Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 25

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 25
STÚDENTABLAÐ 25 Verkfræði- og raunvísindadeild: Deildarfélag deilt með 2 í haust var stofnað nýtt félag innan verkfræði- og raunvísinda- deildar. Hluti af deildinni klauf sig út úr félagi verkfræðinema, OMEGA. Stúdentablað hafði samband við Björn Pálsson stud. scient, formann hins nýja félags, og fer það viðtal hér á eftir. Bjöm Pálsson. 11 ver var aðalástœðan jyrir stofnun þessa nýja félags? Stúdentar í verkfræðideild eiga sitt eigið félag, Omega. Lög þess gerðu ráð fyrir, að stúdentar í B.A. námi innan deildarinnar væru meðlimir. Hins veg- ar var það þegar einsýnt, að lítið væri um sameiginlega hagsmuni. Fjölgun stúdenta í raungreinum er mjög ör, og þótti því ófært annað en stofnað yrði nýtt félag. Ef sú leið licfði ekki verið farin, hefði mátt búast við ó- æskilegri valdatogstreitu milli stú- denta innan deihlarinnar. Verkfræði- nemar voru, að ég held, sama sinnis um þetta mál. Ilverjir eru þá meðlimir hins nýja félags? Allir stúdentar í líffræði og landa- og jarðfræði. Stúdentar í öðrum B.A. greinum verkfræði- og raunvísinda- deildar geta einnig orðið félagar, auk þess kennarar í viðkomandi greinum. Ilvað um samvinnu milli þessara félaga? Þar sem félögin eru bæði innan sömu deildar, hljóta þau að hafa sam- stöðu um nokkur atriði, t. d. skipt- ingu fulltrúa á deildarfundi, í deildar- ráði og stúdentaráði. Hins vegar virð- ist þróunin stefna í þá átt, að nátt- úrufræði verði sérstök deild innan H.í. Telur þú núverandi deildarskipan óœskilega? Æskilegra hefði verið að mínu áliti, að náttúrufræði hefði í upphafi verið stofnuð sem sérstök deild. Verkfræði- deild var sérhæfð deild með föstum formum, sem hentuðu verkfræðideild einni. Þær greinar, sem kenndar voru þar áður til B.A.náms, s. s. eðlisfræði og stærðfræði, voru olnbogabörn inn- an deildarinnar. Ymislegt í reglugerð- inni hentar náttúrufræðum mjög illa, t. d. það ákvæði, að próf megi ekki taka nema einu sinni á ári og séu þau skrifleg, nema annað sé tekið fram. Þegar teknar eru tveggja mánaða ann- ir til dæmis í steinafræði eða haf- fræði er nauðsynlegt að geta lokið prófum i þeim strax að lokinni önn. Að vísu er hægt að fara í kringum þessi reglugerðarákvæði og hefur það reynzt nauðsynlegt. Haustpróf eru einnig eitt af baráttumálum okkar. Þið eruð ef til vill að miða að svip- uðu lcerfi og annakerfinu í nýrri menntaskólunum? Já, að nokkru leyti. Það hlýtur að fást betri nýting út úr vinnu stúdent- anna með því að þeir einbeiti sér að afmörkuðu sviði hverrar námsgrein- ar og ljúki prófum jafnóðum, í stað Jæss að hræra í öllum grcinum allt námsárið og þurfa svo að taka vor- próf í öllu samtímis, með tilheyrandi próflestri. Er von á einhverjum breytingum i þessa átt? Já, það er von mín. Stjórnskipan verkfræðideildar, eða verkfræði- og raunvísindadeildar, eins og hún heitir vist núna, var breytt í vetur, þannig að henni er skipt í fjórar skorir, verk- frœðislcor, stœrðfrœðiskor, efna- og eðlisfrœðiskor og náttúrufrœðiskor. Skor cr nokkurs konar stjórnareining, en þar eiga sæti kennarar i viðkom- andi greinum og auk þess einn stú- de»t úr viðkomandi skor. Yfir skor- irnar kemur síðan deildarráð, en þar situr deildai-forseti, stjórnarformenn skora, tveir fulltrúar stundakennara og tveir fulltrúar stúdenta, sem hafa eitt atkvæði til skipta. Deildarfundur er eftir sem áður æðsta ráð. Hins veg- ar er það trú mín. að aðalmótunar- starfið fari fram í skor. Deildarfundur ætti ekki að vera annað en „halelúja- samkoma“ til að veita blessun sína. Ilvað álítur þú svo um náttúru- frœðikennsluna í framtíðinni? Það eru líklega ekki margir, sem geta svarað þessari spurningu tæm- andi. Nefnd til undirbúnings náttúru- fræðikennslu skilaði áliti í júní 1967. Sú álitsgerð var í grófum dráttum og kennurum ætlað að móta stefnuna að mestu leyti. Hins vegar var sofið á því áliti, þar til í júlí og ágúst árið eftir, þegar loks var farið að ráða kennara. Af því leiddi, að bæði skorti bækur og aðstöðu. Ég tel þó, að furðulega hafi rætzt úr þessu, en að sjálfsögðu hefur kennslan ekki verið fast mótuð ennþá. Miðað er við þriggja ára nám til B.A. prófs, og tillögur háskóla- nefndar beinast í sömu átt. Hins veg-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.