingar eða dreifa fjölrituðum tilkynningum. Til þess er „Andrá“. — Hvað sem líður hlut- leysi frétta, er ekki unnt að neita ritnefndinni réttar til fréttaskýringa. Baráttublað. Auk þess að blaðið flytur fréttir af skólalífinu og er félags- blað, er það baráttublað og umbóta, bæði í málefnum skólans og stúd- enta og þjóðfélagsmálum. Ritnefndin hlýtur, í samráði við stjórn SFHÍ, að ákveða, hvar borið skuli niður að þessu leyti, en það er ekki síður stúdenta, og verður nánar komið að því síðar í þessum orðum. Þetta hlutverk má rækja bæði með greinum frá ritnefnd eða stjórn SFHÍ eða þá að ritnefndin leitar til ákveðinna manna um skrif. Þannig var að farið með greinarnar um lánamálin. Þetta efni er all sérhæft og tæpast á færi annarra að reifa það á raunhæfan hátt en þeirra, sem á því hafa meira en yfirlitsþekkingu. Ritnefndin starfaði með greinarhöfund- unum og lagði með þeim efnislínur og verkaskiptingu. Verður ekki annað sagt en flest atriði lánamálanna hafi verið dregin fram, eins og því varð við komið. Nú segja eflaust sumir: „Vitanlega er það stefna blaðsins, sem birtist frá ritnefnd og stjórn SFHÍ, en getur úr orðið heilsteypt stefna, ef birtar eru nokkrar utanaðkomandi greinar um sama efni? Er ekki alltaf hætta á ágreiningi og skoðanamun, — eða breytir ritnefndin þessum skrifum til sama tóns?“ Því er til að svara, að miklum tíma hefur verið varið í að kanna mál- efni stúdenta og skólans, og þeir, sem þekkja staðreyndirnar, eru yfirleitt sammála um takmörkin, þótt stundum gæti ágreinings um leiðir. — Öðru máli gegnir um ýmis þjóðfélagsmál, þar eru menn oft um fátt sammála. Þar er það vissulega stefna blaðsins að fá fram sem flest sjónarmið, til að auðvelda skoðanamyndun. Ritnefndarmenn telja sig ekki alvitra og munu ekki látast það með því að sletta á pappírinn billegum ,,patent“- lausnum á öllu frá stríðinu í Víetnam til endursköpunar íslenzks þjóð- félags. Til eru menn, og það hér í skólanum, sem telja sig allt vita, en oftast reynist það svo, ef að er gáð, að fáir eru þeir heillegir punktarnir á fleti þessa mikla yfirborðs. Heildarvettvangur stúdenta. Þriðji þátturinn í efnisuppbyggingu blaðs- ins og í reynd mikilvægastur viðgangi þess er aðsent efni frá stúdentum. Stúdentablað er þekktast þeirra blaða, sem stúdentar við HÍ gefa út og heildarmálgagn þeirra. Til þess aö blaðið standi undir þvf að vera heild- armálgagn, verður það að flytja greinar og ábendingar sem flestra stúd- enta, — um eigin málefni og skólans, þjóðfélagsmál og annað það, sem þeir vilja koma á framfæri, og vera vettvangur skoðanaskipta. Blaðið birtir almennt efni, sem berst frá stúdentum, og eru þeir hvattir til þess að láta ekki á sér standa. „Pólitískar greinar" fá inni í blaðinu

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.