Fréttablaðið - 23.09.2009, Qupperneq 2
2 23. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
BORGARTÚNI 29
OPIÐ FRÁ KL 11-19.
VER
ÐH
RU
N!
Komdu
og
sparaðu
!
Allt að
90%
afsláttu
r
Allir sem
versla fá bók
að gjöf!
(Meðan birgðir endast!)
SLYS „Ég man voðalega lítið eftir
þessu öllu saman – bara brot og
brot úr sjúkrabílnum,“ segir Jón-
ína Klara Pétursdóttir, nítján
ára stúlka, sem lenti í sérstæðu
umferðarslysi undir Höfðabakka-
brúnni um miðjan dag í gær. Lög-
regla segir mildi að Jónína hafi
ekki slasast meira en raun bar.
Jónína ók bíl móður sinnar á
eftir stórum vöruflutningabíl vest-
ur Miklubraut þegar slysið varð.
Ökumaður flutningabílsins hafði
gleymt að loka hliðarhlera bílsins,
sem rakst upp undir brúna, losnaði
af og kastaðist á bílinn sem Jónína
ók.
Að sögn lögreglu er hlerinn um
200 kíló að þyngd. Hann reif þak
fólksbílsins nánast af í heild sinni
og telur lögregla að hann hafi jafn-
framt lent í höfðinu á Jónínu, sem
missti meðvitund við höggið. Klippa
þurfti Jónínu úr bílnum á eftir.
„Mér líður ágætlega núna,“ sagði
Jónína þegar blaðamaður náði tali
af henni á fimmta tímanum í gær.
Hún lá þá enn á sjúkrahúsi en átti
von á að fara heim síðar um kvöld-
ið. Hún slapp ótrúlega vel en er þó
með skurði í andliti og á hnakka.
„Annars er ég í fínu lagi,“ segir
hún.
Lögregla segir augljóst að bíl-
stjóri flutningabílsins hafi sýnt
af sér gáleysi þegar hann gleymdi
að loka hliðarhleranum á bílnum
og ók síðan af stað. Of snemmt sé
hins vegar að segja til um það hvort
hann þarf að axla ábyrgð með ein-
hverjum hætti.
Sjálf er Jónína ekki gröm út í bíl-
stjórann. „Þetta var nú örugglega
bara alveg óvart hjá honum,“ segir
hún. stigur@frettabladid.is
Fékk 200 kílóa fljúg-
andi hlera í höfuðið
Jónína Klara Pétursdóttir, nítján ára, slapp ótrúlega vel þegar þungur hleri af
flutningabíl kastaðist á bíl hennar, reif þakið nánast af honum og slóst í höfuð
hennar. „Ég man voðalega lítið eftir þessu,“ segir Jónína, sem er öll að braggast.
MIKILL VIÐBÚNAÐUR Loka þurfti Miklubrautinni í talsverðan tíma á meðan Jónína var klippt úr bílnum og henni komið í sjúkrabíl.
Á myndinni má sjá Jónínu á börum sjúkraflutningamanna. Í samtali við Fréttablaðið sagðist hún hafa misst meðvitund og myndi
lítið eftir atvikum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sigurður, eruð þið farnir að
hleypa lömbunum út á haust-
in?
„Já, þegar allt annað bregst þá fer
íslenska sauðkindin í útrás.“
Um þriðjungur af haustframleiðslu
lambakjöts verður líklega fluttur úr landi
í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Sigurður
Eyþórsson er framkvæmdastjóri Lands-
samtaka sauðfjárbænda.
BANDARÍKIN Tvær nýjar rann-
sóknir sýna að bann við reyk-
ingum hefur víðast hvar haft
þau áhrif að hjartaáföllum
fækkar verulega, eða um 17 pró-
sent að meðaltali og sums staðar
um allt að þriðjung.
Teknar voru saman upplýs-
ingar úr rannsóknum á áhrifum
reykingabanns sem gerðar hafa
verið í Bandaríkjunum, Kanada
og Evrópuríkjum. Fyrirfram
var búist við því að reykinga-
bann myndu fækka hjartaá-
föllum. Niðurstöður rannsókn-
anna fara þó fram úr björtustu
vonum.
