Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Blaðsíða 11
STUDE.NTABLAÐ 11 Ræðuefni Jónasar Kristjánssonar: „Bókvitið verður í askana látið" 1. DES Til er gamall málsháttur, sem hljóð- ar svo: „Bókvitið verður eigi í askana látið.“ Þessi málsháttur mun vera fremur ungur, þar eð hann er ekki til í málsháttasafni frá 1830. Svo lengi virðist virðingin fyrir hinu ritaða máli hafa átt þátt í hugum fólks, að fram á þann dag var sönn menntun talin vegsemd hverjum manni; virðing fyrir hinu ritaða máli skipaði háan sess í hugum fólksins. Eftir þessu að dæma mun það hafa verið um eða upp úr siðustu öld, sem fyrrnefndur máls- háttur varð til. Brauðstritið var að gera út af við andlegar iðkanir; margra alda hungur og þjáningar höfðu sett sitt mark á hugi fólks, og það tók að líta á fylli magans sem æðsta takmark og dýpstu sælu. Við, sem aldrei höfum soltið, skyldum sízt áfcllast áa okkar fyrir þennan hugs- unarhátt. Til þess höfum við engan rétt. En hitt er annað mál, að nú á tímum velmegunar og allsnægta má lieyra svipaðar fullyrðingar. Það er fyrirbæri, sem vert væri að gefa nán- ari gaum. Þær raddir eru margar, sem sífellt klifa á því, að of margir sitji á skólabekk, og of fáir taki þátt í Starfsemi bókmennta- og listkynn- ingarnefndar hefur verið blómleg það sem af er. Nefndin gekkst fyrir skálda- vöku í Norræna húsinu, þar sem ung skáld lásu úr verkum sínum, óút- komnum. Tókst það vel, og fjöl- menntu stúdentar. Næst var tónlist- arkynning, Ödipus konungur, eftir Stravinsky. Og síðast þann 16. þ. m. var sýndur gríski harmleikurinn Anti- góna, eftir Sófókles. Húsfyllir var og leiknum vel tekið, enda frábærlega fluttur, með Helgu Backmann og Jón Sigurbjörnsson í aðalhlutverkum. A döfinni hjá listkynningarnefnd, er næst óperan Brúðkaup Figaros eftir Mózart. Róbert A. Ottósson mun kynna verkið, en óákvcðið er, hver atvinnulifinu. Um þetta atriði fjallar Jónas Kristjánsson ritstjóri í aðal- ræðu hátíðarinnar 1. des. Þessi ræða ber heitið: „Bókvitið verður í askana látið.“ Þetta heiti bendir til þess, að ræðumaður álíti þetta viðhorf breytt, eða æskilegt að það breytist. Verður vissulega fróðlegt að heyra, livað sá ágæti maður Jónas Kristjánsson hef- ur um þetta að segja. talar um bókmenntalegu hliðina. Þessi kynning mun verða fyrir jól, en ekki er ákveðið, hvernig starfinu mun hag- að eftir það. Revía. Loks skal hér aðeins minnst á „revíu“ þá, sem listkynningarnefnd stendur að. Revía þessi er í samningu og vinna að henni margir stúdentar. Er hér með skorað á alla þá, sem ein- hvern tíma hafa haft náin afskipti af skáldskapargyðjunni, að liggja ekki á Iiði sínu í þetta skipti. Listkynningar- nefnd tekur fegins hendi hverri hug- mynd, sem fram kemur, og öllum er heimilt að reyna hæfileika sína. Hátíð stúdenta við Háskóla íslands 1. des. hefst með guðsþjónustu í kap- ellu Háskólans kl. 11. Ólafur Oddur Jónsson stud. theol. prédikar, en séra Grímur Grímsson þjónar fyrir altari. Samkoman í hátíðasalnum. Samkoman í hátíðasalnum hefst síðan kl. 2.30, á því að formaður há- tíðanefndar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son stud. jur, flytur ræðu. Síðan syng- ur stúdentakórinn. Eftir að stúdentakórinn hefur lokið söng sínum, mun Magnús Gunnars- son formaður stúdentafélagsins, flytja stutta ræðu. Þá verður stúdentastjarnan veitt. Að veitingu hennar lokinni leikur Rut Ingólfsdóttir á fiðlu við undirleik Gísla Magnússonar. Þá flytur Jónas Kristjánsson ritstjóri ræðu sína. Samkomunni lýkur með því, að stúdentakórinn syngur þjóðsönginn. Girnilegur matseðill á Hótel Sögu. Kl. 19 hefst hóf stúdenta að Hótel Sögu, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson set- ur hófið, en síðan flytur Gísli Astþórs- son, rithöfundur, ræðu kvöldsins. Þá flytur Eysteinn Helgason, stud oecon, minni Fósturjarðarinnar. Öll skemmti- atriði kvöldsins eru fremur stutt og nægur tími til að veita athygli á milli hinum girnilega matseðli kvöldsins: Blómkálssúpa. Hamborgarhryggur með hvítri sveppasósu og brúnuðum kart- öflum. Desert. Þá verða sungnir gluntar. Gaudeamus. Árni Tryggvason, leikari, mun koma fram og kitla hláturstaugar við- staddra með þar til gerðum skemmti- þætti. Síðan stjórnar veizlustjóri, Kristinn Jóhannsson stud. mag. al- mennum söng. Á eftir verður dansað til kl. 3. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar sér um fjörið, og mun þeim farast það vel úr hendi, ef að vanda lætur. Bókmennta- og listkynningarnefnd: ALDREI MEIRI ÁHUGI — Revía í samningu

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.