Rannsóknirnar voru birtar í
vísindatímaritunum Circulat-
ion og Journal of the American
College of Cardiology.
- gb
Reykingabönn rannsökuð:
Hafa fækkað
hjartaáföllum
STJÓRNMÁL „Við viljum virða þing-
ræðið sem best við getum,“ segir
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sem hafnar alfarið bráða-
birgðalögum til að ljúka Icesave-
samningnum.
Jóhanna segir að niðurstaða í
Icesave-málinu liggi væntanlega
fyrir þegar þingfundir hefjast á
Alþingi að nýju. Ef breyta þurfi
lögum fari málið fyrir þingið. „Við
förum ekki í neina bráðabirgðalaga-
setningu, það er alveg útilokað,“
segir forsætisráðherra.
Jóhanna játar þó að mikið liggi á
enda hangi mikið á lausn Icesave-
málsins. Hún nefnir þar endurreisn
bankanna, lánsfjármögnun, láns-
fjáreinkunnir matsfyrirtækja, lána-
fyrirgreiðslu frá Norðurlöndunum
og endurskoðun á áætlun Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. „En hvort þetta
eru nokkrir dagar núna til eða frá
skiptir ekki máli,“ segir hún.
Þá segist Jóhanna vona að það sé
sameiginlegur skilningur stjórnar
og stjórnarandstöðu að ljúka þurfi
Icesave-málinu sem fyrst. „For-
sendan fyrir því að við förum með
það inn í þingið er auðvitað að við
höfum meirihluta fyrir því í þing-
flokkunum og ég hef fulla trú á
því við höfum það,“ segir Jóhanna
sem kveðst ekki hafa hugmynd um
hvort afstaða stjórnarandstöðunn-
ar hafi breyst frá því síðasta útspil
Breta og Hollendinga var kynnt.
Þingflokkar stjórnarflokkana
hittust í gær á sameiginlegum fundi
á Hótel Nordica til að fara yfir verk-
efnin sem bíða. - gar
Forsætisráðherra segir að nokkrir dagar í lausn Icesave-málsins skipti ekki máli:
Engin bráðabirgðalög vegna Icesave
FORSÆTISRÁÐHERRA Jóhanna Sigurð-
ardóttir og Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra ræddu við fjölmiðla
fyrir sameiginlegan fund þeirra.
FJÁRMÁL Arnar Þór Jónsson, lögmaður 27 erlendra
kröfuhafa í Glitni, gerði á fundi skilanefndar með
kröfuhöfum í gær alvarlegar athugasemdir við ferli
málsins allt frá því bankinn hrundi fyrir tæpu ári.
Í samtali við Fréttablaðið segist Arnar Þór ekki
að svo stöddu hafa umboð skjólstæðinga sinna til að
ræða við fjölmiðla um málið. Þeir eru meðal annars
stórir, þýskir bankar.
Árni Tómasson, formaður skilanefndarinnar,
segir Arnar Þór hafa gert margvíslegar athuga-
semdir. „Hann lýsti óánægju sinna skjólstæðinga
með ferlið frá upphafi; hvernig bönkunum var skipt,
að Fjármálaeftirlitið skul hafa skipað skilanefnd og
það var eiginlega sama hvað það var; hann lýsti eig-
inlega allsherjar óánægju með allt,“ segir Árni sem
kveðst telja viðkomandi kröfuhafa í raun ekki ósátta
heldur fyrst og fremst vera að reyna að styrkja
stöðuna sína.
Á fundinum í gær var farið yfir samninga sem
skilanefndin gerði við ríkið fyrir tíu dögum um það
að annaðhvort eignist kröfuhafar í Glitni 95 pró-
sent í Íslandsbanka eða fái skuldabréf fyrir kröfum
sínum. „Það var almenn ánægja með samningana,“
segir Árni sem kveður nú liggja fyrir að afla við-
bótarupplýsinga frá Íslandsbanka áður en ákvörð-
un verði tekin á næsta fundi skilanefndar þann 29.
september. - gar
Lögmaður erlendra kröfuhafa í Glitni gerði miklar athugasemdir hjá skilanefnd:
„Allsherjar óánægja með allt“
SKRIFAÐ UNDIR Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis,
gekk frá samningum um frágang mála bankans fyrir tíu
dögum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Þorsteinn
Þorsteinsson skrifuðu undir fyrir ráðuneytið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
DÓMSMÁL Akureyringur um þrí-
tugt hefur verið ákærður fyrir
sérlega hættulega líkamsárás, en
hann réðst að tvítugum manni í
júlí í fyrra og sló hann í andlitið
með hækju. Árásin átti sér stað
utandyra við Hólabraut á Akur-
eyri.
Sá sem ráðist var á hlaut mar
og bólgur undir hægra auga auk
þess sem fimm tennur í honum
brotnuðu.
Fórnarlambið krefur árásar-
manninn um hálfa aðra milljón
króna í skaðabætur, auk vaxta.
Ákæran var þingfest í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra í gær.
- sh
Missti tennur og vill bætur:
Ákærður fyrir
árás með hækju
SUÐUR-AMERÍKA Kólumbískir og
mexíkóskir eiturlyfjahringir
hafa fært út kvíarnar og komið
sér upp bækistöðvum í ýmsum
Vestur-Afríkuríkjum til að auð-
velda flutning kókaíns á evr-
ópskan markað.
Gínea-Bissá og hin svonefnda
Gullströnd hafa sérstaklega
orðið fyrir barðinu á kókaín-
flutningum og er nú svo komið
að Gullströndin er uppnefnd
Kókströndin.
Þetta helgast af því að kókaín
er dýrara í Evrópu en í Banda-
ríkjunum og löggæsla í vest-
urhluta Afríku er ekki upp á
marga fiska.
Kókaínneysla hefur þrefald-
ast á nokkrum árum í Evrópu á
meðan hún hefur dregist saman
um nær helming í Bandaríkj-
unum.
- asg
Bækistöðvar eiturlyfjahringja:
Smygla kókaíni
gegnum Afríku
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI
FJÖLMIÐLAR Enn hefur ekkert verið
staðfest um það hver sest í stól
ritstjóra Morgunblaðsins. Óskar
Magnússon, formaður stjórnar
Árvakurs, útgáfufélags blaðsins,
segir að nýr ritstjóri verði ráðinn
á næstu dögum enda sé brýnt að
eyða óvissu hratt.
„Það er ekki aðeins vegna
ráðningar ritstjórans heldur líka
vegna skipulagsbreytinga. Það er
ekki hægt að hafa starfsfólkið í
óvissu lengi. Það er aðalatriðið í
þeirri vinnu sem er í gangi. Það er
ekkert sérstakt áhyggjuefni þótt
þjóðin sé í óvissu í stutta stund,“
segir Óskar Magnússon. - gar
Breytingar á Morgunblaðinu:
Óvissan verst
fyrir starfsfólk
Guðlaugur Jónsson hár-
greiðslumeistari lést á líknar-
deild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn
21. september
eftir baráttu
við krabba-
mein.
Guðlaugur
var ættaður úr
Svefneyjum
á Breiðafirði,
sonur Jóns
Ólafssonar og
Svanfríðar Sól-
bjartsdóttur.
Hann átti eina systur, Berg-
þóru, sem búsett er í Banda-
ríkjunum.
Sonur Guðlaugs er Svan
Gunnar, fæddur árið 1961.
Kona hans er Inese Babre.
Guðlaugur lærði hárgreiðslu
hjá Konuglega hárgreiðslu-
meistaranum á Strikinu í
Kaupmannahöfn. Um 1960 kom
hann til Íslands og vann lengst
af á Rakara- og hárgreiðslu-
stofunni að Kirkjutorgi 6 í
Reykjavík.
Guðlaugur
Jónsson látinn
GUÐLAUGUR
JÓNSSON
SPURNING DAGSINS